Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2005, Blaðsíða 111

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2005, Blaðsíða 111
Bókmenntir furðulegar aðstæður, og oft liggur húmorinn í sjálfum aðstæðunum: í sam- kvæmisleikjunum sem persónur bókarinnar leika í ýmiskonar samkvæmum (í mjög víðri merkingu beggja orða, samkvæmi og samkvæmisleikir). Misskiln- ingur þegar tveir viðmælendur deila ekki sömu þekkingunni er algengur (á bls. 102 er óborganlegur kafli þar sem Karíus og Baktus koma við sögu), einnig kemur höfundur off upp um smáborgarahátt persóna sinna, eins og í þessari ómetanlegu innsýn í þankagang Friðberts þegar hann undirbýr hið örlagaríka þrítugsafmæli sitt: [...] á meðan Friðbert skvetti framan í sig rakspíranum sem hann hafði valið, fannst honum það góð tilhugsun að einn af gestum hans, og bráðum tveir þeirra, væru öfugir; hann var á vissan hátt stoltur yfir að geta boðið upp á tvo unga homma í afmæl- inu sínu, eins og hann orðaði það með sjálfum sér.7 Smáborgaraháttur er líka í kafla þegar Sigmar, Albert, Hörður og Jósef, kunn- ingjar Friðberts og krónískar aukapersónur í bókinni, panta sér allir bjór á veit- ingastað í hádeginu og Sigmar pantar sér eina margarítu að auki. Eftir nokkra stund kemur í ljós að afgreiðslustúlkan hefur ekki trúað pöntun hans, Sigmar bregst ókvæða við og tekur vantrú hennar mjög nærri sér.8 Þetta er ekki aðeins dæmi um hvernig Bragi kemur upp um takmarkanir persóna sinna heldur er hér á ferð endurvinnsla - rímix - á texta úr eldra verki Braga. Prósaljóðið „Að trúa“ úr bókinni Klink snýst nákvæmlega um þessar sömu aðstæður - afgreiðslustúlka trúir ekki pöntun viðskiptavinar síns. Svona bein textatengsl og sjálfsvísanir eru oft í verkum Braga og vel þess virði að rannsaka betur á öðrum vettvangi. Skáldsagan Samkvæmisleikir er þannig vel smíðuð, vel unnin, vel ígrunduð, kvikindislega nákvæm bygging sem heldur lesandanum spenntum frá upphafi til enda og enn lengur en það. Bragi sprengir merkingarsvið bókarinnar með því að vísa í ótal áttir, ekki aðeins landfræðilegar (hér er fólk frá öllum heims- hornum, ytri höfnin og skemmtiferðaskip á sínum stað) heldur og bókmennta- legar áttir: til Þorvalds Þorsteinssonar og hans manneskjulegu handrukkara í skáldsögunni Við fótskör meistarans, til Virginiu Woolf, til Leigjandans eftir Svövu Jakobsdóttur, til hinnar pólsku Evu Hoffman og sjálfsævisögu hennar, til Tsjékovs og rússneskra bókmennta, til Þórbergs Þórðarsonar og svo mætti lengi telja. Samkvæmisleikir er því sannarlega völundarhús, jafnvel vöhindardrauga- húsr, þar inni hljómar ómstríð, óhugguleg sinfónía, en það er aldrei gripið til ódýrra brellna til að hrella lesandann, miklu fremur er óhugnaðinum laumað hægt upp að honum, aftan að honum, og hrollurinn skýst eldsnöggt út um allan líkamann (kalda vatnið, skinnið og allt það) rétt eins og ef einhver blési aftan á hálsinn á manni sem situr einn í eldhúsi sínu og skrifar ritdóm á fartölvu. Sú staðreynd að öll ytri lýsing á umhverfi sögunnar er ofurraunsæ og afar reykvísk veldur kannski meiri óhugnaði en nokkuð annað, því þá er nálægðin við manns eigið líf svo afgerandi - sagan gerist svo áþreifanlega í Reykjavík dagsins í dag að jafnvel bókaútgáfan Bjartur er þarna í allri sinni reisn. TMM 2005 • 1 109
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.