Fréttablaðið - 19.03.2016, Blaðsíða 17
NOREGUR Greindarvísitala norskra
stráka lækkar við það að horfa
mikið á sjónvarp. Þetta er mat
vísindamanna við rannsóknar-
stofnun Háskólans í Ósló sem borið
hafa saman greindarpróf á vegum
norska hersins frá 1992 til 2005 og
aðgengi sveitarfélaga að dreifikerfi
sjónvarpsstöðva.
Blaðið Dagens Næringsliv hefur
það eftir einum vísindamann-
anna að því betra sem aðgengið
var að sjónvarpsstöðvum, þeim
mun meira hafði greindarvísitala
stráka lækkað. Blaðið greinir frá
því að hækkun greindarvísitölu
norsku þjóðarinnar hafi verið jöfn
í gegnum tíðina. Nýlega hafi hún
hins vegar staðnað og sé nú farin
að lækka.
Möguleg skýring, að mati sér-
fræðinganna, er að aukið aðgengi
að skemmtiefni hafi leitt til meira
sjónvarpsáhorfs. Það hafi síðan
leitt til þess að strákarnir hafi varið
minni tíma til annars eins og til
dæmis lesturs.
Við rannsóknina var stuðst við
gögn um þá sem fæddust á tíma-
bilinu 1974 til 1987. – ibs
Greindarvísitalan lækkar
við meira sjónvarpsgláp
Reykjavík
Tangarhöfða 8
590 2000
Reykjanesbær
Njarðarbraut 9
420 3330
Opið virka daga frá 9 til 18
Laugardaga frá 12 til 16
Verið velkomin í reynsluakstur
BÚÐU ÞIG UNDIR JEPPAFERÐIR SUMARSINS
Rexton kemur reyndu jeppafólki skemmtilega á óvart.
Hér er á ferðinni fullvaxinn alvöru jeppi, byggður á grind, með læstum millikassa og lágu
drifi. Rexton stenst allan samanburð við öflugustu jeppana á markaðnum og hann er
hlaðinn vönduðum búnaði og þægindum.
Verð frá: 5.490.000
Korando fangar augað.
Hér fer sérlega stílhreinn, fjórhjóladrifinn sportjeppi, með læstum millikassa, lágu drifi
og öflugan togkraft. Korando er óvenju rúmgóður jeppi í sínum flokki. Hann er
einstaklega meðfærilegur á allan hátt og hreinlega pakkaður af staðalbúnaði.
Verð frá: 4.490.000
Nú eru jeppaferðir sumarsins í sjónmáli. Því fögnum við hjá Bílabúð Benna með hörku jeppasýningu, laugardaginn 19. mars. Til sýnis verða eðal jepparnir Rexton og Korando
frá SsangYong. Á sýningarsvæðinu verða líka upphækkaðar og breyttar útgáfur af eldri SsangYong jeppum. SsangYong hefur verið leiðandi bílaframleiðandi í Suður-Kóreu og notið
virðingar og trausts fyrir tæknilegar lausnir og framúrskarandi hönnun.
Komdu í SsangYong salinn,Tangarhöfða 8, milli 12 og 16 í dag, laugardag
benni.is
VR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK | SÍMI 510 1700 | WWW.VR.IS
Aðalfundur VR
Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf
og ákvörðun um innborgun í Varasjóð VR.
Dagskráin og allar nánari upplýsingar á vr.is.
Við hvetjum félagsmenn til að mæta.
Þriðjudaginn 29. mars kl. 19:30
á Hilton Nordica
Greindarvísitala Norðmanna fer lækkandi. NORDICPHOTOS/GETTY
f R é t t i R ∙ f R é t t A B L A ð i ð 17L A U G A R D A G U R 1 9 . m A R s 2 0 1 6