Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2005, Side 26

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2005, Side 26
Katrín Jakobsdóttir hennar; hamrað er á haustvindi, regni og myrkri.35 í Grafarþögn þurfa persónur einnig að fara um alla Reykjavík en breyting verður á þessu í Röddinni (2002) þar sem atburðarásin gerist öll á einum stað, hóteli í borginni. í mörgum sögum Arnaldar er atburðarásin sett niður í ólík hverfi á markvissan hátt til að byggja upp auðuga borgarmynd sem lesendur, hvort sem þeir eru Reykvíkingar eður ei, kannast við. Hann dreifir glæpum og glæpamönnum kerfisbundið um borgina og byggir upp ákveðna mynd þar sem dópgreni með lægra settum dópistum eru í miðbænum en fínu dópsalarnir búa í villum í úthverfunum með hinu fína fólkinu. Dæmi um þetta er hliðarsaga af brúðarhvarfi í Mýrinni. Þar hverfur brúður úr eigin brúðkaupi og kalla foreldrar hennar Erlend til. Þetta er moldríkt fólk í Garðabænum og Eva Lind, dóttir Erlendar, kallar það „snobbdrasl“ (18). Stássstofan er víðáttumikil; „eins og heil hæð í blokk- inni hans [Erlendar].“(39) Einbýlishús hjónanna er umkringt stórum garði með háum trjám sem skýla því frá götunni, þau eiga tvo nýja bíla og tvöfaldan bílskúr og eru sögð nýrík. Erlendur er gerólíkur þeim eins og sést þegar hann skoðar brúðargjafirnar: „Hann hafði aldrei séð svona margar gjafir á ævinni.“(33) Leyndarmál þessarar fjölskyldu reynist vera sifjaspell; faðirinn hafði misnotað dóttur sína, brúðina. Mamman hafði aldrei gert neitt þó að hún hafi líklega vitað af öllu saman og Eva Lind er snögg að finna ástæð- una: „Of fínt hús. Of margir bílar.“(164) Fínu húsin eru ekki öruggt skjól - innan veggja þeirra fer fram ýmislegt miður fallegt þótt þau séu í fal- legum hverfum, umkringd fallegum trjám. Ofbeldi þrífst innan veggja heimilisins, hversu fínt eða ríkmannlegt sem það er. Hvergi getur fólk verið óhult, ekki einu sinni - og kannski sérstaklega ekki - á heimili sínu. Það er lykilatriði í sögum Arnaldar. Andstæða borgar og landsbyggðar er undirstrikuð með því að aðalper- sónan Erlendur er frá Eskifirði. í Grafarþögn er lögð áhersla á að honum hafi „aldrei liðið vel í þessari borg. Liðið eins og útlendingi.“36 Þessi mynd af Erlendi kemur ekki kunnugum lesanda á óvart þar sem margoft hefur verið nefnt að Erlendur sé utan af landi og það jafnvel tengt því að hann sé á margan hátt heldur gamaldags í hugsun. Það styður hugmyndir sem Raymond Williams hefur sett fram um að mynd okkar af borginni sé framtíðarmynd sem dragi okkur í átt að framförum, nútímavæðingu og þróun. Mynd okkar af sveitinni sé hins vegar fortíðarmynd sem dragi okkur í átt að því gamla, mannlega og náttúrulega. í nútíðinni togist framtíð og fortíð á og skapi þannig spennu. Til að skilja hana búi mað- urinn sér til andstæður sveitar og borgar.37 24 TMM 2005 ■ 1
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.