Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2004, Blaðsíða 120

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2004, Blaðsíða 120
Bókmenntir segir (og er þá einnig með Martíus í huga) að órofa tengsl séu milli goðafræði (mýtólógíu) og hugmyndafræði (ídeólógíu). „Með skírskotun til hins fyrrnefnda leitast snillingar við að ryðja veg frá andlegri og tímanlegri nauðung áleiðis til hugsjónaheimsins sem Stephan G. lýsir í kvæði sínu Martíusa (Haraldur Bessa- son 1998:37). í leiðinni mætti kannski minna á grein Haralds frá árinu 2002 um Sigurð Trölla þar sem hann sýnir fram á að átök þess norðlenska afdalabónda við klerkinn Hannes minni á andóf Stephans og menningarfélagsmannanna í Dakóta gegn klerkaveldinu og kreddukenningunum sem ekki leiddu alltaf blessun yfir íslendingabyggðirnar vestra. Stundum er Viðar stuttorður um einstök kvæði sem eðlilegt er. Hann segir um fyrrnefndar Vögguvísur að þær séu „óður til þeirrar ástar á skáldskap sem blómstraði víða til sveita“ (11:233). Það er eflaust rétt en jafnframt og kannski fremur mætti tala um ramma ádeilu í anda kvæðisins um Jón hrak (sem ort var ári fyrr) enda kemur það óbeint fram í athugasemd Stephans við kvæðið sem prentaðar eru í útgáfu Þorkels Jóhannessonar á Andvökum (IV:425). Óminn frá Jóni hrak má heyra í orðunum krakki og kúrði í Vögguvísum. („Snemma var hann kenjakrakki,/kúrði er aðrir voru á flakki“ [Jón hrak]; „Það var fæddur krakki í koti - /kúrði sig í vögguskoti“ [ Vögguvísur]. Bragarhátturinn er að hluta sá sami - og „fóstran“ svæfir skáldgáfuna: Fleiri gáfur svæfði ég svona. Sofðu! Korríró! Margir andans menn hafa sýnt Stephani G. sóma og nægir þar að minna á Finn- boga Guðmundsson, Hannes Pétursson og Harald Bessason auk Sigurðar Nor- dals. Nú hefur Viðar Hreinsson heldur betur bæst í þennan hóp; óvissuferðin endaði farsællega (nú þarf bara að þýða á ensku!). Við þurftum á þessu verki að halda til að heiðra minningu skáldsins og hugsuðarins og stækka þann hóp sem sækir heilsubót og hvatningu til hans. Heimildir: Atli Harðarson. 2004. „Stephan G.“ Lesbók Morgunblaðsins 24. apríl. Haraldur Bessason. 1998. „Frumkraftur náttúrunnar og Skagafjörður Stephans G.“ Greinar af sama meiði helgaðar Indriða Gíslasyni sjötugum. Rannsóknarstofnun Kennaraháskóla Islands. Haraldur Bessason. 2002. „Himnastiginn og Stephan G.“ Úr manna minnum. Greinar um íslenskar þjóðsögur. Heimskringla. Háskólaforlag Máls og menningar. Reykjavík. Óskar Ó. Halldórsson. 1961. „Á ferð og flugi eftir Stephan G. Stephansson.“ Studia Islandica 19:7-94. Viðar Hreinsson. 2004. „Ekkert er algjörlega dautt.“ Lesbók Morgunblaðsins 17. apríl. 118 TMM 2004 • 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.