Fréttablaðið - 19.03.2016, Blaðsíða 136

Fréttablaðið - 19.03.2016, Blaðsíða 136
„Það er mjög mikil tilhlökkun hjá okkur, ég myndi nú kannski segja að það sem einkenndi þessa hljóm­ sveit líklega mest væri spilagleðin. Það er allavega ein niðurstaða þess­ ara óvæntu endurfunda. Okkur finnst bara ógeðslega gaman að spila saman,“ segir Margrét Kristín Blöndal, líklega betur þekkt sem Magga Stína, söngkona og fiðluleik­ ari hljómsveitarinnar Risaeðlunnar. Risaeðlan var stofn­ uð árið 1984 en er nú, 32 árum síðar að koma saman sérstaklega fyrir tónlistarhátíðina Aldrei fór ég suður sem fram fer um páskana á Ísafirði. „Hljómsveitin var stofnuð eitthvað áður en ég kom inn í hana og hún spilaði þá aðallega í anddyrum skemmtihúsa í Reykja­ vík og það var svona helsti metnaðurinn þá. En svo varð sveitin til í þessari mynd sem hún spilar í á Aldrei fór ég suður fyrir þátt sem hét Annir og appels­ ínur, að mig minnir og okkur fannst við svo skemmtileg að við héldum áfram,“ segir Magga Stína um upp­ hafið. Fyrstu útgáfu Risa­ e ð l u n n a r s k i p u ð u Sigurður Guðmunds­ son gítarleikari, Ívar Ragnarsson, betur þekktur sem Ívar Bongó bassaleikari, Margrét Örnólfsdóttir hljómborðsleikari og Halldóra Geirharðsdóttir, betur þekkt sem Dóra Wonder söngkona og saxó­ fónleikari. Þá komu Magga Stína og trommuleikarinn Valur Gautason inn í sveitina en Þórarinn Krist­ jánsson tók við trommukjuðunum af Vali árið 1987. Í hljómsveitinni sem kemur nú saman eru þau Sigurður, Ívar, Hall­ dóra, Magga Stína og Þórarinn. Risaeðlan hefur ekki komið saman síðan árið 1990 nema í eitt skipti. „Við komum reyndar saman í fimmtugsafmæli Árna Matthías­ sonar en hann var mikill stuðn­ ingsmaður hljómsveitarinnar. En annars höfum við ekki komið saman síðan árið 1990 held ég,“ bætir Magga Stína við. Eftir að Risaeðlan gaf úr sína fyrstu EP plötu sem var samnefnd hljómsveitinni fékk hún mikla athygli. „Við vorum í einhverri svona póstpönkstónlistarhringiðu þar sem við reyndum að spila gegn öllum ríkjandi tónlistarstefnum og aðhylltumst helst fíflagang. Það var mikið um tónleikahald á þessum tíma og við tengdumst hljómsveit­ inni Ham miklum vinaböndum enda þeir á mála hjá sama útgáfu­ fyrirtæki og þessar hljómsveitir héldu gjarnan tónleika saman og fóru í tónleikaferðir ásamt hljóm­ sveitinni Bless. Þetta voru hljóm­ sveitir sem voru svona samtímis Sykurmolunum en þeirra velgengni út á við smitaði svolítið út frá sér. Við ferðuðumst töluvert og fórum til dæmis til Ameríku, þannig að þetta var mjög skemmtilegur tími,“ útskýrir Magga Stína. EP platan fékk góðar viðtökur í Bretlandi en hún var til dæmis valin smáskífa vikunnar hjá NME tímaritinu. M e ð l i m i r sveitarinnar hafa að undanförnu verið að hittast til þess að dusta rykið af hljóðfær­ unum og rifja upp gamla takta og segir Magga Stína æfingarnar vera ákaflega skemmti­ legar. „Við höfum hist reglulega eða í um klukkutíma á viku og framheil­ inn hefur sannað sig, virkilega. Við vorum mjög ánægð með okkur fyrst. Þetta er svolítið eins og að hjóla. Þú áttar þig fyrst á því að þú kannt ennþá að hjóla en svo tekur við annað ferli og það er að æfa sig fyrir Tour de France­keppnina,“ segir hún og hlær. Meðlimirnir hafa verið mis dug­ legir við að halda sér við í að spila á sín hljóðfæri undanfarin ár. „Hall­ dóra hefur eiginlega ekkert spilað á saxófóninn og því voru vöðvarnir í munninum á henni orðnir slakir en hún hefur auðvitað talað tölu­ vert mikið undanfarin 25 ár. Blást­ ursvöðvarnir eru allir að koma til hjá henni og hún rúllar þessu upp eins og öðru. Ég er ekkert að spila á fiðlu frá degi til dags og það er gott að viðra sig og vakna aftur til hljóð­ færisins,“ segir Magga Stína létt í lundu. Þegar að aðstandendur Aldrei fór ég suður höfðu samband kom ekkert annað til greina en að koma saman og spila. „Það er svo flott fólk sem stendur að þessari hátíð þann­ ig að við vorum öll strax til í þetta,“ segir Magga Stína glöð í bragði. Risaeðlan spilar á laugardeg­ inum 26. mars á Aldrei fór ég suður en hefur sveitin í hyggju að leika nýtt efni? „Við erum ekki að semja nýtt efni, við látum gömlu slagar­ ana standa og setjum alla orkuna í það. Það er það sem stendur fyrir dyrum, við erum ekkert að leggja upp á nýjar brautir og erum bara að rifja upp gamalt ferðalag,“ segir Magga Stína sem lofar frábærum tónleikum. gunnarleo@frettabladid.is Halldóra Hefur eiginlega ekkert spilað á saxófóninn og því voru vöðv­ arnir í munninum á Henni orðnir slakir en Hún Hefur auðvit­ að talað töluvert mikið undanfarin 25 ár. Blástursvöðv­ arnir eru allir að koma til Hjá Henni og Hún rúllar þessu upp eins og öðru. Hljómsveitin Risaeðlan æfir af kappi fyrir tónleika sína á Aldrei fór ég suður um páskanna. fRéttAblAðið/eRniR útgáfur risaeðlunnar svolítið eins og að hjóla Hljómsveitin Risaeðlan kemur saman eftir langt hlé á Aldrei fór ég suður um páskana. Meðlimir sveitarinnar æfa nú af kappi og rifja upp gömul kynni við hljóðfærin. Gunnar Leó Pálsson gunnarleo@frettabladid.is THG Arkitektar fyrir hönd Húsasmiðjunnar óska eftir tilboðum í að byggja nýja timburafgreiðslu og verslun að Kjalarvogi í Reykjavík. Verkið nær til að gera verslunarhúsin fullfrágengin að utan og tilbúin fyrir innréttingu að innan. Stærð húsa þegar þau er fullbyggð eru 5760,4 m2 . Helstu magntölur eru: Mót 3500 m2 Steypa 850 m3 Steypustyrktarstál 125 tonn Utanhússklæðningar 870 m2 Viðsnúið þak 960 m2 Önnur þök 1150 m2 Gluggar 360 m2 Verkinu skal vera lokið eigi síðar en 1. nóvember 2016. Útboðsgögn verða afhent rafrænt á verkefnavef verksins, lykilorð að útboðsgögnum veitir Karl Ásgrímur Ágústsson sími 840 1640, karl@thg.is Tilboð verða opnuð á skrifstofu THG arkitekta, Faxafeni 9, 109 Reykjavík þriðjudaginn 19. apríl nk. kl. 14.00 að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska. 1989 Risaeðlan 1990 fame and fossils 1990 Hope 1996 efta! 1 9 . m a r s 2 0 1 6 L a U G a r D a G U r72 L í f i ð ∙ f r É T T a B L a ð i ð Lífið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.