Tímarit Máls og menningar - 01.09.2004, Blaðsíða 46
Eiríkur Örn Norðdahl
Ég var alltafhœst í bekknum.'
Það var auðveldara en að byrja að reykja.2
„Gott og vel. Þú varst hæst í bekknum. Hvað gæti verið meira viðeig-
andi? Ekki geta skáldin farið að falla? Var ekki sömu sögu að segja um
Rimbaud? Alltaf hæstur í bekknum! Reyndar held ég hann hafi lært að
reykja og ríma um svipað leyti. Orti jafnvel í reykbólstrum. Á fullum báti
(í franskri rauðvínsmerkingu, frekar en drekkhlaðinni íslenskri merk-
ingu). En hvers vegna er íslensk ljóðlist svona léleg?“
Leiðandi viðhorf eins og koma fram í spurningum þínum gagnast
engum, sérstaklega ekki þér ef þú vilt í raun og veru fá álit þeirra sem þú
spyrð. Þú býður mér ekki að segja álit mitt á Ijóðinu, heldur aðeins að verja
hvers vegna það er svona lélegt,3
Ég áttaði mig skyndilega á að ég þurfti að breyta um taktík. Gerast
aðgangsharður, vera Morley Safer frekar en Barbara Walters. Egill Helga-
son frekar en Gísli Marteinn.
„Nei heyrðu mig nú, þú getur tekið afstöðu til spurningarinnar, eða
formerkjanna, eftir því sem þér sýnist, en ekki víkja þér undan. Ekki
dæma sjálfa(n) þig úr leik með undanbrögðum. Myndi ég fara inn í
brennandi hús með þér? Inn í krakkbæli með Ljóðskáld mér til varnar?
En svona í alvöru, okkar á milli, mano a poeta, off the record, í fyllstu
einlægni, on the q.t and very hush hush, afhverju er íslensk ljóðlist svona
léleg?“
Afþrúgandi hefð og hræðslu við dómafyrst ogfremst. Afhræðslu við að
sýna inn í sig, hreyfa sig öðruvísi og láta Ijós skína inn í sig oggegnum sig. Af
leti við að lesa erlend Ijóð ogsetja í skynvinnsluvélina. Afþreytu og leiða.4
„Hefur eitthvað gengið á, sem ég veitti ekki athygli? Hvers vegna er
ljóðið þreytt?“
Afþví að rembingsháttur og kaldhœðnisleg hótfyndni er það sem rœður
för. Þegar hjartað erfjarlægt og ekkert er að segja þá hefur Ijóðið lítinn til-
gang annan en að vera skrautmunur.7'
„Rembingsháttur og þrúgandi hefð? Hreyfir sig ekki öðruvísi, og
skreytir sig íjöðrum? Jahérna hér, og þetta úr innsta hring, frá Ljóðskáld-
inu sjálfu! Hér sit ég í makindum á gjörgæslunni, með dauðvona Ljóð í
1 Ónefnt ljóðskáld
2 Kristian Guttesen
3 Davíð A. Stefánsson
4 Þórunn Valdimarsdóttir
5 Þorleifur Örn Arnarson
44
TMM 2004 -3