Tímarit Máls og menningar - 01.02.2005, Blaðsíða 104
Bókmenntir
Þetta eru skiljanlegar vangaveltur í bók sem íjallar um síðustu áratugi nítjándu
aldar og upphaf þeirrar tuttugustu þar sem gömul gildi voru að bresta, allt virt-
ist leyfilegt ef menn vildu taka áhættuna og axla sektarkenndina sem því fylgdi.
í samanburði við það fordómaleysi sem þá var víða á döfinni verður hins vegar
einkennileg augljós óvild Jóns Viðars Jónssonar í garð Ingeborg Blom, eða Ib eins
og hún var kölluð. Þetta kemur oft fram í ályktunum sem virðast byggja á veikum
forsendum. Til dæmis mætti nefna þá tilgátu höfundar að skáldgáfa Jóhanns hafi
brotist fram ótrufluð í Merði Valgarðssyni vegna þess að hann hafi verið að losna
undan ofurvaldi ástarinnar á Ib, - sem að sögn Jóns Viðars byggðist á gagn-
kvæmri blekkingu! (279) Ib er kölluð til ábyrgðar fyrir að hafa ekki haldið
Jóhanni frá drykkjunni og sökuð um að hafa „brennt hann upp“. Þó er ekki hægt
að sjá af bók Jóns Viðars að Jóhann hafi þurft hjálp til þess. Því mætti bæta við að
bréf Jóhanns sem birt eru í bóJdnni bera vott um mjög einlæga ást hans á Ib.
JáiJóns
Sá Jóhann sem Jón Viðar lýsir er innst inni alltaf á leiðinni heim til mömmu en
veit þó vel að sú leið er ekki fær. (50) Jón leitar að rótum ritverka Jóhanns í
afstöðu hans til foreldra sinna og segir skáldskap hans sprottinn upp úr tvíbentri
afstöðu til foreldranna. Öðrum þræði hlýtur Jón hér að vera að tala um afstöðu
hans til kynhlutverkanna og vissulega er Jóhann ekki einn um að hafa verið tví-
stígandi gagnvart þeim vanda. Feðraveldi hins íslenska bændasamfélags stóð
frammi fýrir ógnvekjandi breytingum á þessum tíma. Kvenfrelsisbaráttan var
hafin og Bríet farin að fýrirlesa um réttindi kvenna í Reykjavík (1888). Ekkert
barna Sigurjóns á Laxamýri átti möguleika á því að þóknast karlinum. Hans tími
var liðinn og hans líkar að hverfa. Vinnufólkið streymir rétt fyrir aldamótin
vestur um haf og í þéttbýli. Auður Laxamýrarbóndans stenst ekki samkeppni við
nýja atvinnuhætti.
Jóhann fer til náms á Sauðárkróki 15 ára gamall, árið 1895. Laxamýri hlýtur
að hafa smækkað og breyst við þá dvöl og ýmis sannindi bernskunnar verið
nokkrum vafa undirorpin eftir hana. Þaðan liggur leiðin í Lærða skólann í
Reykjavík sem vafalaust hefur varpað óhagstæðu ljósi á Sauðárkrók. Hann sest
síðan að í Kaupmannahöfn og enn hlýtur það að smækka sem að baki er.
Sterk einstaklingshyggja er ríkjandi í túlkun Jóns Viðars á Jóhanni Sigurjóns-
syni. Skáldskapur Jóhanns á að mati Jóns einungis rót sína í honum sjálfum og
hann á rætur sínar í fjölskyldunni sem einnig hefur sterk einkenni og stendur í
átökum við umhverfið. Þessi einstaklingshyggja Jóns gengur svo langt að hann
vitnar í prýðisgóðan og skarplegan texta Gunnars Gunnarssonar og leggur hann
út sem illgirni, segir að Gunnar sé að „hefja sig á stall“ vegna þess að hann bendir
á nokkra sameiginlega drætti í fari meintra snillinga samtímans. Jón segir að
Gunnar sé að gefa í skyn að tíðarandinn hafi verið ein helsta undirrótin að
harmleik Jóhanns, og það tel ég rétt hjá Gunnari. Jóhann var ekki aðeins einn
helsti merkisberi síns tíma, hann var líka barn hans svo um munar. Vinsælustu
hugmyndir samtímans blómstruðu fagurlega í skáldskap hans. Um hann mætti
102
TMM 2005 • 1