Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2004, Blaðsíða 89

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2004, Blaðsíða 89
Trúin á Rússland hversstaðar sé nýr heimur að verða til með nýjum manneskjum og nýrri menningu. Ellegar þá að slíkt „Rússland“ er tekið sem víti til varnaðar um það hvernig fara kunni ef menn halda að þeir hafi fundið hin einu réttu svör við því hvernig mannlegt félag skuli vera. Af þessu er til gömul saga og ný. Norður-Ameríka var lengi Útópía einstaklingshyggjunnar, draumalandið þar sem hugvit og dugur skapa sigursæl mikilmenni. Kína var líka mikið notað sem Staðleysa. Voltaire, sem fyrr var nefndur, lét sig dreyma um þjóð sem treysti á skynsemi og þekkingu en ekki trú og fann hana í Kína og lét ekki á sér standa að draga upp afar ljúfa mynd af því ríki þar sem menn búa við frið og farsæld, ekki síst vegna þess að stjórnsýsla er þar ávallt falin hinum lærðustu og dyggð- ugustu mönnum. Annar franskur gáfumaður, Montesquieu, dró hins- vegar upp afar dökka mynd af Kína alráðra keisara og kúgaðs og réttlauss almúga vegna þess að hann þurfti á fjarlægu ríki að halda sem dæmi til útlistunar á eigin kenningum um harðstjórn. Landi þessara ágætu höf- unda, Huc ábóti, sjálfur trúboði í Kína, segir um þá og fleiri Evrópu- menn, sem um landið skrifa: „Það er auðvelt að fmna í einni þjóð hvað sem menn vilja sjá, nóg er að mæta til leiks með fyrirfram mótaða skoðun og vera ákveðinn í að láta ekkert hagga henni.“23 Við upphaf 21. aldar má svo spyrja: Er upplýsingaþjóðfélagið marg- rædda orðið svo öflugt nú, að menn fái ekki lengur næði til að koma neinsstaðar fyrir sínum útópísku draumum? Er það ekki svo, að hvenær sem slík freisting kynni að rísa, fá menn yfir sig þvílík kynstur af mynd- efni að engin fegrun veruleikans nær að skjóta rótum? Það má vel vera. Hitt vitum við, að það er eitthvað í mennskri viðleitni sem gerir að verkum að Staðleysan, trú á hana, ótti við hana, er mjög lífseig. Oscar Wilde komst svo að orði að það heimskort væri gallað sem sleppti Útóp- íunni. Og þó Staðleysan komist varla fyrir á samtímakorti fyrir sjón- varpsvélum og áleitnum spyrlum þá á hún sér alltaf vettvang þar sem slík ráð duga ekki gegn henni: en það er framtíðin. Og hún er stór - eins og Allah. Tilvísanir 1 Höfundur íslands, Reykjavík 2001, bls. 349. 2 Torfið 2.2001. 3 Sjá Robert K. Massie: Peter the Great. His life and world. London 1993, bls. 519. Reyndar bar fundum þeirra Péturs eitt sinn saman og heimspekingurinn mun hafa lagt fram drög að stofnun Vísindaakademíu í Rússlandi. 1 Isabel de Madariaga. Catherine the Great. Yale University Press, 1990, bls. 154. TMM 2004 • 3 87
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.