Fréttablaðið - 19.03.2016, Blaðsíða 107

Fréttablaðið - 19.03.2016, Blaðsíða 107
Hjálparstarfið hefur notið góðra styrkja frá einstaklingum, félögum, fyrirtækj- um og stofnunum til verkefna innan- lands og utan. Nú í janúar styrkti Hall- grímssókn Hjálparstarfið með 3,3 milljóna króna framlagi en Hallgríms- sókn var frumkvöðull að því að hafa samskot í messum þar sem fólk getur lagt fram fé til brýnna málefna en fé er einnig safnað með ljósberanum í kirkj- unni þar sem m.a. margir ferðamenn gefa gjafir. Á myndinni sem var tekin við þetta tæki- færi eru sr. Jón Dalbú Hróbjartsson, Að- alheiður Valgeirsdóttir, varaformaður sóknarnefndar, Kristín Bjarnadóttir, fulltrúi Kristniboðssambandsins, Bjarni Gíslason, framkvæmdastjóri Hjálpar- starfs kirkjunnar og sr. Sigurður Árni Þórðarson. Héraðsskólinn er opinn allan ársins hring. Hjá okkur kemstu í veitingar og gistingu á góðu verði. Við sjáum um ráðstefnur, vinnufundi og veislur í skemmtilegu umhverfi gamla skólans á Laugarvatni. Verið ávallt velkomin Ást og friður Breytendur á Adrenalíni er angi af Breytöndum – Changemaker á Íslandi sem hafa það að markmiði að gera heiminn að betri stað. Við erum virkir þátttakendur í því sameiginlega átaki. Í starfinu kynnumst við heiminum nær og fjær, sækjum okkur þekkingu og lær- um hvert af öðru. Enginn getur gert allt, en allir geta gert eitthvað. Þess vegna höfum við staðið fyrir ýmiskonar viðburðum og reynum að fá fólkið í kringum okkur til að taka þátt í þeim með okkur. Meðal viðburða eru með- mælagöngur. Okkur finnst það nefni- lega kærkomin tilbreyting í okkar sam- félagi að ganga með en ekki á móti. Við veljum okkur þá málefni til að leggja aðaláherslu á í göngunni og mælum síð- an með því með skiltum og söng. 6. mars sl. héldum við meðmælagöngu fyrir trúfrelsi. Þar lögðum við áherslu á rétt fólks til að velja og finna sér farveg í friði og án þess að vera beitt ofbeldi. Hér á jörðu er nóg rými fyrir alla og það er hollt að rækta forvitni og virðingu fyrir flóru lífsins. Það má því segja að við setjum kraft okkar í að starfa í já- kvæðni og að vera uppbyggjandi. Breytendur á Adrenalíni hittast alla sunnudaga milli kl. 17.00 til 18.30 og er öllum 14 ára og eldri velkomið að vera með í starfinu. Hjalti Jón Sverrisson, umsjónarmaður æskulýðsstarfs og Garðar Ingvarsson, Breytönd á Adrenalíni. Breytendur eru meðmælendur Breytendur á Adrenalíni skipulögðu meðmælagöngu fyrir trúfrelsi þann 6. mars síðastliðinn. Hallgrímssókn styrkti Hjálparstarfið með 3,3 milljóna króna framlagi. Kærar þakkir fyrir stuðninginn! 8 – Margt smátt ... Hjálparstarf kirkjunnar sendi nú í febr- úar 22,6 milljónir króna til neyðarað- stoðar við stríðshrjáða Sýrlendinga sem hafa flúið heimili sín og eru heimil- islausir, hjá venslafólki eða í flótta- mannabúðum í Sýrlandi, Jórdaníu og Líbanon. Á árinu 2016 áætlar sam- starfsaðili Hjálparstarfsins á vett- vangi, International Orthodox Christi- an Charities (IOCC), að aðstoða um 60 þúsund manns með því að tryggja þeim aðgang að heilsugæslu og útvega fæði, skjól og húsbúnað ásamt því að gera börnum kleift að sækja skóla og veita flóttafólkinu sálrænan stuðning. Þá er móttökusamfélögum hjálpað svo þau geti sem best tekið á móti sífellt fleira flóttafólki. Utanríkisráðuneytið styrk- ir verkefnið um tuttugu milljónir króna. Í febrúar 2014 sendi Hjálparstarfið 16,6 milljónir króna til neyðaraðstoðar við stríðshrjáða Sýrlendinga og nemur því heildarframlag til þessa brýna mannúðarstarfs 39,2 milljónum króna. Talið er að fleiri en 200.000 manns hafi látið lífið í borgarastyrjöldinni sem hófst í Sýrlandi árið 2011. Af þeim tutt- ugu milljónum sem bjuggu í landinu áður en átökin hófust eru nú yfir tólf milljónir á flótta. Átta milljónir eru á vergangi í heimalandinu, fjórar milljón- ir hafa flúið land, langflestir til ná- grannalanda. Tæp hálf milljón Sýr- lendinga hafa hafa sótt um hæli í Evrópu. Hjálparstarf kirkjunnar í Grikk- landi, Ungverjalandi og Serbíu veita flóttafólki frá Sýrlandi, Afganistan, Er- itreu, Írak og Sómalíu neyðaraðstoð og sálrænan stuðning. Örmagna flótta- fólkinu eru veitt matarföng, húsaskjól, eldhúsáhöld, aðgangur að hreinlætis- aðstöðu og hreinlætisvörur auk þess sem leitast er við að veita því sálrænan stuðning, fræðslu og ráðgjöf. Neyðaraðstoð við flóttafólk frá Sýrlandi Stuðningur við enduruppbyggingu í Nepal Í Líbanon er nú um 1,5 milljónir flóttamanna frá Sýrlandi. Þrátt fyrir það hafa stjórnvöld í landinu ekki leyft hjálparsamtökum að reisa flóttamannabúðir. Flóttafólk hópast því saman í fátækrahverfum við landamærin. Hjálparstarf kirkjunnar veitir fólki þar margvíslega aðstoð, meðal annars með því að sjá fólkinu fyrir heitri og næringarríkri máltíð einu sinni á dag. Paul Jeffrey / ACT Alliance Í Nepal aðstoðar Alþjóðlegt hjálparstarf kirkna, ACT Alliance, 308 þúsund íbúum sem urðu illa úti í jarðskjálftanum í apríl í fyrra með því að tryggja þeim hreint vatn og hreinlætisaðstöðu, heilbrigðis- þjónustu, húsaskjól og stuðning við við- gerð á húsnæði, matarföng, áfallahjálp og sálrænan stuðning. Hjálparstarf kirkjunnar sendi nú í febrúar 21 milljón króna, verkefna sem DCA, dönsk systur- samtök Hjálparstarfsins, stýra og lýkur þeim í apríl 2016. Utanríkisráðuneytið styrkti verkefnið um tuttugu milljónir króna. Alþjóðlegt hjálparstarf kirkna, ACT All- iance, hefur síðan í fyrravor aðstoðað fórnarlömb jarðskjálftans í Nepal með því að tryggja hreint vatn og hreinlætis- aðstöðu, heilbrigðisþjónustu, bráða- birgðaskýli, matarföng, áfalla hjálp og sálrænan stuðning. Lúterska heimssam- bandið (LWF), Lúterska hjálparstarfið í Bandaríkjunum (LWR), finnska hjálpar- starfið (NCA) og danska hjálparstarfið (DCA) framkvæma neyðaraðstoðina í samstarfi við innlend samtök sem eru aðilar að ACT Alliance. Jarðskjálftinn sem reið yfir þann 25. apríl síðastliðinn var upp á 7.3 stig á Richter. Upptökin voru 80 km norðvestur af höfuðborginni Kathmandu. Talið er að rúmlega 7000 manns hafa látist í kjölfar skjálftans og eyðileggingin á innviðum var gífurleg. Kabita Shrestha missti allt sitt þegar húsið hennar hrundi í jarðskjálftanum í apríl í fyrra. Hún fékk stuðning frá Hjálparstarfi kirkna til að koma þaki yfir fjölskyldu sína á ný. Hún og aðrar konur í þorpinu hennar bjuggu til múrsteinana úr leir og bökuðu við eld og tóku svo þátt í að hlaða ný húsakynni. Margt smátt ... – 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.