Tímarit Máls og menningar - 01.09.2004, Side 41
Eiríkur Örn Norðdahl
Dánarrannsóknir
og morðtilraunir
- vaðið á Ijóðum á skítugum skónum
Ég drep í sígarettunni hálfreyktri (glóðin datt af) og kveiki mér í nýrri. „I
might leave in a bodybag, but never in cuffs“ rappar einhver svertingi í
eyrun á mér, og ég reyni að muna hvenær skáld var síðast kært fyrir Ijóð.
Mér sýnast ljóðskáldin svo lútersk í sálum sínum að láti þau út úr sér þó
ekki sé nema eitt dónalegt orð, stingi þau skottinu undireins milli lappa
sér og hörfi inn í órætt myrkur ljóðrænuleysis, með silkiklút um hálsinn,
faðma rauðvínsglösin og brosa feirnin þegar gagnrýnendur klípa þau
krúttlega í kinnarnar. „Oo, hvað þú ert dónalegur...“
Kannast einhver við þessa mynd? Eða þá hina, þá klifun, þá síbylju, að
ljóðið eigi að vera „skorinorð hugsun“, Ijóðið sé til sjálfs sín vegna ... hið
smáa hvísl í rokinu, í besta falli þungt og höfugt eins og rauðvínið í
skuggunum, en umfram allt „ratar ljóðið til sinna“ - það er að segja:
ljóðið sem er ekki allra. Því það er „sinna“. Þjónar ákveðnum herrum.
Ljóð er andstaðan við popp. Ljóð eru ekki léttvæg, og þeim á maður ekki
að taka með hálfkæringi, heldur mara hálfur á kafi í einni ljóðabók um
aldir alda.
Menningarpostuli á næsta borði hagræðir klútnum og segist vera
lengur að lesa eitt ljóð eftir Sigfús Daðason en að rumpa sér í gegnum rit-
safn Dostojevskís, og mér verður hugsað til góðs vinar míns sem hefur
eytt mörgum árum í að lesa Dostojevskí. Ég á ekki von á honum upp úr
því hafi í bráð.
Mér finnast ljóð vera popp. Mig langar í ljóð með rafmagnsgítar. Og
tunguna út í loftið. Ljóð með krúttkynslóðar-lopahúfu og iMac.
Ég les í blaðinu um barkaþræðingu ljóðsins, Kristján B. Jónasson yrkir
í TMM (gamla): „Klassísk ritklif þeirra [sem ræða Ijóð] felast í umsnún-
ingi neikvæðra formerkja: „líkið andar“, „ljóðið er ekki á heljarþröm“,
„andlátsfréttirnar eru ýktar“, „þrátt fyrir að ljóðið eigi að vera við dauð-
ans dyr“ er það „sprækt og frískt“.“
TMM 2004 • 3
39