Fréttablaðið - 19.03.2016, Blaðsíða 18
Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir forStjóri: Sævar Freyr Þráinsson Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is
aðStoðarritStjórar: Fanney Birna Jónsdóttir fanney@frettabladid.is, Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis
á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSn 1670-3871
fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞróunarStjóri: Tinni Sveinsson tinni@365.is helgarBlað: Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is og Viktoría Hermannsdóttir viktoria@frettabladid.is
menning: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is ljóSmyndir: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚtlitShönnun: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is
Gunnar
Mín skoðun Sif Sigmarsdóttir
Kristín
Þorsteinsdóttir
kristin@frettabladid.is
Ég ætlaði að hefja þessar hugleiðingar á einhverju fleygu og fáguðu. En ég er með hausverk, kaffið var að klárast, rafgeymirinn á bílnum er dauður og kló-
settpappírinn er búinn. Eftirfarandi verður því að duga:
Lobbíistar þessa lands hafa nú troðið hausnum á sér
svo langt upp í sjálfhverfan óæðri endann á sér að þeir
heyra ekki lengur að þeir hljóma eins og organdi smá-
barn sem hendir sér í gólfið í nammideildinni í Hagkaup
því mamma þess vill bara kaupa einn poka af gúmmí-
körlum en ekki heilt þorp.
Í fréttum er þetta helst:
l Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar vill að stjórn-
völd beiti sér í því að halda krónunni veikri svo bransinn
hans græði sem mest.
l Samtök iðnaðarins vilja ekki að neytendur geti keypt
sér bjór í matvöruverslunum. Ástæðan er þó ekki lýð-
heilsulegs eðlis heldur ráða arðsemissjónarmið för.
Íslenskir bjórframleiðendur óttast að tapa markaðs-
hlutdeild gagnvart erlendum framleiðendum því hingað
til lands slysast annað slagið auglýsingar frá erlendum
áfengisframleiðendum með erlendum fjölmiðlum.
l Formaður Framsóknarflokksins nær ekki upp í nef
sér yfir að ASÍ skuli eitthvað vera að pæla í hagsmunum
neytenda þegar kemur að nýjum búvörusamningum.
Hverjum er ekki sama um þessa neytendur?
Það er svo margt í veröldinni sem okkur finnst sjálfsagt
af vana einum saman. Okkur finnst sjálfsagt að himinn-
inn sé blár, að það séu sjö dagar í vikunni, að Sjónvarps-
fréttirnar byrji klukkan sjö. En hvað ef himinninn væri
rauður? Hvað ef það væru bara fjórir dagar í vikunni?
Hvað ef Sjónvarpsfréttirnar byrjuðu klukkan átta?
Hvað ef í fréttum væri þetta helst:
l Innflutningstollar hafa verið settir á ítalskt pestó eftir
að Mörður Þjóðmundsson á Ysta-Túni hóf framleiðslu á
íslensku hundasúru-pestói. Hundasúrurnar koma allar
úr bæjarhlaðinu en pestóið inniheldur einnig extra
virgin þorskalýsi, fíflamjólk, rifinn Skólaost frá Mjólkur-
samsölunni og iðnaðarsalt frá Ölgerð Egils Skallagríms-
sonar.
l Slökkt hefur verið endanlega á internetinu á Íslandi
að kröfu Samtaka íslenskra pistlahöfunda. Ómælt
lesefni frá útlöndum hefur þótt veikja samkeppnisstöðu
þeirra sem sinna ritstörfum hér á landi og grafa undan
atvinnumöguleikum þeirra. Jórunn Tómasdóttir, tals-
kona átaksins „Íslenskar skoðanir, já takk!“ telur að með
aðgerðinni fjölgi í stéttinni sem nemur fingrum beggja
handa. Rétt rúm vika er síðan þýðingar á erlendum bók-
menntaverkum yfir á íslensku voru með öllu bannaðar
til að vernda íslenska bókaritun.
l Nemendur 10. bekkjar Álftamýrarskóla fóru í hungur-
verkfall í kjölfar frétta þess efnis að kvikmyndainnflutn-
ingskvótinn er uppurinn og frumsýningu myndarinnar
X-Men: Apocalypse hefur verið frestað til næsta árs. Í
staðinn munu kvikmyndahús landsins sýna nýjustu
mynd Hrafns Gunnlaugssonar, Hrafninn flýgur 2 og sjálf-
stætt framhald hennar, Hrafninn mígur – í Elliðavatn.
l Alþingi samþykkti í gær frumvarp um svo kallaða
„berskyldu“ en hún líkist herskyldu annarra landa nema
í stað þess að bera vopn verður bermönnum gert að bera
farangur erlendra ferðamanna sem sækja Ísland heim
upp um fjöll og firnindi og tröppur gistiheimila sem ekki
eru með lyftu. Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar
segir lögin mikilvægt skref í að viðhalda straumi ferða-
manna hingað til lands og hámarka arðsemi greinarinn-
ar. Á morgun hyggst Flokkur gráðugra hagsmunaaðila
leggja fram breytingartillögur á frumvarpinu sem fela í
sér útvíkkun á skyldum þeirra sem hljóta berkvaðningu.
Verður bermönnum þá einnig gert að fara með íslenskar
rímur fyrir erlenda gesti sé þess óskað, flytja þeim þjóð-
lög á langspil, víkja úr rúmum sínum komi upp skortur
á hótelplássum, teyma túrista um hættur hálendisins í
ólum svo þeir fari sér ekki að voða og hreinsa upp saur
þeirra sem kjósa að gera þarfir sínar undir berum himni.
Myndum við láta þessa skálduðu hagsmunaaðila vaða
yfir okkur á skítugum skónum? Krafa hinna raunveru-
legu lobbíista er ekkert réttmætari.
Íslenskar skoðanir, já takk!
Við höfum aðstoðað fjölda Íslendinga í gegnum árin og viljum gjarnan
aðstoða þig. Við höfum okkar fulltrúa á Íslandi og skrifstofu í Orlandó
og erum reiðubúin til að aðstoða við kaup eða sölu eignar í Orlandó.
Nú er hagkvæmt að kaupa og hagkvæm lán í boði. Okkar aðstoð og
ráðgjöf kostar kaupanda ekkert. Endilega hafðu samband ef þú ert að
spá og við munum taka vel á móti þér á Íslandi og/eða Orlandó.
Ísland – Þórhallur Guðjónsson eign.i.florida@gmail.com S. 896-8232.
Florida – Meredith Mahn LIVINFL@aol.com S. 001-321-438-5566.
FLÓRÍDA - HÚSEIGNIR TIL SÖLU
Hefur þú hugleitt að kaupa þér hús
í Orlandó eða öðrum stað í Flórída ?
Stóru tíðindin af ársfundi Seðlabankans var yfirlýsing Bjarna Benediktssonar fjármálaráð-herra um afnám hafta síðar á árinu.Yfirlýsingunni fylgdi engin útfærsla, önnur en sú að sérstakar varúðarreglur myndu leysa fjármagnshöftin af hólmi. Þannig ætti að girða
fyrir að hér skapaðist sams konar ástand og fyrir 2008,
sem endaði eins og allir muna með frjálsu falli krónunn-
ar, gjaldeyrishöftum og algeru hruni efnahagslífsins.
Það eru góð tíðindi að fjármálaráðherra telji okkur
geta aflétt fjármagnshöftunum.
Við skulum ekki gleyma að þau setja umtalsverðar
skorður á líf venjulegs fólks og fyrirtækja í landinu.
Takmarkanir á úttektum á erlendum gjaldeyri vegna
utanferða snerta fjölskyldur á leið í sólarfrí. Bann við
fjárfestingum í erlendum félögum eða lánveitingum
milli landa koma við kaunin á atvinnulífinu, og tilvist
gjaldeyrishafta fælir frá erlenda fjárfestingu.
Síðast en ekki síst þá loka höftin lífeyrissjóðina inni
á Íslandi, og ýta þannig undir bólumyndun bæði á
hlutabréfa- og fasteignamarkaði. Lífeyrissjóðsfélagar
og hagkerfið í heild hagnast á því að liðkað sé fyrir
fjárfestingum sjóðanna, og annarra fjársterkra aðila, í
útlöndum.
Því má segja að það sé lífsspursmál fyrir heilbrigt
hagkerfi til lengri tíma að afnema höftin. En það þarf
að fara að öllu með gát. Hér má ekki skapast ástand þar
sem peningar leita út í of miklum mæli með tilheyrandi
þrýstingi á gjaldmiðilinn.
Passa þarf að halda jafnvægi. Krónan hefur þegar
styrkst talsvert síðustu mánuði, og ekki er gott að sjá
fyrir áhrif áframhaldandi styrkingar á ferðamanna-
strauminn. Það er ólíklegt að ferðamönnum fjölgi áfram
um fjórðung á hverju ári ef gjaldmiðilinn styrkist til
muna.
Núverandi ríkisstjórn, í góðu samstarfi við Seðla-
bankann, hefur haldið vel á spöðunum í efnahags-
málum. Þar hafa utanaðkomandi aðstæður vissulega
hjálpað til, svo sem íslenska ferðamannavorið og fisk-
veiðarnar. Útkoman í samningum ríkisins við kröfuhafa
spilar þó stærstu rulluna. Ísland er nú í hópi þeirra ríkja
veraldar, sem búa við minnsta skuldabyrði, sé miðað
við hlutfall af landsframleiðslu. Það er af sem áður var.
Í þessu samhengi eru dylgjur á Alþingi um að for-
sætisráðherra hafi leikið tveim skjöldum í þessum
viðræðum í besta falli hjákátlegar, og í versta falli sjúk-
dómseinkenni á fárveikri pólitískri umræðu.
Fjármálaráðherra lauk ræðu sinni með orðunum
„Thank you, and goodbye“, og vísaði í lausn mála gagn-
vart erlendu kröfuhöfunum. Verkinu er hins vegar
ekki lokið. Nú þarf skynsamlega útfærslu á afnámi
gjaldeyrishaftanna. Ef rétt er haldið á spöðunum gætu
skilnaðarorðin til Bjarna, ef til kæmi að hann léti af
embætti fjármálaráðherra við næstu kosningar, orðið:
„Thank you, goodbye and well done.“
Thank you,
goodbye
Í þessu sam-
hengi eru
dylgjur á
Alþingi um
að forsætis-
ráðherra hafi
leikið tveim
skjöldum í
þessum við-
ræðum í besta
falli hjákátleg-
ar, og í versta
falli sjúk-
dómseinkenni
á fárveikri
pólitískri um-
ræðu.
1 9 . m a r s 2 0 1 6 L a U G a r D a G U r18 s k o ð U n ∙ F r É T T a B L a ð i ð
SKOÐUN