Fréttablaðið - 19.03.2016, Blaðsíða 122
Gátur
Listaverkin
Bragi Halldórsson
191
„Þar fór í ver,“ sagði Konráð. „Okkur liggur á en þurfum að komast í
gegnum þetta völundarhús fyrst.“ Hann dæsti og bætti við vonsvikinn,
„við verðum of sein.“
Getur þú hjálpað félögunum að komast í gegnum þetta völundarhús?
1. Hvað hefur höfuð en engin
augu eða eyru?
2. Hvað er það sem maður er
alltaf með á hægri hendinni
þegar maður fer út að labba?
3. Hvaða karl hefur hvorki eyru
né heila?
4. Hvers vegna eiga kokkar og
bakarar hvítar húfur?
5. Hver er það sem er alltaf
með kamb en greiðir sér þó
aldrei?
6. Hvers vegna lítur þjófurinn
aftur fyrir sig, þegar lögreglan
eltir hann?
1. Naglinn 2. Fingurnir 3. Snjókarlinn 4. Til að hafa þær á höfðinu
5. Haninn 6. Vegna þess að hann hefur ekki augu í hnakkanum
SVÖR:
Birkir Aron
Ársælsson
sendi okkur
þessa mynd
af stelpu í
grænum kjól.
„Vonda
skýið rekst
á bleika,“
er meðal
þess sem
Dagur Freyr
Emilsson 5
ára segir um
þessa mynd.
Segðu okkur aðeins frá söng-
leiknum sem þú lékst í um
daginn, Hrefna Karen. Hann
heitir Konungur ljónanna (Lion
King) og fjallar um ljónaprinsinn
Simba sem er hrakinn burt úr
konungsríki sínu en nær svo aftur
völdum með hjálp vina sinna.
Hvernig var þitt hlutverk? Ég
lék eldri Nölu sem er besta vin-
kona Simba.
Hvernig varstu valin? Ég fór í
prufur í skólanum.
Varstu stressuð á sýningunum?
Já, á fyrstu sýningunni.
Hefur þú leikið og sungið áður
á sviði? Já, ég lék yngri Cosette
í söngleiknum Vesalingunum
sem sýndur var í Þjóðleikhúsinu
fyrir nokkrum árum. Ég hef líka
sungið á ýmsum tónleikum og
svo er ég að talsetja og syngja inn
á teiknimyndir.
Hver eru helstu áhugamálin
þín? Söngur og dans.
Hvaða matur finnst þér bestur?
Mexíkósk kjúklingasúpa
Hvað ætlar þú að gera skemmti-
legt í sumar? Vera í sveitinni,
spila golf og fara til útlanda með
fjölskyldunni.
Ertu farin huga að því hvað þig
langar að verða í framtíðinni?
Ég gæti hugsað mér að verða
söngkona en það er margt annað
sem kemur til greina.
Lék Nölu sem er besta
vinkona Simba
Hrefna Karen Pétursdóttir, 13 ára, sló í gegn í söngleiknum
Konungur ljónanna sem sýndur var í Salaskóla í Kópavogi nýlega.
Nala að syngja til Simba vinar síns sem situr á gólfinu, félagarnir Tímon og Púmba fylgjast með. FRéTTablaðið/Vilhelm
1 9 . m a r s 2 0 1 6 L a U G a r D a G U r58 h e L G i n ∙ F r É T T a B L a ð i ð