Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2006, Blaðsíða 94

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2006, Blaðsíða 94
Bókmenntir aldir. Um það hafa verið skrifaðar þykkar bækur. Heimspekingurinn Charles Taylor hefur skrifað viturlega um siðrænan heim sjálfsins. Til þess að vita hver ég er þarf ég að vita hvað skiptir mig máli, segir Taylor. Vitneskjan um það hver ég er markast af stöðu minni í heiminum eins og ég sé hann og skynja. Þetta má einnig orða á þann veg að það sem ég trúi á og tel mig eiga þátt í skapi mér sjóndeildarhring. Innan hans ákvarða ég gildi, ákveð hvað gera skuli, hverjum ég fylgi að málum og hverju ég snýst gegn.2 Sögumaður í bók Matthíasar hefur vissulega alltaf auga með sínum manni en hann horfir einnig víða um sam- félagið, íhugar skapgerð foreldranna, sögu þeirra sem verður fylgifiskur Héð- ins og Laufeyjar í bernskunni og veltir fyrir sér stéttamun sem teygir anga sína inn í skólakerfið og verður standandi andstæða við trúna á hæfileika og fram- farir. Einhvers staðar á bakvið þessa sögu leynist grunur um að manneskjan sé samnefnari margvíslegra umhverfisþátta en hið einstaka byggist að miklu leyti á því að útkoman hljóti alltaf að verða breytileg. Þetta er að vissu leyti viðeigandi sjónarhorn í ævisögu Héðins Valdimars- sonar. Að sjálfsögðu verða menn seint á eitt sáttir um togstreitu einstaklings- eðlis og félagsmótunar í þroska mannanna, en bók Matthíasar nálgast við- fangsefni sitt að sumu leyti með aðferðum skáldskaparins. Heimildavinna er vissulega bæði mikil og vönduð en í túlkunum gætir að mínu mati meiri dirfsku en venja er í ævisögum og sögumaður leitar fanga miklu víðar en ævisagan er vön að gera. Að því leyti er Matthías í gerð þessarar bókar sam- mála Charles Taylor um að sjóndeildarhringurinn móti manneskjuna. Stundaklukkan og Gunna Fyrsti kafli þessarar bókar er eins konar inngangur sem fyrst og fremst er til þess ætlaður að tengjast endinum. í öðrum kafla leggur sagan frá landi eins og skip og sá kafli heitir: Stundaklukka Gunnu grallara. Fyrst í stað er vandséð hvaða erindi Guðrún Ólafsdóttir á inn í þessa sögu. Hún er dauð og í fljótu bragði verða engin tengsl séð við Héðin og hans fólk. Það kemur að vísu seinna fram að hún er í ágætum kunningsskap við Valdimar og Bríeti en sá kunnings- skapur skiptir engu máli fyrir framvindu sögunnar. Hlutverk Gunnu í þessari tilteknu bók er að slá sósíalískan raunsæistón strax í upphafi. Gunna grallari var vatnsberi í Reykjavík, drykkfelld og fátæk. Sagan segir að Gestur Pálsson hafi staðið og glápt á hana lengi dags áður en hann setti saman sitt fræga kvæði um betlikerlinguna. Vatnsberarnir voru á botni samfélagsins. Þeir báru saur- inn undan kömrunum og vatnið inn í húsin. Þegar Gunna kemur til sögu, 19. júlí 1890, þá er Þorvaldur pólití á leiðinni til þess að skrá dánarbú hennar. f því eru þó nokkrar reytur miðað við samfélagsstöðu og þar á meðal er klukka sem telur stundirnar okkar allra. Dagar allra eru taldir, bæði hárra og lágra. Gunna og klukkan hennar verða eins konar tákn fyrir tímann, dauðann og tilgangs- leysi hégómans. Það er að sjálfsögðu dæmigerður módernískur frásagnarhátt- ur að sagan hvarflar milli óskyldra persóna, hefst í dauða þar sem tíminn er liðinn á stað sem kemur sögunni lítið við. Hvorugt fellur vel að gildum hins 92 TMM 2006 • 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.