Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2004, Blaðsíða 101

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2004, Blaðsíða 101
Menningarvettvangurinn númer 18 þaðan. Hann fór fyrst alla leið vestur í Hamraborg og svo sem leið lá austur í Lindir. Ferðafélagar mínir langleiðina voru tveir, karl og kona af þeirri tegund sem stundum er kölluð þroskaheft. Þau voru ekki heftari en svo að þau spjölluðu um allt milli himins og jarðar alla leiðina, hlógu, skríktu og skemmtu sér - og mér. Þegar ég heimsótti mann á Hrafnistu í Hafnarfirði vissi ég ekki um vagn 41 og gekk frá Hafnarfjarðarveginum. Þegar ég ætlaði sömu leið til baka varð vagn- inn fyrir mér og ég hoppaði upp í hann til að komast út á veg. En bílstjórinn taldi mig á að fara með sér alla leið í Fjörðinn og sagði að ég hefði gaman af því. Það var laukrétt hjá honum. Við ókum um hverfi Hafnarfjarðar sem ég hafði aldrei séð fyrr. Dagurinn var unaðslegur og við ókum um götur með stæðilegum glæsihýsum á báðar hendur, léttklædd börn léku sér í vel hirtum görðum og konur röbbuðu saman yfir barnavögnum. Þetta var eins og að vera annars staðar. Þegar ég vakti máls á hrifningu minni og undrun við bílstjórann sagði hann mér á móti að við værum skyld - en að vísu ekki samkvæmt kirkjubókum. Afi hans og afi minn væru bræður, munurinn bara sá að afi minn hafði eignast föður minn í löggiltu hjónabandi en afi hans hafði aldrei viðurkennt faðernið á föður hans. Sem allir vissu þó að var tilfellið. Altént mæltumst við til skyldleika, bílstjórinn og ég, og fór hið besta á með okkur - enda afar okkar báðir löngu horfnir yfir móðuna miklu. Segið þið svo að það sé ekki gaman að ferðast í strætó. Ljóðrœn viðbrögð Ljóð Hannesar Péturssonar í síðasta hefti TMM kallaði fram ljóðrænt svar frá Árna Björnssyni lækni. Hann skrifar: „Ég kalla þetta lokaflækju, ekki vegna þess að ég ætli að hætta að flækja orðum, heldur af tilefninu sem kvæði Hannesar gefur: Hvað gagnar oss sem erum að kveðja viskan sem við sugum úr sjóði andans eða verðmætin sem við söfnuðum í sveita langra vinnudaga. Við hverfum og gleymumst og allt safnið hverfur og gleymist í tímans endalausu rás. Sálir okkar og líkamir blandast í moldinni sem er lokaathvarfið. TMM 2004 • 3 99
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.