Fréttablaðið - 19.03.2016, Blaðsíða 28
Margt fólk hefur lagt vinkonunum lið í söfnunum. Hér eru þær með meðlimum Besta flokksins í Ráðhúsi Reykjavíkur.
Forsetafrú Íslendinga, Dorrit Moussaieff leggur vinkonunum lið og er haukur í horni.
Elísabet og þær skella upp úr. Þær segja tengslanet
sitt hafa hjálpað til í söfnunum. „Við erum allar ólíkar
og með mismunandi tengslanet og áherslur. Þess
vegna vinnum við líka vel saman. Það verður til ein-
hver ofurkraftur þegar við vinnum saman.“
Í gegnum starfið hafa þær kynnst ýmsum hliðum
heilbrigðiskerfisins. „Þetta land myndi ekki fúnkera
í heilbrigðismálum og alls konar undirmálshlutum,
ef það væri ekki fyrir konur og menn með hugsjón
í þessum málum. Það er svo magnað að kynnast því
hvað lítill hópur fólks er að gera mikilvæga hluti fyrir
alls konar sem maður hafði ekki hugmynd um,“ segir
Gróa og þær nefna Hringskonur sem dæmi.
Grunnstoðirnar ekki í lagi
Þær segja vel hægt að reka hér nánast fullkomið
heilbrigðiskerfi ef grunnstoðir þess væru í lagi.
Stjórnvöld þurfi einfaldlega að sameinast um það
með þjóðinni að koma þessum hlutum í lag. „Við
áttum okkur þann draum áður en við fórum af stað
með eineltisátakið okkar að hrista hreinlega þjóðina
aðeins saman um sterkt heilbrigðiskerfi. Okkur lang-
aði svo að vera með þjóðarvitundarvakningu þar sem
skilaboðin væru: hættum að rífast og förum að byggja
upp,“ segir Elísabet. „Ef við hugsum það rökrétt þá
erum við bara eins og lítil gata á Manhattan, 300
þúsund manna þjóð. Við getum alveg græjað þetta
ef viljinn er fyrir hendi. Viljinn er hjá öllum að búa
í landi þar sem er hugsað vel um gamla fólkið okkar
og þá sem eru veikir. Börnin í landinu. En einhvern
Þær segja að á meðan hjartað sé með, þá haldi þær áfram að safna til góðgerða.
Páll Óskar Hjálmtýsson aðstoðar í símasöfnun.
Á blaðamannafundi átaksins, hvert og eitt átak er kyrfilega kynnt.
veginn náum við að gera þetta svo flókið en þetta er
svo einfalt,“ segir Guðný og heldur áfram: „Það hefur
aldrei verið settur eins mikill peningur í heilbrigðis-
kerfið eins og árið 2015, en samt er þetta svona.“
„Það er vegna þess að kerfið hefur verið í svo miklu
svelti lengi og margt sem hefur setið á hakanum.
Þetta verður að vera í lagi – því ef þjóðin sameinast
ekki um að setja heilbrigðismál í fyrsta sæti þá á
hún ekki neitt. Heilbrigður maður á þúsund óskir en
veikur maður eina,“ segir Elísabet.
Reiknað með framlögum
Árið 2013 söfnuðu þær fyrir sérstakri bráðageð-
deild á Landspítalann og fundu þá sterkt fyrir þessu.
„Við ætluðum að gera þessa deild huggulega en þá
þurftum við að byrja á að kaupa svona hluti eins og
sprinklerkerfi. Það voru alls konar hlutir sem sjást
ekki en þurfa að vera í lagi. Það fór fullt af peningum í
þannig hluti,“ segir Guðný. „Guðný átti einmitt fræga
setningu þar þegar hún sagði að þeir myndu ekki
einu sinni fá að opna pitsustað þarna. Það er bara
þannig ástand á Landspítalanum í dag að það yrði
ekki opnaður pitsustaður þar.“
Stundum hefur verið talað um að það ætti að vera
hlutverk ríkisins að endurnýja tæki á spítalanum en
oftar en ekki er það fyrir tilstilli safnana sem slík tæki
eru keypt. „Ef grunnstoðir í heilbrigðiskerfinu væru
í lagi og væru sterkar þá er ekkert mál að safna fyrir
einu og einu tæki. Það er bara svo mikið í rúst undir
þessu öllu,“ segir Elísabet.
Það er bara
þannig ástand á
Landspítal-
anum
í dag að það
yrði ekki
opnaður
pitsustaður þar.
Guðný Pálsdóttir
↢ 2008
Krabba meins félag
Íslands Ríflega 50
milljónir kr. söfnuðust
2009
Styrktar félag
krabba meins sjúkra barna
Ríflega 54 milljónir króna
söfnuðust auk ýmissa
gjafa og annarra framlaga
2010 ↝
Ljósið Yfir 40 milljónir
króna söfnuðust
2011
Neistinn Ríflega 40
milljónir króna söfnuðust
2012
Dagur og Nótt Yfir 100
milljónir króna söfnuðust
2013
Bráðageðdeild á
Land spít alanum
2015
Samskiptasetur fyrir
fórnar lömb eineltis
Vinkonurnar hafa safnað miklum fjárhæðum til styrktar mörgum góðum málefnum
↣ „Auðvitað er það pirrandi. Það er líka frústrerandi
fyrir okkur og aðra sem standa fyrir söfnunum til að
styrkja heilbrigðiskerfið að það er nánast reiknað
með svona framlögum. Við viljum ekki að það sé gert
ráð fyrir að við söfnum 50-100 milljónum á ári. Það á
ekki að vera þannig í svona ríku samfélagi.“
Þjóðin vill heilbrigðismálin í lag
„Við erum samt ekki að tala heilbrigðiskerfið niður, því
það er þrátt fyrir allt frábært og fullt af góðum hlutum
sem virka vel. Starfsfólkið er einstakt,“ segir Gróa. „En
við teljum samt mikilvægt einmitt að sameinast um
þetta verkefni að koma öllu í lag, það er svo lítið mál,
við þurfum bara að henda okkur í það. Þjóðin öll vill að
þessi mál séu í lagi.“
Árið 2013 ákváðu þær að hafa átakið á tveggja ára
fresti og sjá fyrir sér að hafa einnig sjóð sem væri hægt
að veita úr minni fjárhæðir til fleiri málefna. „Núna
býður Orkan upp á orkulykil með nafni Á allra vörum
á. Þar fer ein króna af hverjum bensínlítra til okkar og
svo fáum við 2.500 krónur þegar hver lykill hefur keypt
250 lítra. Þetta fer í sérstakan jólasjóð hjá okkur sem við
ætlum að deila út um næstu jól til verðugs málefnis – og
við hvetjum alla til að ná sér í Á allra vörum Orkulykil.“
„Þegar við svo við lítum til baka, er gaman að sjá
breytinguna sem hefur orðið þegar góðum málum er
komið á framfæri og fleiri og fleiri nota áhrif og kraft
markaðssetningar í þeim efnum. Það spretta nánast
upp á hverjum degi ýmis góðgerðarverkefni og það er
gott að sjá að við höfum haft áhrif þar líka.“
1 9 . m a r s 2 0 1 6 L a U G a r D a G U r28 h e L G i n ∙ F r É T T a B L a ð i ð