Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2005, Blaðsíða 27

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2005, Blaðsíða 27
SÖGULJÓÐ BORGARINNAR Einnig verður að líta á íslenskar aðstæður þar sem hér urðu svo hraðar samfélagsbreytingar að fólki var nánast hrint úr einum heimi í annan. Tæknivætt borgarsamfélag kom í stað sveitasamfélagsins á undraverðum hraða í kringum seinni heimsstyrjöldina og á árunum effir hana. Ekki er ólíklegt að margir hafi átt erfitt með að aðlagast þessum hröðu samfé- lagsbreytingum og fóta sig í „nýjum“ eða nútímalegum heimi. Uppruni Erlendar er tengdur við gamaldags hugsunarhátt hans; hann á gamlan bíl, borðar í Skúlakaffi (veitingastað sem býður upp á gamal- dags heimilismat, ekki ósvipaður Múlakaffi), gengur með gamlan hatt og í íbúðinni hans eru gamlar myndir af ættingjum á Austfjörðum, gamall sjónvarpsræfill og enn ræfilslegri stóll.38 Erlendur hefur líka skoðanir sem ýmsum þykja gamaldags, t.d. á tungumálinu, hann leiðréttir fólk ef það segir „mér langar“.39 Sama má segja um tækni en greint er frá því að Erlendur kunni lítið sem ekkert á tölvur þar sem nútímamaðurinn Sig- urður Óli sé á heimavelli.40 Valgerður, meinatæknir sem Erlendur kynnist í Röddinni og býður út, hittir naglann á höfuðið þegar hún spyr hvað Erlendur geri þegar hann sé ekki að vinna. Erlendur segist lesa um mannskaða, hrakninga, sagn- fræði og annála: - Allt sem er gamalt og liðið, sagði hún. Hann kinkaði kolli. - Fortíðin er eitthvað sem maður hefur í hendi, sagði hann. Þótt hún geti líka verið lygin. (80) Fortíðin virðist örugg og óbreytanleg en þó getur maður ekki verið viss um allan sannleika þess sem hefur gerst. Það þekkir Erlendur best á eigin skinni en í fortíð hans liggur harmleikur lífs hans; bróðir hans varð úti þegar þeir voru litlir og tveir saman úti á heiði. Erlendur hélt í bróður sinn en í frostinu dofnuðu hendurnar og hann fann hönd bróður síns aldrei smjúga úr sinni þótt hann ímyndi sér það eftir á. Þannig getur for- tíðin verið lygin en Erlendur heldur henni enn í hendi sér - sömu hendi og hélt í hönd bróður hans. Raymond Williams segir að sveitin sé nátengd bernskunni; ekki aðeins bernskuminningum heldur þeirri tilfinningu að vera barn; ánægjulega upptekið af eigin heimi sem það fjarlægist svo og skilst við þegar það full- orðnast. Efeimurinn verður þá ekki lengur hluti af manni heldur utanað- komandi fyrirbæri sem hægt er að fylgjast með.41 Hjá Erlendi eru bernskan og sveitin nátengd og hann er orðinn fjarlægur sveitinni og sjálfum sér. TMM 2005 • 1 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.