Fréttablaðið - 19.03.2016, Blaðsíða 10
alþingi Lögð hefur verið fram
þingsályktunartillaga um að fela
ríkisstjórninni að setja miðhálendi
Íslands á yfirlitsskrá yfir heims-
minjar UNESCO og fela heims-
minjanefnd Íslands að undirbúa
umsókn þar að lútandi.
Fyrsti flutningsmaður tillög-
unnar er Helgi Hjörvar, þingmaður
Samfylkingarinnar, en meðflutn-
ingsmenn eru Guðlaugur Þór
Þórðarson, Sjálfstæðisflokki, Helgi
Hrafn Gunnarsson, Pírötum, Róbert
Marshall, Bjartri framtíð, Willum
Þór Þórsson, Framsóknarflokki, og
þau Sigríður Ingibjörg Ingadóttir
og Össur Skarphéðinsson, Sam-
fylkingu.
Þingvellir og Surtsey eru einu
staðirnir á Íslandi á heimsminja-
skrá í dag. Í tilkynningu frá Helga
Hjörvar segir að það hafi færst í
vöxt að stór landsvæði og landslags-
heildir séu tilnefnd í stað einstakra
afmarkaðra svæða og „eðlilegt að
yfirlitsskrá Íslands taki mið af þeirri
alþjóðlegu þróun og þess vegna er
þingsályktunin lögð fram“.
Í greinargerð með tillögunni segir
að hin ósnortnu víðerni hálendisins
búi yfir margvíslegu og sérstöku
náttúrufari og og jarðfræði svæðis-
ins sé einstök á heimsvísu.
„Fá mannvirki er að finna á
miðhálendinu sem gefur því aukið
gildi meðal ósnortinna víðerna. Það
felur í sér lífsgæði sem verða æ eftir-
sóknarverðari í nútímasamfélagi
sem er náttúruupplifun, ómenguð
af iðn- og tæknivæðingu samfélags-
ins. Þau mannvirki sem þar eru,
svo sem vegir og virkjanir, eiga þó
ekki að varna skráningu svæðisins
og skráning þess kæmi ein og sér
heldur ekki í veg fyrir frekari mann-
virkjagerð þar, starf að endurheimt
landgæða né nýtingu svæðisins til
ferðalaga fólks og veiða, en mundi
kalla á skipulag og áætlanir um
hvernig Ísland hyggist vernda og
hlúa að þeirri einstæðu perlu sem
miðhálendið er.“ – shá
Miðhálendið verði
sett á heimsminjaskrá
Stjórnarseta í fjármálafyrirtækjum
Bankasýsla ríkisins leitar að einstaklingum til stjórnarsetu í fjármálafyrirtækjum
Bankasýsla ríkisins óskar eftir því að einstaklingar gefi kost á sér til stjórnarsetu í fjármálafyrirtækjum, sem stofnunin fer með eignarhluti í fyrir hönd ríkisins.
Bankasýsla ríkisins fer eignarhluti ríkisins í fjármálafyrirtækjum fyrir hönd ríkisins samkvæmt lögum nr. 88/2009. Fer stofnunin með 100% eignarhlut í Íslandsbanka hf, 98,2% eignarhlut
í Landsbankanum hf., 49,5% eignarhlut í Sparisjóði Austurlands hf. og 13,0% eignarhlut í Arion banka hf.
Stjórn Bankasýslu ríkisins skipar sérstaka valnefnd, sbr. 7. gr. laga nr. 88/2009, sem tilnefnir aðila fyrir hönd ríkisins í stjórnir fjármálafyrirtækja og setur valnefndinni starfsreglur.
Stjórn Bankasýslu ríkisins óskar formlega eftir tilnefningum valnefndar um stjórnarmenn fyrir stjórnarkjör í hlutaðeigandi fjármálafyrirtækjum.
Viðmið við tilnefningar í stjórnir fjármálafyrirtækja
• Samkvæmt ákvæði 7. gr. laga nr. 88/2009 styðst valnefnd við starfsreglur við mat á hæfni, menntun og reynslu einstaklinga sem til greina koma til setu í stjórnum fjármálafyrirtækja fyrir
hönd ríkisins. Starfsreglurnar eru aðgengilegar á heimasíðu Bankasýslu ríkisins.
• Við val á einstaklingum sem tilnefndir eru fyrir hönd ríkisins í stjórnum fjármálafyrirtækja skal valnefndin m.a. taka mið af yfirsýn, þekkingu og reynslu viðkomandi í tengslum við fyrirtækja-
rekstur og starfsháttum fjármálafyrirtækja. Skal nefndin leitast við að það sitji sem næst jafnmargar konur og karlar í stjórnum fjármálafyrirtækja.
• Stjórnarmenn þurfa að uppfylla allar hæfnis- og hæfiskröfur sem fjallað er um í starfsreglunum og lögum. Þurfa einstaklingar m.a. að uppfylla skilyrði ákvæða 29. gr. a. og 52. gr. laga
nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki sem og skilyrði um óhæði sem kemur fram í sátt stofnunarinnar við Samkeppniseftirlitið dagsetta 11. mars 2016.
Áhugasamir einstaklingar sem telja sig uppfylla nauðsynleg skilyrði eru hvattir til að senda ferilskrár sínar til valnefndar Bankasýslu ríkisins á netfangið valnefnd@bankasysla.is.
Einnig er unnt að fylla út eyðublað á heimasíðu Bankasýslu ríkisins.
Óskað er eftir því að þeir einstaklingar, sem sent hafa ferilsskrár sínar eða boðið sig fram til stjórnarsetu með öðrum hætti fyrir 1. janúar 2014, endurnýji áhuga sinn með pósti til valnefndar
eða með því að fylla út fyrrgreint eyðublað á heimasíðu stofnunarinnar með nýrri ferilskrá, ef þeir gefa áfram kost á sér til setu í stjórnum fjármálafyrirtækja.
Nánari upplýsingar veitir Jón G. Jónsson, forstjóri Bankasýslu ríkisins, sími 550 1700
Bankasýsla ríkisins er sérstök ríkisstofnun með sjálfstæða stjórn sem heyrir undir fjármála- og efnahagsráðherra og fer með eignarhluti
ríkisins í fjármálafyrirtækjum í samræmi við lög, góða stjórnsýslu- og viðskiptahætti og eigendastefnu ríkisins á hverjum tíma.
Borgartún 3 • 105 Reykjavík • Sími 550 1700 • www.bankasysla.is
Lykill er hluti af Lýsingu hf. I Ármúla 1 I 108 Reykjavík
I S. 540 1700 I lykill.is I lykill@lykill.is I
Lykill býður þér að leigja bíl í stað þess
að kaupa og lágmarka bæði kostnað
og áhættu við rekstur bílsins.
Innifalið í leigunni er þjónusta, viðhald,
dekk, tryggingar og bifreiðagjöld,
Þú velur bíl í samráði við okkur.
Leigusamningur getur verið
12–36 mánaða langur.
Leigugreiðslan er föst fjárhæð allan
leigutímann og því engin áhætta af
verðbólgu eða gengi krónunnar.
Lykilleiga
fyrir einstaklinga
Lykill leigir bílaflota til fyrirtækja með
tilheyrandi þjónustu og tekur svo við
honum aftur að leigutíma loknum.
Fyrirtækin njóta
stærðarhagkvæmni Lykils.
Þú finnur bíla sem henta þínum rekstri.
Lykill sér um kaup og
rekstur bílanna.
Leigugreiðslan er föst fjárhæð allan
leigutímann og því engin áhætta af
verðbólgu eða gengi krónunnar.
Flotaleiga
fyrir fyrirtæki
Leigulausnir Lykils
Kynntu þér möguleikana á
lykill.is/showroom/
Skráning hálendisins á heimsminjaskrá útilokar ekki uppbyggingu.
fréttablaðið/vilhelm
1 9 . m a r s 2 0 1 6 l a U g a r D a g U r10 f r é t t i r ∙ f r é t t a B l a ð i ð