Fréttablaðið - 19.03.2016, Blaðsíða 112
Að minnsta kosti 90% af öllu metani á Jörðinni eiga rætur að rekja til líf-fræðilegra ferla. Hér á Jörðinni losnar metan út
í andrúmsloftið með rotnun lífrænna
efna, í meltingarfærum jórturdýra og
auð vitað með brennslu jarðefnaelds-
neytis (magn metans í andrúmsloft-
inu hefur aukist um 150% frá árinu
1750). Talið er að metan sé til staðar á
öllum plánetum sólkerfisins og á flest-
um tunglum þeirra. Lofthjúpur Títans,
hins tignarlega tungls Satúrnusar,
inniheldur 1,6% af metani. Á Títan
er metan í fljótandi formi og safnast
saman í þúsundum stöðuvatna.
Árið 2004 fann könnunargeim-
farið Mars Express Orbiter greinileg
ummerki metans í lofthjúpi Mars.
Uppgötvunin vakti mikla athygli
enda myndar metan vatn eða kol-
díoxíð í gufuhvolfinu og því líklegt að
metanið sé sífellt að endurnýja sig á
rauðu plánetunni.
Á höttunum eftir ævafornum
lífverum
Talið er að Mars hafi eitt sinn verið
vot og lífvænleg reikistjarna. Rann-
sóknir NASA gefa til kynna að fyrir
4,5 milljörðum ára hafi risavaxið
haf, á stærð við Norður-Íshaf, verið á
plánetunni. Könnunarjeppinn Curi-
osity, sem nú rúntar um á yfirborði
Mars, hefur fundið nitur á plánetunni
auk metans og vísbendinga um vatn.
Seinna, og þá með hjálp geimfarsins
Mars Reconnaissance Orbiter, fundu
vísindamenn greinilega merki um
að vatn sé að finna í fljótandi formi á
Mars undir vissum kringumstæðum.
Í ljósi alls þessa eru margir vongóð-
ir um að líf hafi eitt sinn þrifist á Mars,
og geri það jafnvel enn, því miðað við
dapurlega stöðu lofthjúpsins á rauðu
plánetunni er óskandi að þar fari lítil
brennsla jarðefniseldsneytis fram.
Það geta vissulega verið eðlilegar
skýringar á stöðugu streymi metans
á Mars. Líkur eru á að gasið megi rekja
til eldvirkni eða oxunar járns.
Frá því að ummerki metans fund-
ust á plánetunni hafa evrópskir
vísindamenn leitað leiða til afla sér
ítarlegri upplýsinga um gastegundir í
lofthjúpi reikistjörnunnar. Afrakstri
þessarar vinnu var skotið út í geim
á mánudaginn síðastliðinn þegar
ExoMars hóf sig á loft frá Kasakstan.
ExoMars er samstarfsverkefni ESA,
evrópsku geimvísindastofnunarinn-
ar, og Roscosmos, geimferðastofn-
unar Rússlands. Um borð eru afar
nákvæm mælitæki, þar á meðal nokk-
ur frá NASA. Geimfarið samanstendur
af lendingarfarinu Schiaparelli (nefnt
í höfuðið á ítalska stjörnufræðingn-
um Giovanni Schiaparelli) og gervi-
tunglinu Trace Gas Orbiter (TGO).
Nýtt skeið rannsókna hefst
Þann 19. október næstkomandi
mun Schiaparelli losna frá umferðar-
flauginni og brjóta sér leið í gegnum
lofthjúp Mars á 20 þúsund kílómetra
hraða. Höfuðmarkmið Schiaparelli er
að gera tilraunir á lendingarbúnaði
sínum en farinu er ætlað að lenda í
sandstormi. Tilraunin mun hjálpa
geimvísindastofnunum um allan
heim að þróa lendingaraðferðir sínar
á Mars. Dvöl Schiaparelli verður ekki
tignarleg en rafhlöður þess endast
aðeins í örfáa daga. Farið mun fram-
kvæma nokkrar rannsóknir á and-
rúmslofti Mars áður en rafhlöðurnar
tæmast.
Á meðan mun TGO njóta útsýnis-
ins og koma sér fyrir á sporbraut
um plánetuna. Næstu fimm ár mun
geimfarið hringsóla um Mars í 400
kílómetra hæð yfir yfirborði reiki-
stjörnunnar. Mælitæki TGO munu
mæla metan og aðrar gastegundir á
Mars, eins og vatnsgufu og nitur.
„Þetta hefur verið langt og strangt
ferli að koma fyrsta hluta ExoMars á
skotpallinn,“ sagði Johann-Dietrich
Wörner, stjórnandi ESA, stuttu eftir
að geimfarinu var skotið á loft. „Þökk
sé elju og metnaði alþjóðlegs hóps
vísindamanna, þá getur nýtt skeið
rannsókna á Mars hafist.“
Bruno borar eftir lífi
Fyrstu niðurstöður úr mælingum
TGO eru ekki væntanlegar fyrr en
seint á næsta ári. Ástæðan er sú að
geimfarið mun nálgast Mars á mörg
þúsund kílómetra hraða og þarf að
leiðrétta braut sína í heilt ár áður en
mælingar geta hafist. Systkinin TGO
og Schiaparelli eru þó aðeins fyrri
hluti Exo Mars-leiðangursins.
Árið 2019 mun týndi bróðirinn
mæta til leiks, könnunarjeppi Exo-
Mars. Líkt og Curiosity er ExoMars-
geimjeppinn, sem kallaður er Bruno,
hlaðinn nýstárlegum tækjabúnaði.
Þar á meðal er bor sem mun skyggn-
ast eftir lífi undir yfirborði Mars og
búnaði til að leita að ummerkjum
lífs í jarðsögu plánetunnar. Myndavél
um borð í ExoMars verður notuð til
að finna álitlega staði fyrir mælingar
en prófanir fóru fram á myndavélinni
á háhitasvæðinu við Námafjall á síð-
asta ári. Aðstæðum á svæðinu þykir
nefnilega svipa til þeirra sem finna
má á Mars.
Systkinahópur geimfara
þefar uppi líf á Mars
Geimfarinu ExoMars var skotið á loft í vikunni. Markmið leiðangursins er að svara spurningunni um líf á Mars en
vísindamenn segja nýtt skeið Mars-rannsókna vera að hefjast. Þann 19. október næstkomandi dregur til tíðinda.
ExoMars var skotið á loft í Proton-M
eldflaug á mánudaginn frá Kasakstan.
Geimskotið heppnaðist fullkomlega en
langt ferðalag er fyrir höndum.
Rannsóknir NASA gefa til kynna að gríðarmikið haf hafi verið á Mars fyrir 4,5 millj-
örðum ára. Hafið var stærra en Norður-Íshaf. MYND/NASA
Schiaparelli-lendingarfarið verður í góðum félagsskap á Mars en á myndinni má sjá
önnur geimför á rauðu plánetunni. MYND/ESA
Feigðarflan Schiaparelli hefst þegar lendingarfarið losnar frá TGO og heldur í átt að Mars á 20 þúsund kílómetra hraða.
MYND/ESA
Stjórn Námssjóðs Sigríðar Jónsdóttur og Öryrkja-
bandalag Íslands auglýsa hér með eftir umsóknum
um styrki úr sjóðnum. Umsóknarfrestur er til 9.
maí næstkomandi.
Umsóknareyðublað er á heimasíðu ÖBÍ
www.obi.is
Eyðublöð fást einnig á skrifstofu Öryrkjabandalags
Íslands, Sigtúni 42, Reykjavík.
Styrkir eru veittir til:
• Öryrkja til hagnýts náms, bóklegs eða verklegs,
svo og til náms í hvers konar listgreinum.
• Einstaklinga sem vilja sérhæfa sig til starfa í
þágu fólks með þroskahömlun.
Styrkjum verður úthlutað 10. júní 2016.
Allar nánari upplýsingar gefa Kristín Margrét Bjarnadóttir kristin@obi.is
eða starfsmenn móttöku hjá ÖBÍ mottaka@obi.is og í síma 530 6700.
Stjórn Námssjóðs Sigríðar Jónsdóttur
Námssjóður Sigríðar Jónsdóttur - styrkumsókn 2016
Kjartan Hreinn
Njálsson
kjartanh@365.is
1 9 . m a r s 2 0 1 6 L a U G a r D a G U r48 h e L G i n ∙ F r É T T a B L a ð i ð