Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2006, Page 113

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2006, Page 113
Leiklist Loksins er þögnin rofin. Hin tilvonandi móðir leyfir áhorfandanum að skyggnast inn í hugarheim sinn. Og þar er ekkert ‘ó það er svo yndislegt að vera móðir’ þema, þessi gríma sem allir setja upp þegar óléttur og börn ber á góma. Konan veltir því fyrir sér, eðlilega, hvort barn hennar verði kannski leiðinlegt skrímsli. Og hvað gerir hún þá? Spurningarnar plaga hana, en vegna afstöðu samfélagsins til þungaðra kvenna er þaggað niður í henni og einu svörin eru klapp á bumbuna. Hún er bundin við það sem hún ber undir belti um aldur og ævi og getur því bara sveiflast á milli spennu og angistar það sem eftir er. Móðirin í senunum sem eru byggðar á „Sögu handa börnum“, líklega einni kunnustu smásögu Svövu, kvartar ekki yfir sínu hlutskipti í lífinu. Þar fórnar húsmóðirin öllu fyrir börnin sín í bókstaflegum skilningi, því fyrir börnin eru fjarlægð úr henni bæði hjarta og heili. Þessi hálfógeðfellda saga kom mér á óvart á sviði. Hún er sett upp án alls hálfkáks en án þess að úr verði gróteskt klám. Brellur og leikmunir leikhússins gera það að verkum að fantasían lifnar við, verður áhrifarík og sterk. Móðirin er hold og blóð og fórnar því fyrir börn- in sín, hún kjagar um af auðmýkt og fórnfýsi en segir áhorfendum að þessa stöðu hafi hún valið sér, hún sé það besta sem hún viti í lífinu. Stundum getur leikur komið skilaboðum áleiðis á áhrifaríkari hátt en orð í bók. Og þegar þögn er á sviðinu, og móðirin horfir tómum augum út í salinn, fær maður á tilfinn- inguna að hún sé sest við hlið manns, að hún sjái það sama og maður sjálfur, fáránleikann við þetta allt saman, en hún getur ekkert gert við því. Svo hrekk- ur hún aftur í það hlutverk sem henni hefur verið úthlutað á sviðinu. Hugmyndir um blekkingu, yfirborð og látalæti ná sérlega vel fram í senum sem byggðar eru á „Veislu undir grjótvegg“. Þar koma hjón sér vel fyrir í leikmyndinni, í húsi sem er ekki griðastaður heldur þrúgandi ytri umgjörð til vitnis um stöðu þeirra í samfélaginu. Undirstöður hjónabandsins eru við það að bresta enda hafa herlegheitin þrýst þeim að barmi gjaldþrots. Þau eru bundin við húsið, kostnaðurinn við það er kæfandi, en þegar konan sýnir vinkonum sínum glæsilegan grjótvegg fá þær allar snert af fullnægingu. Að eiga hluti og að sýna þá kemur í stað ástar og umhyggju. Hjónin snertast ekki, grjótveggurinn hvílir á þeim og skilur þau að. Þessi aðlögun sögunnar hitti beint í mark enda skýtur hún hart að nýríkri afstöðu okkar íslendinga til veraldlegra hluta. Allir í salnum voru með húsnæðislán og taugaveiklaður hláturinn korraði í hverjum manni. Sögur Svövu eru margræðar og táknríkar og því eru þær erfið áskorun á leikritahöfund. Tákn sagnanna virka eins og leiðarvísar að innri merkingu þeirra þar sem lesandinn getur spreytt sig á túlkunarhæfni sinni. Þegar skrif- aðar sögur eru aðlagaðar leikhúsi verður að klippa og skera, bæta við og end- urbyggja svo sagan passi við hið nýja form. Við þessa aðgerð tapast margt verðmætt. Og þar sem oftar en ekki er erfitt að gera symbólisma fyllilega skil á sviði verðar sumar sögurnar geldar. Þær sögur Svövu sem notaðar eru í verk- inu þola hið leikræna form misvel. Sérstaklega missa senurnar sem byggja á „Gefið hvort öðru ...“ og „Krabbadýr, brúðkaup, andlát...“ marks, enda eru það flóknar sögur þar sem sem margvísleg tákn standa persónum og sögu- TMM 2006 • 1 111
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.