Tímarit Máls og menningar - 01.02.2005, Qupperneq 103
Bókmenntir
Aðgát skal höfð ...
Jóhann Sigurjónsson var gerður að goðsögn í lifanda lífi og margir urðu til að
leggja sitt lóð á þá vogarskál. í bók sinni reynir Jón Viðar Jónsson að svara
spurningunni: hvernig var Jóhann Sigurjónsson í raun og veru? Þessari spurn-
ingu fylgir hann effir af mikilli einbeitni og hikar ekki við að nefna kynhneigð,
drykkju- og spilasýki, fjármálaóreiðu, svik, afbrýðisemi og annað slíkt. Höf-
undur segist nota sálgreiningu við lestur sinn á verkum Jóhanns en allt er það
með nokkuð óljósum hætti. Jón segir:
Af þessu leiðir að sú aðferð, sem er að mínum dómi vænlegust til skilnings á skáldskap
Jóhanns, hlýtur að taka mið af aðferðum og kenningum nútíma sálvísinda.... sjálfsagt
gæti sálfræðingur eða geðlæknir gert sér mat úr því að skilgreina þessi umbrot sálar-
innar læknisfræðilega, m.a. með tilliti til fjölskyldusögunnar; það sem ég hef um málið
að segja getur ekki byggst á öðru en leikmannsþekkingu minni. En ég sé enga ástæðu
til þess að biðjast afsökunar á henni, fyrirfram a.m.k., enda er ekkert nýtt að fræði-
menn í listum og bókmenntum grípi til sálgreiningar í bland við aðrar aðferðir. (10)
Þetta er býsna mótsagnakenndur texti. Það er eins og verið sé að svara væntan-
legum árásum. Hvaða árásum? Það er hárrétt að bókmenntafræðingar hafa
notað sáigreiningu í rannsóknum sínum í ótal formum í næstum hundrað ár. Á
því þarf enginn að biðjast afsökunar. En fyrirvararnir eru fleiri:
Til að átta sig á þessum djúpmynstrum í skáldskap Jóhanns er óhjákvæmilegt að styðj-
ast við hugmyndir upphafsmanna nútíma sálvísinda, manna eins og Sigmunds Freud
og Carls Gustavs Jung. Ég ítreka það, sem ég sagði í formálanum, að ég hef enga sér-
þekkingu á fræðum þeirra, en helstu hugtök þeirra eru löngu orðin sjálfsagður þáttur
í hugarheimi venjulegs nútímamanns. (44-45)
Það er frekar óþægilegt þegar höfundar gera svo lítið úr þekkingu sinni og hlýtur
að hafa neikvæð áhrif á lesanda, og í þessu tilfelli eru ailir þessir fýrirvarar alveg
óþarfir. Jón Viðar vitnar tvisvar sinnum í rit Jungs en aldrei til neinna verka
Freuds svo að seint yrði hann ásakaður um að fara þar rangt með tilvitnanir eða
túlkanir. Það er talað almennt um að túlkun hefði orðið á ákveðinn veg „Ef
Freud hefði komist í verkið ...“ (113) og það er talað um að „Ef við grípum enn
upp gleraugu Freuds ...“ (198) Höfundur hefði ekki þurft að benda á að þetta
er alþýðleg nálgun og fræðilegt gildi þessarar bókar liggur fyrst og fremst í leik-
bókmenntasögulegu framlagi hennar sem er ærið.
Eins og áður segir spyr Kaktusblómið og nóttin um málefni sem sumar ævi-
sögur þegja yfir. Til dæmis:
Hvaðan kom Jóhanni næmleiki hans á kvenlegt eðli? Bjó hann yfir því beina sambandi
við kvenlega þætti sjálfsins sem sumir telja að einkenni marga mikla listamenn? Var
hann jafnvel að einhverju leyti „bisexual“, eins og Gunnar Gunnarsson, vinur hans,
gefur fínlega í skyn í Fjallkirkjunni? Tilfinningar hans gagnvart bestu vinum sínum
gátu auðsæilega orðið svo heitar að það minnti a. m. k. suma á sjálfa ástina. (46)
TMM 2005 • 1
101