Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2004, Blaðsíða 54

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2004, Blaðsíða 54
Guðmundur Andri Thorsson manna - sjálfi Halldórs Laxness - var kannski eftir á að hyggja fyrst og fremst andsvar við þverrandi krafti þess stjórnmálaafls sem Hannes þjónar vakinn og sofinn - tilraun til að auka endurnýjunarmátt þess, tjörbrot deyjandi valds ... Umhugsun um foreldra lá í loftinu. Sú skáldsaga sem bestar viðtökur fékk, Öxin ogjörðin eftir Ólaf Gunnarsson, fjallar um einn afdrifaríkasta og frægasta föðurmissi íslandssögunnar, aftöku Jóns Arasonar og brott- hvarf mestu valdastofnunar allra tíma frá landinu, katólsku kirkjunnar; Hallgrímur Helgason fór einni tröppu hærra í Herra Alheimi og skrifaði um sjálfan Guð almáttugan, sem er hið endanlega og ítrasta Yfírvald - nema hvað hjá Hallgrími er honum tekið að förlast; Skugga-Baldur Sjóns fjallar um mann sem tekur að sér að vernda vangefna stúlku fyrir vonsku heimsins, minnir á ábyrgð okkar gagnvart þeim veikustu ... Og þrír ólíkir karlmenn skrifuðu minningabækur þar sem þeir rekja - misjafnlega mikið þó - bernsku sína sem einkenndist af algerum eða tímabundnum fjarvistum annars eða beggja foreldra; í öllum þessum bókum eru litlir drengir sem geta ekki reitt sig á báða foreldra sína. Þetta eru bækurnar Snarkið í stjörnunum eftir Jón Kalman Stefánsson (Bjartur), Andlit eftir Bjarna Bjarnason (Vaka-Helgafell) og Einhvers konar égeftir Þráin Bertelsson (JPV-útgáfa). 2 „Enginn maður skapar sig sjálfur,“ sagði Grettir og átti við örlögin, sköpin sem enginn má renna. Samt virðast íslendingar alltaf vera einmitt að reyna það, í öllum skilningi, taka örlögin í sínar hendur, skrá þau og skapa um leið. Sjálfsævisögur er ein tegund þessarar sjálfssköpunar og eiga sér mikla og merka sögu hér á landi; sjálfsævisagan er kannski sú bókmenntagrein sem staðið hefur í einna mestum blóma hér ffá því að bókmenntavett- vangur tók að þroskast á fyrri hluta 20. aldarinnar. Guðbergur Bergsson tók reyndar upp á því að kalla bernskuminningar sínar „skáldævisögur“, sem er haglega smíðað orð og virðist ætla að verða viðtekið um sjálfsævisögur skálda, enda orðaleikur: skáld(ævi)saga/ævisaga skálds/saga skáldævil saga æviskálds - en satt að segja verð ég að viðurkenna að ég kem eldci auga á annan grundvallarmun á minningum Guðbergs og til dæmis Tryggva Emilssonar eða Guðrúnar Borgfjörð en þann að Guðbergur er Guðbergur og hefur sinn auðþekkta tón en þau hin skrifa út frá sinni ævi og persónu. Ef við föllumst samt á að þessi munur skipti máli og skiptum sjálfs- ævisagnahöfundum í atvinnuhöfunda og áhugahöfunda okkur til hægri verka þá er atvinnuhöfundurinn yfirleitt meira ólíkindatól - þ.e.a.s. lík- 52 TMM 2004 ■ 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.