Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2005, Qupperneq 106

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2005, Qupperneq 106
Bókmenntir eða regnþungum dögum, hefur vikið fyrir knappari stíl sem er nær okkar gömlu sagnahefð. Frásögnin byggð á munnmælasögnum hverfisins er í fyrirrúmi. Þess vegna er að finna í orðræðu strákahópsins ómengað Vogagötumál og neðan- þindarsögur í ótal myndum. Jói er mættur á svæðið eins og aðalsöngvari í hljómsveit og lætur okkur vita að því fylgi ekkert málskrúð: Ég fer hratt yfir sögu og sleppi öllu kjaftæði, um morgunsólina sem er að rísa og regnið sem bylur á þökunum og allt þetta leiðindabull í bókum. Ég ætla heldur ekki að rekja neinar ættir eða gera veður út af einhverjum vanda- málum aftur í rassgati. Ég segi bara eins og dátinn í Eldfærunum: Hér gerist ekkert fyrr en ég mæti á stað- inn. (bls. 9) Bítlaávarpið er margra laga bók í tvennum skilningi. Hún er full með rokk og ról og einlægt bítl. Ófá rokklög tímabilsins leika um veröld bókarinnar. En form- gerð hennar er líka í nokkrum lögum. Á yfirborðinu er hún þroskasaga Jóa, og sem slík er hún aðallega skemmti- og gleðisaga. Hins vegar blundar í þeirri sögu djúp undiralda saknaðar og sorgar. En bókin er einnig ávarp, yfirlýsing, maní- festó. Hún hefst með kátlegum útúrsnúningum úr Kommúnistaávarpinu: „Vofa gengur laus um götur heimsins, vofa Bítlanna.“ (bls. 7) Þó á hún meira sam- merkt með súrrealistaávörpum sem André Breton og vinir hans sendu frá sér á sínum tíma og ávörpum fútúrista og fleiri menningarhópa. Hún er í senn yfirlýsing skáldsins um skáldskap sinn og yfirlýsing í nafni æskulýðsbyltingar- innar, sem off er tengd ’68-kynslóðinni. En hún er ekkert hinsta andvarp kyn- slóðarinnar heldur lifandi tákn þess að hugsjónir deyja ekki heldur lifa áfram. „Unglingar allra landa leiðist, kyssist og elskist.“ (bls. 43) Á Bítlatímanum verður táningurinn sem hugtak til. Áður þekktust ekki táningar. Elsta ritaða dæmið um það orð í Orðabók Háskólans er raunar frá 1971. En í söngvum Bítl- anna og annarra hljómsveita, sem á sjöunda áratugnum voru kallaðar neðan- jarðarhljómsveitir eða á góðu slangri „öndergrándgrúppur", örlaði á uppreisn gegn samfélagsvaldi sem þeim birtist í ýmsum myndum. Og þá ekki síður í viktoríönsku viðhorfi til kynlífs eða forræðishyggju skólayfirvalda en í stríðs- rekstrinum í Víetnam eða í kapítalísku arðráni. Þessir þættir mótuðu hugtakið táningur á þessum árum. Það tengdist frelsi í ástum, frelsi í klæðaburði og hár- sídd, háværri tónlist, frelsi gagnvart öllu valdi, hugvíkkandi skynvillulyfjum, jafnrétti, bræðralagi og endalausri bjartsýni. En umfram allt tengdist það leit unglingsáranna að öllu þessu. Við stækkum í spegli hugans og teygjum okkur upp í skýin þar sem draumarnir flæða. Áður flugu fuglar í gegnum hugann og ástin bíður og vonar. All you need is love. (bls. 43) Þegar þessar hugsjónir flæða yfir heiminn og alla leið að íslandsströndum umhverfist æskan á skerinu. Hún ögrar valdi og hefur ástina og kynlífið í hásæti af mikilli bjartsýni og barnslegri trú. Einar Már velur þá leið að láta þessar hug- 104 TMM 2005 • 1
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.