Fréttablaðið - 19.03.2016, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 19.03.2016, Blaðsíða 2
Veður Suðvestan 5-13 og stöku skúrir eða jafnvel slydduél, einkum til fjalla, en þurrt og bjart veður norðan- og austanlands. Hiti 3 til 8 stig að deginum, mildast á Norðaustur- og Austurlandi. Sjá Síðu 60 Unnið að byggingu sjúkrahótels Benidorm, Albir og Calpe í apríl og maí. Flogið með Icelandair Vikuferðir í vorsólina Á mann m.v. 2 fullorðna í herbergi á Albir Playa með hálfu fæði. Brottför 29. mars. *Verð án Vildarpunkta 89.900 kr. Verð frá og 12.500 Vildarpunktar 79.900 kr.* ViðSkipti „Þetta eru ekki bara stjörnurnar heldur allt fylgdarlið líka, það fylgir þessu öllu mikill atgangur,“ segir Hjörtur Freyr Vig- fússon, markaðsstjóri Securitas. Dótturfyrirtæki Securitas, Servio, sérhæfir sig í þjónustu við kvik- mynda- og auglýsingafyrirtæki sem koma til Íslands. Þjónustan felst í akstri á sérút- búnum glæsikerrum, öryggis- og lífvarsla eins og að vera með vörð við hótelið sem viðkomandi gistir á eða hreinlega redda því sem þarf að redda hverju sinni. „Okkar mottó er að gestum okkar eigi að líða eins og drottningum og kóngum,“ segir Hjörtur og játar því að nóg sé að gera í bransanum enda hafi eftirspurnin aukist gífurlega síðustu árin í takt við vinsældir Íslands sem tökustaðar. Það eru sjö í föstu starfi hjá Servio en fjórtán í viðbót eru í verktaka- vinnu og kallaðir út þegar sinnt er stórum verkefnum. Eins og þessa dagana við Mývatni þar sem Holly- wood-myndin Fast and the Furious er tekin upp. Flestir starfsmenn eru fyrrverandi lögreglumenn sem fara svo í stranga sérþjálfun áður en þeir taka til starfa hjá Servio. „Við gefum ekkert uppi um gesti okkar en ég get sagt að við erum leiðandi í þessari þjónustu og séum með mjög mikilvæga kúnna,“ svarar Hjörtur kíminn þegar hann er spurður hvort Justin Bieber og Bill Gates hafi nýtt sér þjónustu fyrir- tækisins. „Þagmælskan er mikilvæg í þessu starfi. Það læra starfsmenn okkar strax, þeir yrða til dæmis ekki á gesti okkar nema á þá sé mælt. Það er ekki þetta venjulega kumpánlega íslenska spjall í boði.“ erla@frettabla- did.is Sérhæfa sig í þjónustu við erlendar stjörnur Servio sérhæfir sig í hágæða þjónustu sem felst í akstri, lífvörslu og almennum „reddingum“ fyrir stórstjörnur. Erlendir kvikmynda- og auglýsingagerðarmenn helstu viðskiptamenn. Markaður sem stækkar ört enda fjölgar stjörnunum hér. Góður gangur er í byggingu sjúkrahótelsins á lóð Landspítalans við Hringbraut. Iðnaðarmenn voru að störfum þegar ljósmyndari Fréttablaðsins átti þar leið um í gær. NLS Saga sér um byggingu nýja sjúkrahótelsins sem verður tekið í notkun árið 2017. Fréttablaðið/Vilhelm Þagmælskan er mikilvæg í þessu starfi. Það læra starfsmenn okkar strax, þeir yrða til dæmis ekki á gesti okkar nema á þá sé yrt. Hjörtur Freyr Vignisson markaðsstjóri Securitas Fjölmiðlar Fréttablaðinu í dag fylgir sérblaðið Komdu norður. Af því tilefni er aukin dreifing á blaðinu  á Norðurlandi  og blaðið gefið á sölu- stöðum á landbyggðinni. Blöðin munu fást á Olís Dalvík, Olís Ólafsfirði, Sam- kaup Ólafsfirði og Samkaup Siglufirði. – jhh Komdu norður fylgir í dag „Sumir kaupa sér miða á Saga Class þótt það sé hægt að fá ódýrari sæti rétt fyrir aftan. Það sama gildir um lúxusakstur,“ segir hjörtur sem hér stendur við einn af bílum Servio. Fréttablaðið/anton 250 þúsund kostar sólarhrings­ gæsla en allt eftir aðstæðum og áhættu. 35 þúsund krónur kostar akstur á flugvöllinn með glæsikerru. lögreglumál Óskað er eftir vitnum að umferðarslysi þar sem ekið var á barn á reiðhjóli á Sundlaugavegi í Reykjavík, móts við pylsuvagninn um kl. 17.22 þann 1. mars síðastliðinn. Þeir sem urðu vitni að slysinu eru vin- samlegast beðnir um að hafa samband við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu í síma 444-1000, senda tölvupóst í net- fangið jonatan.gudnason@lrh.is eða senda einkaskilaboð á fésbókarsíðu embættisins. – jhh Lýst er eftir vitni ViðSkipti Tryggingafélagið Vörður mun greiða 350 milljónir króna í arð vegna starfsemi síðasta árs. Þetta var ákveðið á aðalfundi félagsins sem lauk nú fyrir skömmu. Félagið skilaði methagn- aði á árinu eða 658 milljónum króna. Arðgreiðslan samsvarar 10,1 prósents ávöxtun eigin fjár. Mikil umræða var uppi í samfélaginu eftir að TM, VÍS og Sjóvá kynntu að þau hygðust greiða 9,6 milljarða króna í arð vegna starfsemi síðasta árs, ríf- lega tvöfaldan hagnað ársins. VÍS og Sjóvá ákváðu bæði að lækka arðgreiðslur ársins vegna umræð- unnar. Eigið fé Varðar nemur 3.475 milljónum króna. Iðgjöld jukust um 8,5%, fjárfestingatekjur um 161% og heildareignir um 10,4% en þær námu 11.330 milljónum króna í árslok. – jhh 350 milljónir greiddar í arð DómSmál Geirmundur Kristins- son, fyrrverandi sparisjóðsstjóri í Keflavík, hefur verið ákærður fyrir umboðssvik. Ákæran er í tveimur liðum og tengist lánafyrirgreiðslum upp á samtals rúmar 780 milljónir króna. Af þeim töpuðust um 730 millj- ónir. Hann er ákærður fyrir að hafa misnotað aðstöðu sína og stefnt fé sjóðsins í verulega hættu þegar hann lánaði einkahlutafélaginu Duggi 100 milljón króna yfirdrátt- arlán. Ekkert fékkst upp í kröfuna vegna yfirdráttarlánsins. Geirmundur er einnig ákærður fyrir að hafa valdið félaginu veru- legri fjártjónshættu þegar hann sem stjórnarformaður dótturfélags sjóðsins framseldi stofnfjárbréf í Sparisjóði Keflavíkur, að verðmæti rúmlega 683 milljónir króna, í lok árs 2007 til félagsins Fossvogshyls ehf. Ekkert endurgjald kom á móti bréfunum. – ak 700 milljónir töpuðust 1 9 . m a r S 2 0 1 6 l a u g a r D a g u r2 F r é t t i r ∙ F r é t t a B l a ð i ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.