Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2004, Side 53

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2004, Side 53
Guðmundur Andri Thorsson „Tilgangur. Komdu. Himinn.“ - Hugleiðingar kringum þrjár sjálfsœvisögur 2003 1 Jólabókaflóðin geyma ekki síður lærdóma um hræringar í þjóðarsálinni en Gallup-kannanir þar sem líðan og lífsskoðun vilja verða spurningar um einskært neyslustig. Bækurnar sem höfða til fólks fyrir jólin segja sína sögu - og bækurnar sem höfða ekki til fólks - og umfjöllunarefnin, hvað það er sem sækir á höfundana. Eftir á að hyggja held ég að eitt einkenni jólabókaflóðsins 2003 hafi verið öryggisleysi, grunur um stór- felldar breytingar í aðsigi og í kjölfarið mikil umhugsun um yfírvöld, forsjá, umönnun, atlætið sem okkur er búið, ábyrgð þeirra sem trúað er fyrir farsæld annarra; við sáum uppgjör við foreldra og foreldraleysi, úttekt á átorítetum - og átök um þau. Þetta var kosningaár. Þetta var ár hins mikla foreldrauppgjörs - árið þegar kosið var um Föðurinn eða Móðurina. Hvoru þeirra fylgirðu? var spurt og úrslitin urðu þau sömu og venjulega: Framsókn vann. Við vorum með öðrum orðum send í fóstur upp í sveit. En það var eitthvað í loftinu sem virtist kalla á uppgjör við átortítet, sum þeirra riðuðu, önnur risu; umskipti virtust í aðsigi - „fjörbrot deyj- andi valds“, kallaði Hallgrímur Helgason það í blaðagrein. Þegar Hannes Hólmsteinn Gissurarson tók sér fyrir hendur að rita ævisögu Halldórs Laxness, sem hefur einmitt haft stöðu föðurins í íslensku samfélagi, kom hann um skeið mjög fram í sjónvarpi til að skemmta með eftirhermum sínum af talsmáta og tilsvörum Halldórs eins og til að gera skáldið sér nákomið og sjálfan sig að nokkurs konar miðli milli skáldsins og fólks- ins. Þegar kom að skriftum gekk hann svo skrefmu lengra og tók sér af fáheyrðri bíræfni bólfestu inni í sjálfum texta Halldórs, gerði dáðasta texta 20. aldarinnar að sínum texta, hann fór í vissum skilningi inn í sjálf Halldórs og leitaðist við að hertaka það eins og geimverur gera í bíó- myndum. Þessi djarfa tilraun til að taka sér stöðu í miðju íslenskrar menningar með fjandsamlegri yfirtöku á helstu orkuuppsprettu vinstri TMM 2004 • 3 51
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.