Fréttablaðið - 19.03.2016, Side 68
| AtvinnA | 19. mars 2016 LAUGARDAGUR14
Helstu verkefni og ábyrgð
Annast skipulag, verkstjórn og samhæfingu
innan fagsviðs ásamt svæðisstjóra, í samræmi við stefnu og markmið Heilsugæslu höfuðborgar- svæðisins
Er svæðisstjóra innan handar við daglegan rekstur stöðvar og er staðgengill hans
Er faglegur yfirmaður á sínu sviði og sinnir klínísku starfi samhliða
Innleiðir nýjungar og vinnur að breytingum
á starfsemi til hagsbóta fyrir skjólstæðinga stöðvar
Tekur þátt í gerð, innleiðingu og notkun
klínískra leiðbeininga
Stuðlar að góðri vinnustaðamenningu
Tekur þátt í vísinda-, þróunar- og gæðastarfi
Skipuleggur kennslu fyrir heilbrigðisstéttir samráði við fagstjóra lækninga, kennslustjóra og lærimeistara
Hæfnikröfur
Íslenskt hjúkrunarleyfi er skilyrði
Framhaldsmenntun í hjúkrun æskileg
Reynsla af og áhugi á teymisvinnu
Reynsla af starfi í heilsugæslu er kostur
Nám og reynsla á sviði stjórnunar æskileg
Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum
Leiðtogahæfni og metnaður til að ná árangri
í starfi
Frumkvæði og geta til að starfa sjálfstætt
Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármálaráðherra og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga.
Ábyrgð – Fagmennska – Traust – Þjónusta – Framþróun
Heilsugæslan á að vera fyrsti viðkomustaður í heilbrigðis-
þjónustunni þar sem ólíkum þörfum notenda er mætt og þeim leiðbeint yfir í önnur kerfi heilbrigðisþjónustunnar
eftir því sem þörf er á. Flóknari vandamál, þörf fyrir
fjölbreyttari úrræði og skortur á sérhæfðu starfsfólki kallar
á nýja nálgun í starfsemi heilsugæslustöðva. Hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins er hafin breyting á skipulagi og rekstri heilsugæslustöðva sem miðar að því að auka þjónustu við notendur, nýta betur fjármuni og bæta vinnuumhverfi starfsmanna.
Til að gera þjónustuna markvissari verður teymisvinna
grunnstef í starfsemi stöðva, ásamt innleiðingu aðferða
straumlínustjórnunar. Þverfagleg teymi heilbrigðisstarfsfólks
munu auðvelda stöðvum að taka á flóknum vandamálum
með fjölbreyttum úrræðum. Í breyttu skipulagi mun
starfsfólk fá aukið sjálfstæði til að móta starfsemina og
útfæra þjónustu sem mætir þörfum íbúa og uppfyllir um
leið kröfur um árangur samkvæmt mælingum og mati.
PO
R
T
ön
nu
n
Umsókn skal fylgja ítarleg náms- og starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar. Leggja skal fram staðfestar upplýsingar um menntun, fyrri störf og reynslu. Gögn sem ekki er hægt að senda rafrænt skulu
berast Svövu Þorkelsdóttur, mannauðsstjóra Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, Álfabakka 16, 109 Reykjavík. Viðtöl verða höfð við umsækjendur og byggist ákvörðun um ráðningu í starfið á þeim og innsendum gögnum.
Tekið er mið af jafnréttisstefnu Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins við ráðningu í starfið. Öllum umsóknum verður svarað þegar
ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.
Sækja skal um starfið rafrænt á vef Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins (www.heilsugaeslan.is) undir laus störf eða á Starfatorgi
(www.starfatorg.is). Nánari upplýsingar veitir Svava Kristín Þorkelsdóttir, mannauðsstjóri – svava.kristin.thorkelsdottir@heilsugaeslan.is
sími 585-1300
Fagstjóri hjúkrunar
Heilsugæslan Árbæ
Laust er til umsóknar starf fagstjóra hjúkrunar við Heilsugæsluna Árbæ. Fagstjóri hjúkrunar ber ábyrgð
á skipulagningu hjúkrunarþjónustu í samráði við svæðisstjóra. Mikil áhersla er lögð á samvinnu milli
fagstétta innan stöðvarinnar og að þjónustuþarfir skjólstæðinga séu ávallt í fyrirrúmi. Um er að ræða
krefjandi starf sem reynir á frumkvæði, skipulagshæfileika og samskiptahæfni. Ráðið verður í starfið til 5 ára frá og með 1. maí nk. eða eftir nánara samkomulagi. Starfshlutfall er 100%.
Umsóknarfrestur er til og með 4. apríl 2016.
Frekari upplýsingar
í síma 567- 5111
Óskum ef t i r b í l s t jó r a
Starfslýsing
- Flutningur á sorpgámum á
höfuðborgarsvæðinu
Hæfniskröfur
- C réttindi
- Gildandi ökumannskort
- Stundvísi
- Rík þjónustulund
- Reynsla af akstri
- Íslenskukunnátta
- Vinnuvélaréttindi væri kostur
- Góð meðmæli
Hugsanlegt framtíðarstarf
365.is Sími 1817
SUNNUDAGA KL. 19:35NÝR TÍMI
UNDANÚRSLIT
BEIN ÚTSENDING
#igt3
MIÐAS
ALA
Á MIDI.
IS
Spennan magnast í Ísland Got Talent. Nú getur þú kosið þitt
uppáhaldsatriði í símakosningu og átt
möguleika á því að vinna fimm stjörnu sumarfrí til Kanarí.
Ekki missa af fjörinu á sunnudagskvöld á Stöð 2.
Þarftu að ráða starfsmann?
RÁÐUM EHF • Sími 519 6770 • www.radum.is • radum@radum.is
Ráðum sérhæfir sig í ráðningum og mannauðsráðgjöf.
Við komum til móts við þarfir fyrirtækja og sérsníðum lausnir sem henta hverjum viðskiptavini.