Fréttablaðið - 19.03.2016, Blaðsíða 102

Fréttablaðið - 19.03.2016, Blaðsíða 102
Hér á Akureyri erum við einstaklega metnaðarfull þegar kemur að pylsum og skyndibita almennt og athugaðu að hér tölum við um pylsu en ekki pulsu. Í fyrsta lagi er pylsa með öllu ekki pylsa með öllu nema á henni sé kokteilsósa. Hallgrímur Sigurðsson „Það er nú þetta sem setur lit á til­ veruna, að vera pínulítið skrítinn í mat,“ segir Hallgrímur Sigurðsson, matreiðslumeistari, veitingamaður og Akureyringur, spurður út í mat­ ardynti sveitunga sinna en Akur­ eyringar eiga sér ríkulega matar­ menningu sem getur komið gest­ um á óvart. Hallgrímur er öllum norðlenskum matarhnútum kunn­ ugur, eigandi fjölda veitingastaða í bænum og hefur einnig gert yfir sextíu sjónvarpsþætti um íslenska matarmenningu fyrir N4. Kokteilsósudraumur „Hér á Akureyri erum við einstak­ lega metnaðarfull þegar kemur að pylsum og skyndibita almennt og athugaðu að hér tölum við um pylsu en ekki pulsu. Í fyrsta lagi er pylsa með öllu ekki pylsa með öllu nema á henni sé kokteilsósa. Ef hana vantar er þetta bara orðið að pulsu,“ segir Hallgrímur sposk­ ur og gefur ekkert fyrir þann sið að sprauta sinnepinu ofan á pylsuna. „Það að setja allt undir pylsuna er einfaldlega snyrtilegra og hent­ ugra á allan máta. Það er ekki gott að borða pylsu með skegg ef sósa er ofan á. Djúpsteikta pylsan, með osti, kryddi og frönskum í brauðinu er sérstaklega góð akur eyrsk út­ færsla á pylsu. Hún er algjör spari­ matur hjá mér,“ segir Hallgrímur en þar með eru ekki allar útfærslur á pylsu upptaldar. „Í pylsuvagnin­ um í Hafnarstræti fást núna pylsur með bökuðum baunum, fermingar­ frönskum, steiktu beikoni og ýmsu fleira spennandi meðlæti.“ Béarnaise-höfuðborg Íslands Akureyringar eru sem sagt hrifnir af kokteilsósu, en þeir elska béarn­ aise­sósu að sögn Hallgríms. Hann kallar Akureyri béarnaise­höfuð­ borg Íslands. „Það er ekki til sá réttur hér í bænum sem ekki er búið að troða henni á. Þetta jaðr­ ar við ofnotkun. Béarnaise­ham­ borgarar, béarnaise­pitsur, béarn­ aise­kartöflusalat! Ég hef reynd­ ar ekki séð hana enn þá á pylsu í brauði, en maður veit aldrei.“ Borgari með frönskum á milli „Þar erum við aftur komin að þæg­ indunum. Af hverju að hafa mat í tveimur ílátum ef það er hægt að koma honum fyrir í einu?“ Laufabrauð með kúmeni Laufabrauð er upprunnið á Norður­ landi þó það eigi vinsældum að fagna víðar um landið á jólum. Ak­ ureyringum tekst þó að setja eigið tvist á það, kúmen. „Laufabrauð með kúmeni er sérstakt og til dæmis í minni fjöl­ skyldu er laufabrauð ekki laufa­ brauð nema í því sé kúmen,“ segir Hallgrímur. „Kúmen vex villt í Svarfaðardal og ég held jafnvel að rekja megi alla kúmennotkun Ís­ lendinga beinustu leið í Svarfaðar­ dalinn.“ Ein með öllu nema … kokteilsósu? Akureyringar eiga sér ríkulega matarmenningu sem getur komið leikmönnum á óvart, þegar þeir finna franskar kartöflur milli laga í hamborgaranum og kokteilsósu á pulsu með öllu! Við fengum Hallgrím Sigurðsson matreiðslumeistara til að svara fyrir þessa dynti. Hallgrímur Sigurðsson matreiðslumeistari segir Akureyringa leggja mikinn metnað í skyndibita. mynd/Auðunn nÍElSSon Lamb Inn veitingastaður og gistihús margt um að vera í Eyjafirði Margt skemmtilegt má taka sér fyrir hendur í Eyjafirði um páskana sem og aðra daga ársins. Fjölmörg ferðaþjónustufyrirtæki bjóða upp á áhugaverða þjónustu á svæðinu. Þar má finna allt frá veitingastöðum og gistihúsum til skemmtilegra safna og seiðkvenna. Sólarmusterið Seiðkonan Sigríður Ásný Sólar­ ljós verður með opið í Sólarmust­ erinu um páskana og því um að gera að hringja og panta. Sigríð­ ur veitir fólki innsýn í hvernig það getur tengst náttúrunni og náttúruöndunum. Hún tengir fólk við jarðar hjólið sem byggt var árið 2013 af Jesse­Blue, boð­ bera friðar, en hann smíðaði fimm jarðarhjól hér á landi. Pálmasunnudag 20. mars mun Sigríður fagna vorjafndægri og blessa vatnið. Nánari upplýsingar má finna á Facebook undir Sólarmusterið. Smámunasafnið Smámunasafn Sverris Hermanns­ sonar í Sólgarði er bráðskemmti­ legt safn. Þetta er ekki safn ein­ hverra ákveðinna hluta heldur allra mögulegra hluta. Hversdagsleg­ ir hlutir eru þar mitt á meðal afar óhefðbundinna hluta. Smámunasafnið verður opið alla páskana, frá skírdegi fram á annan í páskum, milli klukkan 13 og 17. Boðið verður upp á leiðsögn um safnið, páskaeggjaleit, ljúffengar sveitavöfflur og kaffi. Nánari upplýsingar á Facebook undir Smámunasafn Sverris Her­ mannssonar. Silva, veitingastaður og gisting Á bænum Syðra­Laugalandi er rek­ inn grænmetisveitingastaðurinn Silva en þar er einnig boðið upp á gistingu í tveimur fullbúnum bú­ stöðum og gistihúsi. Veitingastaðurinn er opinn annan hvern föstudag frá klukkan 18 til 21. Opnunardagar í vetur eru 18. mars, 1., 15. og 29. apríl, 13. og 27. maí. Frá og með 1. júní er opið fyrir morg­ unverð frá 8 til 10 og kvöldmat frá 17 til 21. Silva er í aðeins 14 km fjarlægð frá miðbæ Akureyrar en nánari upp­ lýsingar má finna á silva.is, undir Silva hráfæði á Facebook eða í síma 851 1360. Brúnalaug gistihús og garðyrkjustöð Lamb Inn er fallegt gistihús og skemmtilegur veitingastaður í aðeins átta mínútna akstursfjar­ lægð frá Akureyri. Veitingastað­ urinn verður opinn í páskavik­ unni daglega frá miðvikudeginum til laugar dags frá kl. 18 til 21. Á boðstólum verða hinar víðfrægu kótilettur í raspi með tilheyrandi, súpa, brauð og salat og ofnsteikt bleikja ásamt eftirréttum. Boðið verður upp á gistitilboð sem eng­ inn getur hafnað. Nánar á lambinn.is og í síma 463­1500. Brúnalaug er við þjóðveg 823 í Eyjafjarðarsveit. Þar er stund­ uð ylrækt í sex gróðurhúsum, um 1.100 m2 að stærð. Ræktaðar eru paprikur allan ársins hring og frá vori til hausts einnig agúrkur og steinselja. Þar er einnig rekið lítið gistihús sem getur hýst sjö gesti. Í því eru Kaffi Kú – upplifun, kaffihús og beint frá bónda Kaffi Kú er skemmtilega öðruvísi kaffihús á bænum Garði, tíu kíló­ metra sunnan Akureyrar. Kaffi­ húsið er á fjósloftinu í stærsta og tæknivæddasta fjósi landsins og þaðan má fylgjast með kúnum í fjósinu. Um páskana verður frítt í fjós­ ið og hægt að hitta kálfana. Einnig er hægt að kaupa nautakjöt beint frá býli og því tilvalið að kaupa páskasteikina og grillhamborgara á Kaffi Kú frá Nautakjöt.is Opið verður dagana 18. mars til og með 28. mars frá kl 12 til 18. tvö tveggja manna herbergi, eitt eins manns herbergi, svefnsófi í stofu, tvö salerni, þar af annað með sturtu. Vel útbúið eldhús er þarna. Úti er verönd með heitum potti og grilli. Lögð er áhersla á heimilislegt, notalegt og barnvænt umhverfi. Gestum gistihússins er velkomið að skoða gróðurhúsin. Komdu norður Kynningarblað 19. mars 201614
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.