Fréttablaðið - 19.03.2016, Blaðsíða 43
Rut Pétursdóttir, veitingastjóri á
Aurora, segir að hótelið sé á besta
stað í bænum við Þingvallastræti.
„Við erum með sundlaugina við hlið-
ina á okkur og gríðarlega fallegt út-
sýni beint upp í Hlíðarfjall og yfir
Pollinn. Hótelið hefur fengið mjög
góðar viðtökur hjá gestum okkar.
Veitingastaðurinn Aurora var opn-
aður síðastliðið sumar í nýrri við-
byggingu. Staðurinn hefur fengið
góðar viðtökur bæði hjá hótelgest-
um og íbúum,“ segir Rut. Fallegur
veislusalur er á hótelinu sem tekur
90-100 manns í sæti. „Hér hafa
verið brúðkaup, fermingar, afmæli
og aðrir skemmtilegir viðburðir,“
segir Rut enn fremur.
Síðdegiste eða bröns
„Aurora er skemmtileg viðbót við
hótelið. Við leggjum mikla áherslu
á gæðahráefni, íslenskt og gott.
Staðurinn er opinn frá 11.30 til 22
á kvöldin. Sérstakur hádegis seðill
er í boði og að sjálfsögðu glæsileg-
ur kvöldréttaseðill. Matargerðin
er á breiðu bili, allt frá léttum rétt-
um upp í ljúffengar steikur. Einnig
bjóðum við upp á ótrúlega flott síð-
degiste, High tea, að breskri fyrir-
mynd. Aurora er fallega innréttað-
ur staður prýddur einstakri norður-
ljósamynd. Einnig bjóðum við upp á
vinsælt brönshlaðborð á sunnudög-
um. Á Aurora er að sjálfsögðu opið
fyrir alla sem koma til Akureyr-
ar. Gjafabréf í síðdegiste eða bröns
hafa verið mjög vinsæl. Þá erum við
með glæsilegt morgunverðarhlað-
borð á hverjum morgni bæði fyrir
hótelgesti sem aðra.
Stutt í skíðaparadís
Við tökum vel á móti ferðafólki sem
hefur nýtt sér þessa góðu aðstöðu
til að eiga skemmtilega daga hér á
Akur eyri, hvort sem fólk vill bregða
sér á skíði eða njóta þess sem bær-
inn hefur upp á að bjóða. Um
páskana verður stemming og sann-
kölluð skíðaparadís í fjallinu. Ég á
von á að Íslendingar verði í meiri-
hluta hjá okkur um hátíðina og þeir
munu njóta þess að dvelja hér á fal-
legu hóteli og þeirra góðu veitinga
sem eru hjá okkur.
Gleðistund á barnum
Við erum með happy hour á barnum
á milli klukkan 16-18 sem margir
hafa nýtt sér, sérstaklega um helgar.
Á laugardögum er ultra happy hour
en þá er afsláttur á öllu til kl. 19.
Akur eyringar kunna vel við þessa
nýbreytni og hér myndast skemmti-
leg og kósí stemming allar helgar.
Fólk sest gjarnan við arininn í setu-
stofunni undir góðri tónlist og með
ljúffengan drykk eftir skíðadag í
fjallinu. Við erum sannkallað skíða-
hótel á þessum árstíma,“ segir Rut.
Hún segist hlakka mikið til
sumar tarnarinnar.„Þá fáum við
mikið af hópum, aðallega erlenda
ferðamenn sem eru að skoða land-
ið. Margir þeirra gista allan hring-
inn á Icelandair hótelunum. Byrja
í Reykjavík, koma hingað til Akur-
eyrar og fara svo austur á Egilsstaði
og á Kirkjubæjarklaustur. Síðan
erum við með Edduhótelin á sumrin.
Það er alltaf gaman þegar nóg er að
gera,“ segir Rut sem hefur starfað í
ferðaþjónustu í nokkur ár. „Ferða-
þjónustan er alltaf að stækka, við
finnum mjög vel fyrir því.“
Flottur hótelgarður
Við Icelandair hótelið er einstaklega
notalegur hótelgarður sem hægt er
að nota jafnt að vetri sem sumri.
Gestir geta setið í kringum arin-
eld og lagst undir feld. Skemmtileg
stemming myndast oft í hótelgarð-
inum. „Við erum afar stolt af þessu
hóteli og höfum lagt mikla áherslu
á gæði og góða þjónustu. Herberg-
in eru nútímaleg og þægileg. Hér er
til að mynda mjög gott hjólastólaað-
gengi á hótelinu.
Við hlökkum mikið til páskanna
enda er alltaf gleði í loftinu hér á
bæ.“
Hægt er að skoða hótelið á heima-
síðunni www.icelandairhotels.is og
www.aurorarestaurant.is
Ljúffengur matur í fallegu umhverfi
Icelandair hótel á Akureyri stendur á frábærum stað í bænum, rétt við sundlaugina. Hótelið sem var opnað árið 2011 býður fallega
innréttuð herbergi og fyrsta flokks veitingastað sem nefnist Aurora. Glæsilegt útsýni er til allra átta frá hótelinu.
Rut Pétursdóttir veitingastjóri.
Falleg setustofa á Icelandair hótelinu á Akureyri. Ekta breskt síðdegiste. Icelandair hótel á Akureyri stendur á frábærum stað rétt við sundlaugina.
Aurora bar-café–
grill er frábært
nýlegt veitinga-
hús á Icelandair
hótelinu.
Kynningarblað Komdu noRðuR
19. mars 2016 3