Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2005, Side 91

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2005, Side 91
Menningarvettvangurinn eru birtir á íslensku og í enskri þýðingu Bernards Scudder. Forlag þeirra hjóna, Dimma, gaf diskinn út. Allt orkar tvímœlis þá gert er Talsvert hefur verið hringt og skrifað til ritstjóra út af umsögn Edmunds Guss- mann í síðasta heíti um Dictionary of Literary Biography, 293. bindi, sem fjallar um íslenska rithöfunda. Menn eru einkum hissa á vali höfunda í bókina og þá fyrst og fremst hverja vantar til að myndin af íslenskum bókmenntum á 20. öld geti talist nokkuð eðlileg. Engin ástæða er til að afsaka þetta en þess má geta til skýringar að ekki skil- uðu allir greinarhöfundar efni sínu eins og til stóð. Allir sem staðið hafa í rit- stjórn yfirlitsrita og safnrita (og tímarita!) vita hve ótrúlega erfitt er að fá fólk til að skila á réttum tíma, og einhvern tíma verður bara að klippa á þráðinn og láta duga það sem komið er. í þessu sambandi má líka geta þess að þegar sýnisbók íslenskra bókmennta á frönsku, Islande de glace et defeu. Les nouveaux courants de la littérature island- aise, var kynnt á íslensku menningarkynningunni í París síðastliðið haust þá tók Thor Vilhjálmsson til máls og mótmælti vali höfunda sem fjallað er um í grein Friðriks Rafnssonar um helstu prósaverk undanfarinn áratug. Meðal þeirra sem ekki eru nefndir í greininni eru Thor Vilhjálmsson sjálfur sem fékk íslensku bókmenntaverðlaunin fýrir árið 1998 fyrir bókina Morgunþula í stráum, Einar Már Guðmundsson, Einar Kárason og Vigdís Grímsdóttir. Öll hafa verið þýdd á frönsku. Aðdáendur Þórbergs Þórðarsonar, nýir og gamlir, nutu þess í botn að fá að lesa bréfið sem hann skrifaði Matthíasi Johannessen fyrir röskum fjörutíu árum í 3. og 4. hefti Tímaritsins 2004. Eitt af því sem skemmti lesendum var nýstárleg merking sagnarinnar „að brosa“ í texta Þórbergs, en smám saman kemur í ljós í bréfinu að í munni Þórbergs þýðir hún „að sofa hjá“. Vilborg Dagbjartsdóttir hefur eftir Þórbergi sjálfum að hann hafi lært þessa aukamerkingu sagnarinnar af Stefáni frá Hvítadal sem noti brosið sem skrauthvörf fyrir innileg ástaratlot í sínu frægasta ljóði, „Hún kyssti mig“: Ó, þú brostir svo blítt, og ég brosti með þér. Eitthvað himneskt og hlýtt kom við hjartað í mér. Vilborg hafði líka ákaflega gaman af ljóði Eiríks Arnar Norðdahl í 4. hefti, „Hatur og ananas“, sem annars fékk misjafna krítík hjá Ijóðelskum lesendum. Hún benti á skemmtilegan skyldleika þess og ýmissa æskukvæða Halldórs Lax- ness í Kvæðakveri, til dæmis má minna á „Nótt á tjarnarbrúnni“, „Úr týndum kvæðum" og hið dýrlega „Vorkvæði“: TMM 2005 • 1 89
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.