Tímarit Máls og menningar - 01.09.2004, Qupperneq 89
Trúin á Rússland
hversstaðar sé nýr heimur að verða til með nýjum manneskjum og nýrri
menningu. Ellegar þá að slíkt „Rússland“ er tekið sem víti til varnaðar
um það hvernig fara kunni ef menn halda að þeir hafi fundið hin einu
réttu svör við því hvernig mannlegt félag skuli vera.
Af þessu er til gömul saga og ný. Norður-Ameríka var lengi Útópía
einstaklingshyggjunnar, draumalandið þar sem hugvit og dugur skapa
sigursæl mikilmenni. Kína var líka mikið notað sem Staðleysa. Voltaire,
sem fyrr var nefndur, lét sig dreyma um þjóð sem treysti á skynsemi og
þekkingu en ekki trú og fann hana í Kína og lét ekki á sér standa að draga
upp afar ljúfa mynd af því ríki þar sem menn búa við frið og farsæld, ekki
síst vegna þess að stjórnsýsla er þar ávallt falin hinum lærðustu og dyggð-
ugustu mönnum. Annar franskur gáfumaður, Montesquieu, dró hins-
vegar upp afar dökka mynd af Kína alráðra keisara og kúgaðs og réttlauss
almúga vegna þess að hann þurfti á fjarlægu ríki að halda sem dæmi til
útlistunar á eigin kenningum um harðstjórn. Landi þessara ágætu höf-
unda, Huc ábóti, sjálfur trúboði í Kína, segir um þá og fleiri Evrópu-
menn, sem um landið skrifa: „Það er auðvelt að fmna í einni þjóð hvað
sem menn vilja sjá, nóg er að mæta til leiks með fyrirfram mótaða
skoðun og vera ákveðinn í að láta ekkert hagga henni.“23
Við upphaf 21. aldar má svo spyrja: Er upplýsingaþjóðfélagið marg-
rædda orðið svo öflugt nú, að menn fái ekki lengur næði til að koma
neinsstaðar fyrir sínum útópísku draumum? Er það ekki svo, að hvenær
sem slík freisting kynni að rísa, fá menn yfir sig þvílík kynstur af mynd-
efni að engin fegrun veruleikans nær að skjóta rótum? Það má vel vera.
Hitt vitum við, að það er eitthvað í mennskri viðleitni sem gerir að
verkum að Staðleysan, trú á hana, ótti við hana, er mjög lífseig. Oscar
Wilde komst svo að orði að það heimskort væri gallað sem sleppti Útóp-
íunni. Og þó Staðleysan komist varla fyrir á samtímakorti fyrir sjón-
varpsvélum og áleitnum spyrlum þá á hún sér alltaf vettvang þar sem slík
ráð duga ekki gegn henni: en það er framtíðin. Og hún er stór - eins og
Allah.
Tilvísanir
1 Höfundur íslands, Reykjavík 2001, bls. 349.
2 Torfið 2.2001.
3 Sjá Robert K. Massie: Peter the Great. His life and world. London 1993, bls. 519.
Reyndar bar fundum þeirra Péturs eitt sinn saman og heimspekingurinn mun
hafa lagt fram drög að stofnun Vísindaakademíu í Rússlandi.
1 Isabel de Madariaga. Catherine the Great. Yale University Press, 1990, bls. 154.
TMM 2004 • 3
87