Fréttablaðið - 19.03.2016, Blaðsíða 31
Sjáðu fermingarbörn
bregðast við þessari gjöf
frá 1986 á arionbanki.is
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/S
ÍA
–
1
6
-0
6
1
9
Framtíðarreikningur
– í fullu gildi í framtíðinni
Með því að leggja fermingarpeningana inn á Framtíðarreikning
auðveldar þú þér að láta framtíðardraumana rætast.
Fermingargjafir eldast misvel og með því að spara tryggir
þú að gjöfin þín nýtist í framtíðinni.
Framtíðarreikningur Arion banka ber alltaf hæstu vexti
verðtryggðra sparnaðarreikninga okkar og er bundinn til
18 ára aldurs.
Ef 30.000 kr. eru lagðar inn á Framtíðarreikning
leggjum við 5.000 kr. á móti.
er allt frekar leiðinlegt. Flatir akrar og
skógar sem er raðað eftir kerfum. Það
er svo mikils virði að viðhalda ósnertu
umhverfi eins og á Íslandi,“ útskýrir
hann.
„En þegar fólk er alið upp í samfé-
lagi eins og Hafnarfirði þá kann það
ekki að meta hraunið og það er alveg
eðlilegt. Fólk verður samdauna því
sem það er vant. En allar borgir og
allir bæir alls staðar í heiminum, þú
veist, ef hraun væri í miðri Barselóna
væri það auðvitað ómetanlegt. Ef hluti
New York yrði að hluta samofinn
hrauni yrði það geðveikt. Við búum
við svo mikla töfradraumaforgjöf og
við sjáum það ekki einu sinni. Fólk
sér ekki fegurðina í bakgarðinum hjá
sér. Það vill bara valta yfir hraunið en
finnst kannski Alparnir miklu fallegri
því það sér Alpana bara á myndum
eða fer þangað í frí. Það hefur ekki fjar-
lægðina til að sjá þetta eins og gestir sjá
þetta. Þannig að ég skil það rosalega
vel, en mig langar svo ofboðslega til
að sýna fólki hvað það er með í hönd-
unum hérna á íslandi, svo við glutrum
því ekki niður. Það er svo mikilvægt að
við klúðrum því ekki.“
Hættum að kíta
Agli finnst gott að vera á Íslandi, en
ætlar ekki að flytja heim í bráð. „Ég
hef samt 1000 prósent trú á framtíð
Íslands. Það eru svo mörg tækifæri á
þessu landi. Ég held að fólk þurfi bara
að sýna hugrekki og brjótast út úr
þessum hefðbundnu kerfum. Það fer
ofboðsleg orka í rifrildi um hluti sem
skipta ekki höfuðmáli. Við höfum svo
margt mikilvægt að gera að við höfum
ekki tíma til að kýta,” segir Egill og
brosir.
Erum við neikvæð og þrasgjörn?
„Nei, mér finnst Íslendingar ekkert
endilega neitt rosalega neikvæðir. Það
væri bara ofboðslega gaman ef allir
gætu séð stóru myndina. Hvar Ísland
stendur í alþjóðasamhengi, hvað er
sérstakt við Ísland, tækifærin sem við
höfum í höndunum til að gera eitt-
hvað stórbrotið hérna. Ég skil mjög vel
að fólk sem býr hérna sjái ekki stóru
myndina. Eins og að verða samdauna
hrauninu. Ég sé ekki mína stóru mynd,
ég sé mig ekki eins og aðrir sjá mig og
Íslendingar sjá Ísland ekki utan frá
heldur.“
Náttúran njóti vafans
Hann segir reyndar fara í taugarnar á
sér hvernig sumir tali um ferðamenn-
ina. „Ég er auðvitað alveg sammála því
að náttúran eigi að fá að njóta vafans.
Hún er ein okkar stærstu auðlinda.
Auðvitað mega þessir staðir ekki
eyðileggjast, en mér finnst hvimleitt
hvernig er stundum talað um ferða-
fólk, sem ég vil kalla gesti. Flest er þetta
vel menntað, upplýst fólk sem hefur
unnið hörðum höndum, safnað sér
peningum til að heimsækja þetta land
og sjá það. Mér finnst stundum talað
um þessa gesti með óvirðingu. Það er
ábyggilega farsælla að sýna þeim meiri
virðingu. Það á raunar við um hvort
tveggja, landið og gestina. Við eigum
ekki Ísland. Ísland tilheyrir heiminum
á vissan hátt og við erum umsjónar-
menn þess. Við getum og eigum að
halda í okkar sérkenni, svo áfram haldi
að vera áhugavert að koma hingað.“
Verðmætasta svæðið í höfuð-
borginni
Hann tekur dæmi um miðbæ Reykja-
víkur, hið alræmda póstnúmer 101.
„101 held ég að sé eitt verðmætasta
svæði Í höfuðborginni. Þessi gömlu,
fjöllita hús gera borgina okkar svo
ótrúlega áhugaverða. Ég myndi ekki
vilja skipta þeim út fyrir 25 Hótel Borg-
ar-byggingar, eins og forsætisráðherra
hefur verið að leggja til. Slíkar bygg-
ingar er hægt að finna í Stokkhólmi,
Kaupmannahöfn, í þýskum borgum
og raunar alls staðar í kringum okkar.
Til hvers að apa eftir það sem finnst
þar? Ég hef reyndar mjög sérstaka
afstöðu í þessum málum, en ég vil ný
hús með miklu fjölbreyttara yfirborði.
Byggingar 20. aldarinnar eru alltof
flatar og það er ómanneskjulegt. Stór
hluti heilans er til að greina umhverfi
– stór hluti heilans greinir andlit á
fólki og stærsti hlutinn greinir hvað er
að gerast í augunum – það sama á að
gerast þegar þú stendur fyrir framan
byggingu. Ef húsið er bara flatt, þá er
það ekkert spennandi. Þá verður þú
bara flatur og óspennandi líka. Ég vil
hvetja arkitekta 21. aldarinnar til að
gera áhugaverðari yfirborð á húsum.
Það er nefnilega ekki bara eigandi
hússins sem á að njóta þess, heldur
allir sem horfa á það,” segir Egill.
Vírus sem þarf að hörfa
„Allir þeir sem ganga fram hjá hús-
unum þurfa að njóta þeirra líka. Bygg-
ingarreglugerðir snúast um hvað hús
eru há og mörg en það vantar nefnd
sem verndar hagsmuni þeirra sem
ganga um göturnar og eiga rétt á að
umgangast byggingar sem gerðar
eru af meiri hugsjón en nú er gert.
Borg er það leiksvið þar sem leikritið
„lif okkar“ fer fram. og leiksviðið er
mikilvægur hluti af áhugaverðu leik-
riti. Það þekkja allir. Einfalt yfirborð
húsa og bygginga er alltof ráðandi. Það
er orðið eins og einhver vírus sem þarf
að hörfa. Það þarf meira af byggingum
með spennandi yfirborð – að fara fram
á metnaðarfullar byggingar. Og því er
gott að ráðherra blandi sér í málið,
skraut er orð sem arkitektar lærðu að
hata. En ef skraut væri óþarfi þá væru
allir fuglar jarðarinnar gráir og án lit-
brigða. Yfirborð hluta, litur og smá-
atriði, hlutföll og línur fela í sér mikið
af upplýsingum sem geta verið mikil-
vægar fyrir sálarlíf borgarbúa og gesti
þeirra. Við eigum að læra að skoða
landið utan frá, gera þjóðgarð, vera
fordæmi um mannúð og taka á móti
fleira flóttafólki í nauð, virða gestina
sem heimsækja okkur og styðja upp-
byggingu margvíslegra fyrirtækja í
landinu,“ heldur Egill áfram.
Hann segir pólitík ekki gerast inn
á þingi. „Hún byrjar og endar úti í
samfélaginu, í umræðunni. Fólk er
of feimið til að tjá sig um þessi efni og
ætti að gera það oftar.“
Ef hluti NEw York Yrði
að hluta samofiNN
hrauNi Yrði það
gEðvEikt. við búum
við svo mikla töfra-
draumaforgjöf og við
sjáum það Ekki EiNu
siNNi.
h e l g i n ∙ F R É T T A B l A ð i ð 31l A U g A R D A g U R 1 9 . m A R s 2 0 1 6