Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2004, Blaðsíða 10

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2004, Blaðsíða 10
Þórbergur Þórðarson uðust, þeirra Unuhús í stórborginni, það er þetta sem sker úr um fram- gang þeirra sem annarra eftir dauðann, en ekki hitt, hverju menn trúa eða trúa ekki. Þess vegna ræð ég þér til að reyna að vinna bug á þeirri áráttu að spyrja fólk sem þú átt tal við í Morgunblaðinu: Trúirðu á Guð? Slíkt er pupu. Þess í stað áttu að spyrja: Heldurðu Unuhús? Það er allt og sumt. Þetta ætti ég, ambassador Sumarlandsins að vita, þó að forstöðu- maður áfengisverslunarinnar á íslandi hafi, sakir fávísi sinnar, ekki viljað selja mér áfengi með ambassadoraverði, af því að mig vanti pappíra upp á embætti mitt. Hvenær í mannkynssögunni hafa embættismenn guð- dómsins haff pappíra? Pappírarnir eru komnir neðan að, þar sem hver situr um annan sem svikara. Steinunn hafði útvegað okkur herbergi í námunda við sig áður en hún fór á spítalann. Hún hlakkaði alltaf til komu okkar og hafði skemmtun af að ég spreytti mig á að sannfæra hana um líf eftir dauðann. En hún var ein af þeim sem hrökk alltaf til baka frá því litla sem ávannst. Herbergið reyndist að vera hjá einni ekkjufrú, greindri vel og ekki lausri við lífs- skilning, því að hún hafði lært nokkuð í Esperanto. Þarna höfðum við þak yfir höfði þessa þrjá daga sem við stönsuðum í Kaupmannahöfn. Þá daga var ég kreistur og kraminn af þungum og óyfirsjáanlegum áhyggjum. Nú stóð fyrir dyrum langt og mæðusamt ferðalag suður í heitu löndin, þar sem allar æðar standa á blístri af upphitun lofts og sólar, í járnbrautarlest sem skekur upp alla vessa líkamans. Það er sitthvað sem hent getur aldrað fólk í slíkum aðstæðum. Enginn skyldi lítilsvirða blóð- tappann, ekki heldur heilablóðfallið og því um síður hjartaslagið. Ég var að taka á öllum mínum kröftum til þess að hlífa aumingja Margréti við að spyrja hana: Hvað ætlar þú að gera ef yfir mig skyldi þyrma blóðtappa, heilablóðfalli eða hjartaslagi? Láta hola skrokknum niður úti í löndum, ef áfallið skyldi slá mig dauða? Leggja hann inn á spítala, máski til langrar legu, ef ekki yrði bráður dauði? Þú að fara heim? Eða að verða eftir hjá mér? Ekki yrði neitt af þessu okkur að kostnaðarlausu. Það er mikil lotn- ing borin fyrir peningum í útlöndum, enda peningar þar nokkurs virði. Ég var búinn að hugsa mér hvað ég ætlaði að gera ef Margrét yrði fyrir kallinu. En ég vildi ekki varpa skugga á skemmtun Margrétar af ferðalag- inu og rembdist við að þegja. Hún sýndist vera örugg. Út í þennan næstum fyrirsjáanlega dauða runnum við af stað úr Höfuðbanagarðinum kl. 4.17 síðdegis. Við fengum svefnvagn, því að Ferðaskrifstofa ríkisins hafði skipulagt ferð okkar þegar í vetur. En emb- ættismenn Adda gamla gleymdu ekki að rífa okkur tíðlega upp á rass- inum, og svo fórum við að hanga í sætum okkar, hristast, skakast, skæl- ast, vindast til og frá og rykfalla um endalausa flatneskju þar sem enginn 8 TMM 2004 • 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.