Tímarit Máls og menningar - 01.09.2004, Blaðsíða 105
Menningarvettvangurinn
móðurkviði, jafnvel varla orðinn almennilegt fóstur, og sér foreldra sína gegnum
glugga á krá þar sem þau eru að ræða um hvort þetta fóstur eigi að lifa eða deyja.
Þegar Stephen ræðir þetta við móður sína seinna kemst hann að því að það sem
réði úrslitum þennan löngu liðna dag var að hún sá barnsandlit gegnum rúðuna
í kráarglugganum - barn í tíma. Sams konar upplifun lýsir Tómas Guðmunds-
son í upphafsljóði Fljótsins helga (1950) þar sem rithöfundurinn hittir sjálfan
sig sem barn á bökkum fljótsins - og man eftir því þegar hann sem ungur
drengur hitti svip þess manns sem hann átti eftir að verða löngu síðar. Skynjun
tveggja heima, kallar Tómas þetta fyrirbæri, en kannski er T.S. Eliot á bak við
bæði dæmin með upphafslínum sínum í Kvartettunum íjórum (frá 1944):
„Time present and time past / Are both perhaps present in time future, / And
time future contained in time past.“ Altént vitnar McEwan í skáldið, atburðum
sínum til skýringar.
Enn einn sumarsmellurinn var endurútgáfa Máls og menningar á Áformum
Frakkans Michels Houellebecq sem íslendingar kalla ástúðlega Mikkel Ulla-
bjakk. Þessi einkennilega saga sýnir eindregnar sadískar tilhneigingar eins og
áðurnefndar sögur en nær lesanda gersamlega á sitt vald, lætur hann engjast og
arga af bræði, fleygja bókinni frá sér með hótunum um að lesa ekki staf meir en
grípa hana svo umsvifalaust aftur og halda áfram. Hún sem sagt bítur bæði og
stingur, eins og Kafka sagði að bækur ættu að gera, og örin eftir hana eru djúp.
Það er afar erfitt að hætta að hugsa um hana að lestri loknum og jafnerfitt að tala
um hana við ólesna.
Kaffiborðsbók sumarsins var listaverkabókin YZT með málverkum Tolla og
texta Ara Trausta Guðmundssonar (MM). Erlendir sem innlendir gestir urðu
gersamlega hugfangnir af bókinni og friðlausir þangað til þeir höfðu eignast
hana - og helst málverk eftir Tolla líka!
Morgunblaðið breytti uppröðun efnis í aðalblaðinu í sumar og færði menn-
ingarumfjöllun aftur fyrir minningargreinar. Áður byrjaði maður fremst og
fletti fram að menningu og las hana, byrjaði svo aftast, las baksíðu, sjónvarps-
dagskrá, bíóauglýsingar og Fólk og var bara talsverða stund að þessu. Nú rennir
maður yfir forsíðuna, snýr svo blaðinu við og les baksíðuna og síðurnar fram að
minningargreinum og er snöggur að því, eins og maðurinn í 10-11 auglýsing-
unni.
Lesbókin breyttist líka og þær breytingar hafa verið erfiðari, maður les ansi
miklu meira í henni eftir að hún hækkaði í sentimetrum. Kannski hefur efnið
aukist sem því nemur - 18% meira eins og stendur á kaffi- og kornflexpökk-
unum sem eru hærri í loftinu en þeir venjulegu; líklegra er þó að það hafi batnað
frá mínum sjónarhóli, eitthvað hafi gerst í ritstjórn efnis sem gerir að það höfðar
meira til manneskju eins og mín. Vonandi á ég marga tvífara að þessu leyti svo
að Lesbókin haldi áfram að vera svona ansi skemmtileg.
Þegar þetta er skrifað er nýbúið að ráða Súsönnu Svavarsdóttur umsjónar-
mann menningarefnis á Fréttablaðinu. Verður spennandi að fylgjast með þróun
mála þar.
Þeir sem lesa þýsku hafa kannski gaman af að lesa íslandsgreinar Henryks M.
TMM 2004 • 3
103