Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2005, Síða 22

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2005, Síða 22
Katrín Jakobsdóttir I Heitum snjó þróar Viktor borgarmyndina og velur persónum „senni- lega“ staði í borginni. Eiturlyíjaneytendur halda til í húsi við Lindargötu og er „greinilega langt síðan því hafði eitthvað verið haldið við. Máln- ingin var víða flögnuð af og bárujárnið á þakinu var bókstaflega ryðgað sundur á einum stað.“(114) Krakkarnir sem lenda í dópinu eru öll úr Breiðholtinu sem lengi hefur haft stimpil á sér sem vandræðahverfi, t.d. vegna fjölda félagslegra leiguíbúða í Fellahverfinu. Þó er ítrekað að þau búi við ólíkar aðstæður, og það sem sameinar þau er ekki aðeins að búa í Breiðholtinu: Þessi hópur átti það einnig sameiginlegt að stunda miðbæinn um helgar, eins og hundruð annarra ungmenna víðsvegar að úr borginni, sem ekki höfðu aðra möguleika á að svala skemmtanaþörf sinni.(19) Mýtan sem Viktor skapar er af stórborginni Reykjavík þar sem glæpir og ofbeldi eru daglegt brauð. Hann nýtir til þess þekkt mál úr umræðunni á sínum tíma, s.s. stjórnlausar samkundur eftirlitslausra unglinga á Hall- ærisplaninu (sem nú heitir Ingólfstorg). En mýtan er ekki fullmótuð eins og sést á texta á bókarkápu: Saga Viktors Arnars Ingólfssonar gerist í Reykjavík nútímans. Fjallar um ósköp venjuleg ungmenni - frá venjulegum heimilum og aðstæður þeirra eru síst verri en gengur og gerist. Hún íjallar líka um mennina bak við tjöldin. Mennina sem telja að tilgangurinn helgi meðalið þegar þeir afla sér auðs og hika ekki við að stíga yfir þá sem illa standa að vígi til þess að ná markmiði sínu. Þetta er saga sem grípur lesandann föstum tökum og þeir munu fylgjast með átökum söguhetjanna bæði við sjálfa sig og aðra og sagan kallar fram magnþrungna spurningu hvort slíkt og þvílíkt gerist í Reykjavík eða geti gerst. Svarið við þeirri spurningu er í rauninni til. Það þarf ekki annað en að fylgjast með blaðafréttum til þess að vita að allt sem hér er sagt gæti verið sannleikur. Mýtan er enn fölsk og því þarf að útskýra hana. Það þarf að vísa til „sannra“ fregna dagblaðanna til að búa til grunn undir mýtuna. Sú orð- ræða sem maðurinn notar til að framleiða eða búa til mynd - ekki aðeins til að viðhalda mynd sem þegar er orðin óhjákvæmileg eða „raunveruleg“ - hún gerir mýtuna ósanna; hún verður ofskýrð og alls ekki óhjákvæmi- leg.26 Þannig er mýtan um glæpaborgina Reykjavík á áttunda og níunda áratugnum; hún er ekki sönn heldur gagnsæ orðræða. En það átti eftir að breytast. 20 TMM 2005 • 1
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.