Fréttablaðið - 19.03.2016, Blaðsíða 20
fótbolti Íslenska landsliðið leikur
tvo æfingaleiki í þessum mánuði.
Gegn Dönum þann 24. mars og svo
gegn Grikkjum fimm dögum síðar.
Þetta verða síðustu leikir liðsins áður
en EM-hópurinn verður valinn 9. maí
næstkomandi.
Landsliðsþjálfararnir Lars Lager-
bäck og Heimir Hallgrímsson til-
kynntu 24 manna leikmannahóp í
gær fyrir þessa leiki.
Eiður Smári Guðjohnsen er á
meðal þeirra leikmanna sem fá frí að
þessu sinni. Markvörðurinn Hannes
Þór Halldórsson snýr svo aftur eftir
meiðsli. Þjálfararnir segja að 10-15
leikmenn fyrir utan þennan hóp komi
til greina í EM-hópinn.
„Það eru margir leikmenn að minna
á sig þessa dagana með góðum leik
og mörkum. Eftir því sem það verður
erfiðara að velja hópinn þá erum
við greinilega að gera eitthvað rétt
í íslenskum fótbolta,“ segir Heimir
Hallgrímsson.
Andstæðingar Íslands í komandi
leikjum eiga það sameiginlegt að hafa
náð að vinna EM. Undankeppni EM
að þessu sinni var ekki góð hjá þeim
og þau mæta nú til leiks með nýja
þjálfara.
„Við viljum reyna að vinna leikina.
Það er markmið í öllum leikjum. Við
erum líka að horfa á samvinnu ákveð-
inna leikmanna,“ segir Heimir en er
óþægilegt að mæta liðum sem erfitt er
að spá í hvernig muni spila?
„Nei, ekki í þessu tilfelli. Þetta eru
ekki mótsleikir og því er það að vissu
leyti gott. Þau ætla að koma okkur á
óvart og verður gaman að sjá hvernig
við tæklum það. “
Stoltur tannlæknir
Ísland er að undirbúa sig í fyrsta skipti
fyrir þátttöku í lokakeppni stórmóts.
Það er risavaxið verkefni. Reynt hefur
verið að haga undirbúningi sem best
þó svo verið sé að feta í spor sem
íslensk knattspyrna þekkir ekki.
„Ég er bara stoltur tannlæknir sem
fæ að vera með þessum strákum í
þessu. Ég held að enginn af okkur geri
sér grein fyrir því hversu stórt þetta er.
Hversu mikið áreiti þetta verður. Ég er
mest hræddur um að við séum að fara
fáliðuð og fávís inn í þetta verkefni,“
segir Heimir en liðið verður í það
minnsta saman í fimm vikur.
„Menn þurfa að vera ansi ferskir til
að geta enn gefið af sér á fimmtu viku.
Við erum að reyna að vanda okkur
eins og við getum. Það er mikið álag á
öllum. Við eigum eftir að reka okkur á
og örugglega eitthvað sem við gerum
vitlaust. Þess vegna er svo mikilvægt
að vanda sig eins og hægt er.“
Reynir á nýja hluti
Heimir segir að það muni reyna mikið
á alla leikmenn. Bæði þá sem spila
mikið og eins þá sem kannski spila
ekki neitt.
„Það er erfitt fyrir atvinnumann
sem er forstjóri síns eigin fyrirtækis
að fá ekki að taka þátt. Þess vegna er
mikilvægt að við ræðum þessa hluti
við strákana í þessari ferð. Að menn
séu tilbúnir að fara á þeim forsendum
að svo geti farið. Þetta er þáttur sem
hefur aldrei reynt á hjá okkur því við
höfum aldrei verið saman í fimm
vikur.“ henry@frettabladid.is
Lokaútkall fyrir Evrópumótið
Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfarar tilkynntu í gær síðasta landsliðshóp sinn áður en
EM-hópurinn verður valinn. Heimir segir að það muni reyna jafnt á þá sem spila og spila ekki á EM.
Dreyminn. Hugur Heimis Hallgrímssonar er eðlilega að miklu leyti við EM í Frakklandi næsta sumar. FRéttablaðið/DaníEl
www.odalsostar.is
Þessi margverðlaunaði ostur hefur verið framleiddur
frá árinu 1965 og rekur ættir sínar til danska bæjarins
Maribo á Lálandi. Það sem gefur Maribo-ostinum sinn
einkennandi appelsínugula lit er annatto-fræið sem
mikið er notað í suðurameríska matargerð. Áferðin
er þétt en bragðið milt með vott af valhnetubragði.
Frábær ostur til að bera fram með fordrykk, í
kartöflugratín eða á hádegisverðarhlaðborðið.
MARIBO
HLÝLEGUR
Úrslitakeppni Domino’s-deild karla
Stjarnan - njarðvík 62-65
Stjarnan: Al’lonzo Coleman 29/16 fráköst,
Justin Shouse 14, Tómas H. Tómasson 8.
njarðvík: Haukur Helgi Pálsson 20, Jeremy
Atkinson 16/9 fráköst, Maciej Baginski 11.
Njarðvík leiðir einvígið, 1-0.
Haukar - Þór Þ. 64-67
Haukar: Brandon Mobley 25/8 fráköst,
Emil Barja 15, Finnur Atli Magnússon 10/8
fráköst.
Þór: Vance Hall 33/10 fráköst, Ragnar Braga-
son 10, Halldór G. Hermannsson 8.
Þór leiðir einvígið, 1-0.
Helgin
laugardagur
06.00 Formúla 1: tímataka Sport
12.35 Everton - arsenal Sport 2
14.25 Köln - bayern M. Sport
14.50 Chelsea - West Ham Sport 2
14.50 C. Palace - leicester Sport 4
16.25 Grindavík - Snæfell Sport 3
17.20 Swansea - aston Villa Sport
18.55 Zagreb - R. löwen Sport 2
19.40 Roma - inter Sport
19.40 inter - bologna Sport 2
Sunnudagur
04.30 Formúla 1 - Ástralía Sport
13.20 Southampt. - liverpool Sport
13.20 newcastle - Sunderl. Sport 2
14.55 Villarreal - barcelona Sport 3
15.50 Man City - Man Utd Sport
15.50 tottenham - bourn. Sport 2
16.25 augsburg - Dortmund Sport 5
16.50 Þróttur - FH Sport 4
17.25 Pick Szeged - Kiel Sport 3
19.00 Grindavík - KR Sport
19.25 Real Madrid - Sevilla Sport 2
19.40 aC Milan - lazio Sport 3
Markverðir
l Hannes Þór Halldórsson, Bodö/
Glimt
l Gunnleifur Gunnleifsson, Breiða-
blik
l Ögmundur Kristinsson, Hamm-
arby
l Ingvar Jónsson, Sandefjord
Varnarmenn
l Birkir Már Sævarsson, Hammarby
l Ragnar Sigurðsson, Krasnodar
l Kári Árnason, Malmö
l Ari Freyr Skúlason, OB
l Haukur Heiðar Hauksson, AIK
l Hörður Björgvin Magnússon,
Cesena
l Sverrir Ingi Ingason, Lokeren
l Hjörtur Hermannsson, IFK
Göteborg
Miðjumenn
l Aron Einar Gunnarsson, Cardiff
City
l Emil Hallfreðsson, Udinese
l Birkir Bjarnason, Sevilla
l Jóhann Berg Guðmundsson,
Charlton
l Gylfi Þór Sigurðsson, Swansea
l Ólafur Ingi Skúlason, Gencler-
birligi
l Theodór Elmar Bjarnason, AGF
l Arnór Ingvi Traustason, Norr-
köping
Sóknarmenn:
l Kolbeinn Sigþórsson, Nantes
l Alfreð Finnbogason, Augsburg
l Jón Daði Böðvarsson, Kaisers-
lautern
l Viðar Örn Kjartansson, Malmö
Landsliðshópurinn
ANÍtA kEppiR á HM Í kVöLD
Aníta Hinriksdóttir keppir í kvöld
í undanúrslitum í 800 metra
hlaupi á HM innanhúss í portland í
Bandaríkjunum. Sautján kepp-
endur berjast um sex laus sæti í
úrslitahlaupinu á morgun. Undan-
úrslitahlaupið hefst klukkan 18.15
í kvöld, að íslenskum tíma.
kLopp AftUR tiL DoRtMUND
Dregið var í 8-liða úrslit í Meistara-
deild Evrópu og Evrópudeildinni
í gær. Í Meistaradeildinni drógust
ríkjandi meistarar Barcelona gegn
Atletico Madrid og paris Saint-
Germain og Manchester City
eigast við. Í Evrópudeildinni mætir
Jürgen klopp, stjóri Liverpool,
sínum gömlu lærisveinum í Dort-
mund. Dráttinn í heild sinni má sjá
inni á Vísi.
1 9 . M a r S 2 0 1 6 l a U G a r D a G U r20 S p o r t ∙ f r É t t a b l a ð i ð
sport