Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2004, Blaðsíða 41

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2004, Blaðsíða 41
Eiríkur Örn Norðdahl Dánarrannsóknir og morðtilraunir - vaðið á Ijóðum á skítugum skónum Ég drep í sígarettunni hálfreyktri (glóðin datt af) og kveiki mér í nýrri. „I might leave in a bodybag, but never in cuffs“ rappar einhver svertingi í eyrun á mér, og ég reyni að muna hvenær skáld var síðast kært fyrir Ijóð. Mér sýnast ljóðskáldin svo lútersk í sálum sínum að láti þau út úr sér þó ekki sé nema eitt dónalegt orð, stingi þau skottinu undireins milli lappa sér og hörfi inn í órætt myrkur ljóðrænuleysis, með silkiklút um hálsinn, faðma rauðvínsglösin og brosa feirnin þegar gagnrýnendur klípa þau krúttlega í kinnarnar. „Oo, hvað þú ert dónalegur...“ Kannast einhver við þessa mynd? Eða þá hina, þá klifun, þá síbylju, að ljóðið eigi að vera „skorinorð hugsun“, Ijóðið sé til sjálfs sín vegna ... hið smáa hvísl í rokinu, í besta falli þungt og höfugt eins og rauðvínið í skuggunum, en umfram allt „ratar ljóðið til sinna“ - það er að segja: ljóðið sem er ekki allra. Því það er „sinna“. Þjónar ákveðnum herrum. Ljóð er andstaðan við popp. Ljóð eru ekki léttvæg, og þeim á maður ekki að taka með hálfkæringi, heldur mara hálfur á kafi í einni ljóðabók um aldir alda. Menningarpostuli á næsta borði hagræðir klútnum og segist vera lengur að lesa eitt ljóð eftir Sigfús Daðason en að rumpa sér í gegnum rit- safn Dostojevskís, og mér verður hugsað til góðs vinar míns sem hefur eytt mörgum árum í að lesa Dostojevskí. Ég á ekki von á honum upp úr því hafi í bráð. Mér finnast ljóð vera popp. Mig langar í ljóð með rafmagnsgítar. Og tunguna út í loftið. Ljóð með krúttkynslóðar-lopahúfu og iMac. Ég les í blaðinu um barkaþræðingu ljóðsins, Kristján B. Jónasson yrkir í TMM (gamla): „Klassísk ritklif þeirra [sem ræða Ijóð] felast í umsnún- ingi neikvæðra formerkja: „líkið andar“, „ljóðið er ekki á heljarþröm“, „andlátsfréttirnar eru ýktar“, „þrátt fyrir að ljóðið eigi að vera við dauð- ans dyr“ er það „sprækt og frískt“.“ TMM 2004 • 3 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.