Fréttablaðið - 19.03.2016, Blaðsíða 44
North Aurora Guesthouse hefur
gert samning við Þingeyjarsveit,
eiganda sundlaugarinnar á Laug-
um, um að bjóða upp á norður-
ljósaböð eftir að hefðbundnum
opnunar tíma laugarinnar lýkur
en verkefnið hefur fengið nafn-
ið North Aurora Baths. Norður-
ljósaböðin munu standa til boða
alla daga vikunnar frá 1. septem-
ber til 31. desember 2016 milli 22.
og 01. „Miðað við þær undirtektir
sem við höfum þegar fengið geri
ég fastlega ráð fyrir því að fram-
hald verði á, að reynslutíma lokn-
um og að hægt verði að bjóða upp
á þessi böð frá september til apríl
til frambúðar,“ segir Bryndís Pét-
ursdóttir, eigandi North Aurora
Guesthouse.
Markhópurinn er að sögn Bryn-
dísar fyrst og fremst erlendir
ferðamenn; ýmist gestir á eigin
vegum, gestir sem gista í grennd
við Laugar og gestir ferðaskrif-
stofa sem eru að selja norðurljósa-
ferðir á svæðinu. Hún segir Ís-
lendinga þó ekki síður geta notið
upplifunarinnar. „Við munum
slökkva öll ljós í nærumhverf-
inu og kveikja á kertum og lukt-
um. Gestir fá slopp og ótakmark-
aðan aðgang að lífrænu kaffi, tei
og kakói í notalegri sófasetustofu.“
Laugin liggur, að sögn Bryndís-
ar, mjög vel og gestir sjá út allan
dalinn. Engar byggingar byrgja
sýn og í lauginni er hvorki renni-
braut né önnur tæki sem skapa
læti. „Þetta er sannkölluð sveita-
laug þar sem ró og friður ræður
ríkjum en umhverfis hana er
góður garður sem er hellulagður
að hluta og þar er auðvelt að stilla
upp þrífæti til að taka myndir,“
upplýsir Bryndís. Ef norðurljósin
láta ekki á sér kræla getur fólk að
hennar sögn engu að síður átt nota-
lega stund í myrkrinu og kyrrð-
inni sem hún segir upplifun út af
fyrir sig. „Þá erum við með Float-
ing-vörurnar sem fólk getur feng-
ið lánaðar og liðið um með náttúru-
öflin allt í kring.“ Bryndís segir
hluta upplifunarinnar meðal ann-
ars felast í því að hámarksfjöldi
gesta verður takmarkaður við 40
í senn. „Það er því mikilvægt að
hópar og aðrir gestir hafi samband
fyrirfram og láti taka frá pláss.“
Bryndís segir að af öllum stöð-
um á landinu séu mestar líkur á
því að sjá norðurljós á Laugum.
„Það er búið að rannsaka þetta
mikið síðustu þrjátíu ár og þetta
er niðurstaðan. Þá er verið að
byggja rannsóknarsetur norður-
ljósa á Kárhóli sem er hérna stein-
snar frá en það verður líka opnað
í haust. Þetta helst því allt í hend-
ur og styrkir ferðaþjónustuna allt
í kring,“ segir Bryndís en ellefu
gistiheimili eru í dalnum.
Sérstök kynningaropnun á
norður ljósaböðunum hófst í gær
og stendur fram á mánudag. Þessa
daga er ókeypis inn og eru allir
velkomnir.
Norðurljósaböð í
sundlauginni á Laugum
Boðið verður upp á norðurljósaböð í sundlauginni á Laugum frá og með
1. september næstkomandi. Sérstök kynningaropnun stendur yfir til 21. mars.
Sýnt hefur verið fram á að mestar líkur eru á að sjá norðurljós á Laugum.
Bryndís á von á því að framhald verði á
böðunum að reynslutímanum loknum.
Laugin liggur mjög vel og gestir sjá út allan dalinn. Engar byggingar byrgja sýn.
Saga Hótels Kea nær aftur til
ársins 1944. Flestir Íslendingar
þekkja þetta sögufræga hús. Hót-
elið hefur lengi verið miðpunktur
menningar á Akureyri og býður
upp á frábæra gistingu og mat á
veitingastaðnum Múlaberg bistro
& bar. Hrafnhildur E. Karlsdótt-
ir hótelstjóri segir að Akureyri sé
eins og útlönd fyrir marga Íslend-
inga. „Hér höfum við upp á svo
margt að bjóða. Við segjum gjarn-
an að öll lífsins gæði séu í göngu-
færi. Hótelið er í hjarta bæjarins
þar sem stutt er í alla þjónustu
auk þess sem við erum með frá-
bæran veitingastað sem býður úr-
vals matargerð úr íslensku hrá-
efni. Hótel Kea er steinsnar frá
útivistar paradísum, skíðasvæðinu
í Hlíðarfjalli, útivistar- og göngu-
skíðasvæðinu í Kjarnaskógi og
Naustaborgum. Síðan er örstutt í
önnur skíðasvæði eins og á Dalvík,
Ólafsfirði og á Siglufirði,“ segir
Hrafnhildur og bendir á að skíða-
svæðið á Dalvík sé mjög barnvænt.
„Um páskana verða Stebbi og Eyfi
með tónleika á föstudaginn langa
eins og verið hefur undanfarið.“
segir hún.
Hrafnhildur segir að upplagt
sé að koma til Akureyrar í helgar-
ferð, njóta þess sem bærinn hefur
upp á að bjóða og fara síðan í bíl-
túr í nærliggjandi sveitir. „Það
tekur bara klukkutíma að aka til
Siglufjarðar,“ segir hún. „Við fáum
mikið af skíðafólki yfir vetrartím-
ann en það er miklu meira í boði á
Akureyri. Hér er blómlegt menn-
ingarlíf, listasöfn og skemmtileg-
ar verslanir. Veturinn hefur verið
góður hér fyrir norðan og við
erum beintengd við veðurguðina
sem segja að páskarnir verði mjög
góðir.“
Múlaberg bistro & bar er með
happy hour milli kl. 16-18. „Veit-
ingastaðurinn opnar kl. 11 á morgn-
ana og býður upp á frábær tilboð í
hádeginu, til dæmis er fiskur/rétt-
ur dagsins á aðeins 1.990 krón-
ur. Á barnum skapast skemmtileg
stemning seinni partinn þegar fólk
kemur inn eftir góðan útivistardag.
Við erum með mikið úrval af kokkt-
eilum, bjór og víntegundum. Einn-
ig er gott kaffi í boði og kakó. Veit-
ingastaðurinn er með fjölbreyttan
matseðil, allt frá smáréttum til að-
alrétta. Hótel Kea er elsta hótel á
Norðurlandi og við erum stolt af
því,“ segir Hrafnhildur sem hefur
verið hótelstjóri frá árinu 2012 en
hefur starfað hjá fyrirtækinu síðan
1998. Hún segist finna fyrir aukn-
um straumi ferðamanna til Akur-
eyrar allan ársins hring, jafnt inn-
lendra sem erlendra.
Öll herbergin á Kea eru búin
helstu þægindum en hægt er að
kynna sér hótelið, skoða myndir
og dagskrá um páskana á heima-
síðunni www.keahotels.is
Öll lífsins gæði í göngufæri
Hótel Kea er eitt af þekktustu kennileitum Akureyrar og stendur í hjarta bæjarins.
Stutt er í alla þjónustu, verslanir, söfn og náttúruparadísir. Hótelið býður upp á vel
búin herbergi, veitingastað, bar, ráðstefnu- og fundasali.
Hótel Kea stendur á fallegum stað, miðsvæðis í bænum.Hrafnhildur E. Karlsdóttir, hótelstjóri á
Kea. MYND/AUÐUNN
Hvalasafnið á Húsavík
hefur miðlað fræðslu og upplýsingum um hvali og lífríki þeirra
á skemmtilegan, lifandi og áhugaverðan hátt til gesta sinna
frá árinu 1997. Sýning safnsins er um 1600 m2, þar sem meðal
annars má fræðast um hvalategundir, líffræði hvala og hval-
veiðisöguna. Á safninu eru margir áhugaverðir gripir til sýnis
þar á meðal 11 tilkomumiklar hvalabeinagrindur. Sú stærsta er
af steypireyð sem er tæpir 22 metrar á lengd.
Verið velkomin á Hvalasafnið á Húsavík
Opnunartímar
um páskana
Opið alla virka
daga 9-14
Opið á skírdag og annan
í páskum frá 9-14
Lokað föstudaginn langa
Almennur
opnunartími
Október-apríl
Virka daga 9 – 14
Maí – september
Daglega 8.30 – 18.30
Hafnarstétt 1 • 640 Húsavík • sími 414 2800
www.hvalasafn.is • netfang: info@whalemuseum.is
Endalaust
ENDALAUST
NET
1817 365.is
KoMDU NorÐUr Kynningarblað
19. mars 20164