Tímarit Máls og menningar - 01.02.2005, Page 108
Bókmenntir
fjöldamcnningu er einnig húmanískt einkenni á bítlamenningunni sem gerir
hana að klassík framtíðarinnar. Bítlarnir áttu til að birta skyndimyndir í textum
sínum af aðstæðum alþýðufólks og oft á tíðum af góðleika þess. Einar Már
dregur upp mynd af dyraverði í bíó sem er góður við blaðburðardrenginn Jóa og
leyfir honum að horfa á bítlamyndir gegn því að færa honum Alþýðublaðið. Um
þetta segir Jói og leynir sér ekki að höfundur talar í gegnum hann: „Því segi ég:
Ef einhver var hluti af bítlamynd veruleikans var það hann.“ (bls. 239)
Gegn Bítlamenningunni teflir Einar Már samfélaginu sem holdgerist í Stellu
kennslukonu en þó einkum í Herberti skólastjóra. Hann er fulltrúi íslenskrar
menningaríhaldssemi með andófi sínu gegn öllu bítli og uppleysandi áhrifum
þess á menningarleg tabú eins og kynlíf. Þess vegna stöðvar hann söng bítlalaga
á gangi skólans, tekur rafmagnssnúrur úr sambandi þegar hljómsveitin Flam-
engo spilar og ærist út af saklausum vangadansi. Samt er hann í augum Jóa hinn
vænsti maður, jafnaðarmaður og húmanisti. Hann er bara maður gamla tímans,
ungmennafélagsandans og forræðishyggjunnar.
Andstæðurnar sem Einar leikur sér með í þessari bók eru ekki nýjar af nál-
inni. Ætli þær eigi ekki uppruna sinn á seinni öldum í orðræðu Schillers um hið
góða, þar sem hann tefldi fram tilfinningalífinu gegn rölchyggju upplýsingar-
innar því að samrunalausn þessara andstæðna gæti leitt listina til að laða frarn
hið góða (hið sublima) í manninum? Svipaðar andstæður sjáum við hjá Rouss-
eau og síðar Nietzsche í umfjöllun hans um hið appólóníska og díónýsíska og þá
ekki síður í frumhvatakenningum Freuds. Á Bítlatímanum birtist þessi umræða
m.a. í riti Herberts Marcuse, Eros and Civilization (Ást og menning).
Meginandstæður Bítlaávarpsins mótast af þessari umræðu. Bókin er jafn-
framt tilraun til að upphefja andstæður lágmenningar og hámenningar. Þess
vegna er höfundinum nauðsynlegt að setja ávarp sitt í lágmenningarlegt sam-
hengi. Eftirlíkingin eða endurframleiðslan, lágkúran, hnoðið og dýrkun mark-
aðarins eru einkenni póstmódernískra bókmennta og lista og ekki síst poppsins.
Eins og Andy Warhol notar súpudósaauglýsingar eða andlit Marilyn Monroe í
verk sín notar Einar Már Bítlana og popphljómsveitir 7. áratugarins, endurfram-
leiðir hugmyndaheim þeirra í bók sinni en einnig hugmyndaheim tímabilsins
eins og hann birtist í leit mannsins að hinu góða í lífinu. Með þessu móti sam-
einar hann hámenningu og lágmenningu eða með orðum listamannsins Tolla
sem oft hittir naglann á höfuðið: Öndergrándið er akademía!
106
TMM 2005 • 1