Fréttablaðið - 19.03.2016, Blaðsíða 92
Hann hagaði sér
mjög vel og var
pollrólegur í gegnum
þetta, eins og sönn
stjarna, ekki vottur af
prímadonnustælum.
Svavar Ingvarsson
Svavar Ingvarsson, þjálfari í Hreyfingu heilsulind í Glæsibæ, er frá Halldórsstöðum
í Bárðardal eins og stórstjarnan Viður. Svavar rúði stjörnuna inn að skinni á dög-
unum. mynd/SIGmar ErnIr SIGrúnar KEtIlSSon
Viður í hlutverki sínu sem verðlaunahrúturinn Garpur í kvikmyndinni Hrútar. myndin var frumsýnd síðastliðið vor og hefur
sópað til sín verðlaunum um allan heim, meðal annars ellefu verðlaunum á Eddunni. mynd/Hrútar
„Hann hagaði sér mjög vel og var
pollrólegur í gegnum þetta, eins
og sönn stjarna, ekki vottur af
prímadonnustælum,“ segir Svavar
Ingvarsson, bóndasonur frá Hall-
dórsstöðum í Bárðardal, en á dög-
unum rúði hann einn aðalleikara
verðlaunamyndarinnar Hrúta inn
að skinni.
Stjarnan sem um ræðir fór
með hlutverk verðlaunahrútsins
Garps í myndinni og heitir réttu
nafni Viður. Kvikmyndin Hrútar
var tekin upp í Bárðardal og hefur
rakað til sín verðlaunum víða um
heim frá því hún var frumsýnd
síðastliðið vor, sópaði meðal ann-
ars til sín 11 verðlaunum á Edd-
unni nú í febrúar. Það hlýtur því
að hafa þurft að beita klippunum
sérstaklega vel á Við.
„Tómas Vilberg Valdimarsson,
frændi minn, var reyndar aðal-
rúningsmaðurinn. Ég var að ná
í kindurnar og leggja þær fyrir
hann en fékk að rýja stórstjörnuna
og láta smella af mér mynd. Ég er
reyndar ekki vanur rúningsmaður
og alls ekki nógu góður. Tómas fór
því aðeins yfir þetta hjá mér svo
stjarnan liti nógu vel út á eftir,“
segir hann sposkur.
Þeir félagar rúðu þrjú hundruð
kindur þennan dag og slógu ekki
slöku við. Svavar er íþróttafræð-
ingur og einkaþjálfari og hefur
staðið á verðlaunapalli í frjálsum
íþróttum og vaxtarrækt. Hann
segir þetta þó hafa tekið hressi-
lega á.
„Tómas er þaulvanur og svo
eldsnöggur að rýja að ég varð að
hafa mig allan við, ná í kindurn-
ar, draga þær til hans og leggja
þær á rassinn. Afköstin fara
eftir því hve lagningamaðurinn
er röskur en rúningsmaðurinn
er ekki meira en 35-40 sekúnd-
ur með hverja. Þetta var auðvit-
að heilmikill hamagangur og ég
fann vel fyrir þessu í skrokknum
daginn eftir. Við vorum að frá níu
um morguninn til átta um kvöld-
ið, með tveimur góðum matar-
hléum. Ég kóf svitnaði við þetta,“
segir Svavar.
Mælirðu með þessu sem lík-
amsrækt?
„Já, já, ef fólk kann að beita sér
rétt. Það þarf að hafa bakið beint
og nota fæturna, það er ekki hægt
að grípa 300 rollur á einum degi,
bara einhvern veginn, maður yrði
fljótur að slíta eitthvað ef ekki er
farið rétt að. Þetta er mikil lík-
amleg vinna og kemur ekkert á
óvart að margir bændur eru slitn-
ir í skrokknum af áratuga átök-
um,“ segir Svavar.
kvikmyndastjarna
rúin inn að skinni
Svavar Ingvarsson stóð í ströngu á dögunum þegar hann rúði
hrútinn Garp. Garpur er enginn venjulegur hrútur en hann fór með eitt
aðalhlutverkanna í Hrútum sem rakað hefur til sín verðlaunum
ALHLIÐA MÚR- OG STEYPUVIÐGERÐIR
www.husavidgerdir.is/hafa-samband
info@husavidgerdir.is - Sími 565-7070
Finndu okkur á
Fegrun og lenging líftíma
steyptra mannvirkja er
okkar áhugamál. Við
höfum náð góðum árangri
í margs konar múr- og
steypuviðgerðum,
múrfiltun, steiningu og
múrklæðningum. Hafðu samband
Við skoðum og gerum tilboð!
Fáðu Fréttablaðið ókeypis í símann eða spjaldtölvuna.
Þú færð appið á visir.is/fbl eða beint í gegnum
NÝTT OG
BETRA APP
Smelltu þér á
Fréttablaðsappið
og lestu blaðið hvar
og hvenær sem er.
1 9 . m a r s 2 0 1 6 L a U G a r D a G U r8 F ó L k ∙ k y n n i n G a r b L a ð ∙ h e L G i n