Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2004, Blaðsíða 83

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2004, Blaðsíða 83
Trúin á Rússland Trúin á Sovétríki Stalíns Allt sem hér á undan segir er þó smátt í sniðum miðað við það geypilega uppgos trúar og vona sem mikill íjöldi hinna bestu og gáfuðustu í hópi vesturevrópskra menntamanna tengdu við Sovétríkin eftir að Lenín og bolsevíkar hans tóku völd í Rússlandi árið 1917, héldu velli í grimmu borgarastríði og gerðu sig líklega til að byggja upp nýtt þjóðfélag sem engum öðrum væri líkt. Þessi trú, sem hæst reis á blóðugri valdatíð Stal- íns, hefur mikið verið til umræðu og einkum höfð að dæmi um það, hve vafasamt sé að treysta vitnisburði og leiðsögn skálda og annarra mennta- manna þegar þeir ánetjast glæsilegum hugmyndum um öðruvísi og betri heim. í upphafi þessarar greinar var minnst á nokkra þeirra frægðarmanna sem Halldór Laxness, Þórbergur Þórðarson og fleiri rithöfundar íslenskir áttu samleið með í sovéttrúnni. Þeir hafa vissulega verið sakaðir um margar syndir. Þegar best lætur eru þeir sagðir syndga gegn gagnrýnni hugsun: þeir hafi verið slegnir blindu eins og ástfangnir menn. Eða barnaskap: þeir hafi látið teyma sig á asnaeyrum. Oftar er þó um það talað, að þeir hafi vitandi vits fegrað fyrir sjálfum sér og öðrum Sovétríki Stalíns, einatt með svo glæfralegum hætti að útkoman sé lygi ein, og þar með beri þeir sinn hluta ábyrgðar á því að Stalín fór sínu fram með „hreinsanir“ sínar og fals á sögu og samtíðarveruleika. Þetta hafi þeir gert sumpart af þrjósku (þeir hafi ekki viljað játa að þeir hefðu rangt fýrir sér), af hagsmunaástæðum (vildu ekki spilla fýrir því að verk þeirra væru gefin út í Sovétríkjunum eða nytu velþóknunar í róttæknisveiflu tímans á Vesturlöndum) eða þá sakir þess menntamannaoflætis sem trúir á mátt orðsins og kenninganna og lýtur ekki svo lágt að sannprófa þær með þol- inmóðum samanburði við veruleikann. Það oflæti má einnig að nokkru leyti tengja við gamlan draum menntamanna, sem við sáum m.a. dæmi um í samskiptum Voltaires og Diderots við Katrínu keisarafrú Rússa: þeir halda að með því að slást í lið með þeim sem mikið vald hefur og getur „látið hlutina gerast“ (eins og Jósef Stalín) geti þeir haft einhver áhrif á það til hvers þetta vald er notað.12 Forsendur trúarinnar Margir munu og kannast við ýmislegt af því, sem er talið til málsbóta þeim sem settu traust sitt á „hina miklu tilraun“ með öðruvísi samfélag, sem þeir sáu í Sovétríkjum Stalíns. Þá er einna fyrst fjallað um mikil von- brigði í tímanum. Djöfulskapur heimsstyrjaldarinnar fyrri hafði tortímt TMM 2004 • 3 81
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.