Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2005, Page 108

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2005, Page 108
Bókmenntir fjöldamcnningu er einnig húmanískt einkenni á bítlamenningunni sem gerir hana að klassík framtíðarinnar. Bítlarnir áttu til að birta skyndimyndir í textum sínum af aðstæðum alþýðufólks og oft á tíðum af góðleika þess. Einar Már dregur upp mynd af dyraverði í bíó sem er góður við blaðburðardrenginn Jóa og leyfir honum að horfa á bítlamyndir gegn því að færa honum Alþýðublaðið. Um þetta segir Jói og leynir sér ekki að höfundur talar í gegnum hann: „Því segi ég: Ef einhver var hluti af bítlamynd veruleikans var það hann.“ (bls. 239) Gegn Bítlamenningunni teflir Einar Már samfélaginu sem holdgerist í Stellu kennslukonu en þó einkum í Herberti skólastjóra. Hann er fulltrúi íslenskrar menningaríhaldssemi með andófi sínu gegn öllu bítli og uppleysandi áhrifum þess á menningarleg tabú eins og kynlíf. Þess vegna stöðvar hann söng bítlalaga á gangi skólans, tekur rafmagnssnúrur úr sambandi þegar hljómsveitin Flam- engo spilar og ærist út af saklausum vangadansi. Samt er hann í augum Jóa hinn vænsti maður, jafnaðarmaður og húmanisti. Hann er bara maður gamla tímans, ungmennafélagsandans og forræðishyggjunnar. Andstæðurnar sem Einar leikur sér með í þessari bók eru ekki nýjar af nál- inni. Ætli þær eigi ekki uppruna sinn á seinni öldum í orðræðu Schillers um hið góða, þar sem hann tefldi fram tilfinningalífinu gegn rölchyggju upplýsingar- innar því að samrunalausn þessara andstæðna gæti leitt listina til að laða frarn hið góða (hið sublima) í manninum? Svipaðar andstæður sjáum við hjá Rouss- eau og síðar Nietzsche í umfjöllun hans um hið appólóníska og díónýsíska og þá ekki síður í frumhvatakenningum Freuds. Á Bítlatímanum birtist þessi umræða m.a. í riti Herberts Marcuse, Eros and Civilization (Ást og menning). Meginandstæður Bítlaávarpsins mótast af þessari umræðu. Bókin er jafn- framt tilraun til að upphefja andstæður lágmenningar og hámenningar. Þess vegna er höfundinum nauðsynlegt að setja ávarp sitt í lágmenningarlegt sam- hengi. Eftirlíkingin eða endurframleiðslan, lágkúran, hnoðið og dýrkun mark- aðarins eru einkenni póstmódernískra bókmennta og lista og ekki síst poppsins. Eins og Andy Warhol notar súpudósaauglýsingar eða andlit Marilyn Monroe í verk sín notar Einar Már Bítlana og popphljómsveitir 7. áratugarins, endurfram- leiðir hugmyndaheim þeirra í bók sinni en einnig hugmyndaheim tímabilsins eins og hann birtist í leit mannsins að hinu góða í lífinu. Með þessu móti sam- einar hann hámenningu og lágmenningu eða með orðum listamannsins Tolla sem oft hittir naglann á höfuðið: Öndergrándið er akademía! 106 TMM 2005 • 1
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.