Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2006, Side 92

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2006, Side 92
Bókmenntir tímabili, byrjar á siðaskiptalist og endar á „nýjum straumum á síðari hluta 18. aldar“. Sérhver listamaður fær síðan kafla fyrir sig, ásamt æviágripi í innfelld- um dálki. Æviágripin eru áhugaverðari lesning en ætla mætti, þar sem þau sýna svart á hvítu hve mjög öll menningarstarfsemi í landinu, þar með sjónmenntir, var runnin undan rifjum kirkjunnar manna, munka, biskupa, presta og þar sem um er að ræða listfenga bændur eða lærdómsmenn, eiga þeir oftar en ekki ættir að rekja til kirkjuhöfðingja. Einnig kemur þar skýrt fram að sjónmenntir í landinu tengjast ákveðnum héruðum og að ótrúlega margir listamenn eiga Guðbrand Þorláksson biskup að forföður. Þessi æviágrip leyna stundum á sér. Um Björn Grímsson, málara og sýslu- mann (1575—1635(?)), sem var ógiftur, er það sagt að hann hafi einn dag ákveð- ið að geta sér son sem yrði prestur. Til að tryggja að það gengi eftir gisti hann í kirkju og bað systur sína að senda sér þangað griðkonu til að fullnusta gjörn- inginn. Allt gekk að óskum, griðkonan varð þunguð og ól son, Þorstein, sem síðar varð prestur að Útskálum. Töluvert er komið undir myndskreytingu, umbroti og prentun svona bókar. Hér er fátt til sparað, myndataka er prýðileg, prentun sömuleiðis, en stundum er eins og útlitshönnuður geri ekki greinarmun á aðal- og aukaatriðum í texta. Fyrir kemur að mikilsverðir gripir eru afgreiddir með smámyndum meðan aukaatriði eru þanin yfir heilsíður. Gott dæmi er mynd af handriti úr Reykja- bók, myndskreytt af Grími Skúlasyni, sem nær ekkert er fjallað um í textanum. f sama kafla veltir Þóra fyrir sér útskurði á kistu eftir Staðarhóls-Pál (d. 1598), einkum og sérílagi mynd af einni höfuðdyggðanna, Spes (Von), sem kallar klárlega á nærmynd. Þá er birt lítil mynd af kistunni allri, þar sem smáatriði umræddrar útskurðarmyndar fara forgörðum. Hér er útlitshönnuður ekki með á nótunum. Fleiri nærmyndir og heilsíðumyndir hefðu stutt betur við textann og aukið á aðdráttarafl bókarinnar. Síðan er ritstjórnaratriði; helst til mikið er um að upplýsingar skarist, bæði milli myndartexta og meginmáls og ágrips og meginmáls, auk þess sem höf- undur er dáldið við sama heygarðshornið í frásögn sinni við upphaf bókar og í niðurlagi. Hvað varðar upplegg Þóru sjálfrar, þá saknar maður þess að sjá ekki í text- anum nánari útlistun á eðlisþáttum þeirrar útlendu myndlistar sem íslensku verkin eru sögð vísa til, jafnvel einhvern samanburð við, segjum, altaristöflur í nágrannalöndunum. Því er oft eins og menn séu að skreyta íslenskar kirkjur í listsögulegu tómarúmi. Hörður Ágústsson hefði verið snöggur að rekja ein- hverjar þessara íslensku guðspjallamynda alla leið til Vatíkansins. Þóra er líka helst til hlédræg þegar kemur að merkingu þeirra gripa sem hún fjallar um, lætur hana iðulega liggja milli hluta á þeim forsendum að „erfitt sé að ráða í hana“ (bls. 114). Ekki er heldur allskostar rétt að kenna myndir af Jesúm með brennandi hjarta í höndunum við „tilfinningasemi“ í nútímalegum skilningi (bls. 132); hér, eins og í flestum verkum sem fjallað er um í bókinni, er um að ræða hlutlæga tákngervingu án sérstaks tilfinningalegs ívafs. Táknin 90 TMM 2006 • 1
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.