Fréttablaðið - 19.03.2016, Page 112

Fréttablaðið - 19.03.2016, Page 112
Að minnsta kosti 90% af öllu metani á Jörðinni eiga rætur að rekja til líf-fræðilegra ferla. Hér á Jörðinni losnar metan út í andrúmsloftið með rotnun lífrænna efna, í meltingarfærum jórturdýra og auð vitað með brennslu jarðefnaelds- neytis (magn metans í andrúmsloft- inu hefur aukist um 150% frá árinu 1750). Talið er að metan sé til staðar á öllum plánetum sólkerfisins og á flest- um tunglum þeirra. Lofthjúpur Títans, hins tignarlega tungls Satúrnusar, inniheldur 1,6% af metani. Á Títan er metan í fljótandi formi og safnast saman í þúsundum stöðuvatna. Árið 2004 fann könnunargeim- farið Mars Express Orbiter greinileg ummerki metans í lofthjúpi Mars. Uppgötvunin vakti mikla athygli enda myndar metan vatn eða kol- díoxíð í gufuhvolfinu og því líklegt að metanið sé sífellt að endurnýja sig á rauðu plánetunni. Á höttunum eftir ævafornum lífverum Talið er að Mars hafi eitt sinn verið vot og lífvænleg reikistjarna. Rann- sóknir NASA gefa til kynna að fyrir 4,5 milljörðum ára hafi risavaxið haf, á stærð við Norður-Íshaf, verið á plánetunni. Könnunarjeppinn Curi- osity, sem nú rúntar um á yfirborði Mars, hefur fundið nitur á plánetunni auk metans og vísbendinga um vatn. Seinna, og þá með hjálp geimfarsins Mars Reconnaissance Orbiter, fundu vísindamenn greinilega merki um að vatn sé að finna í fljótandi formi á Mars undir vissum kringumstæðum. Í ljósi alls þessa eru margir vongóð- ir um að líf hafi eitt sinn þrifist á Mars, og geri það jafnvel enn, því miðað við dapurlega stöðu lofthjúpsins á rauðu plánetunni er óskandi að þar fari lítil brennsla jarðefniseldsneytis fram. Það geta vissulega verið eðlilegar skýringar á stöðugu streymi metans á Mars. Líkur eru á að gasið megi rekja til eldvirkni eða oxunar járns. Frá því að ummerki metans fund- ust á plánetunni hafa evrópskir vísindamenn leitað leiða til afla sér ítarlegri upplýsinga um gastegundir í lofthjúpi reikistjörnunnar. Afrakstri þessarar vinnu var skotið út í geim á mánudaginn síðastliðinn þegar ExoMars hóf sig á loft frá Kasakstan. ExoMars er samstarfsverkefni ESA, evrópsku geimvísindastofnunarinn- ar, og Roscosmos, geimferðastofn- unar Rússlands. Um borð eru afar nákvæm mælitæki, þar á meðal nokk- ur frá NASA. Geimfarið samanstendur af lendingarfarinu Schiaparelli (nefnt í höfuðið á ítalska stjörnufræðingn- um Giovanni Schiaparelli) og gervi- tunglinu Trace Gas Orbiter (TGO). Nýtt skeið rannsókna hefst Þann 19. október næstkomandi mun Schiaparelli losna frá umferðar- flauginni og brjóta sér leið í gegnum lofthjúp Mars á 20 þúsund kílómetra hraða. Höfuðmarkmið Schiaparelli er að gera tilraunir á lendingarbúnaði sínum en farinu er ætlað að lenda í sandstormi. Tilraunin mun hjálpa geimvísindastofnunum um allan heim að þróa lendingaraðferðir sínar á Mars. Dvöl Schiaparelli verður ekki tignarleg en rafhlöður þess endast aðeins í örfáa daga. Farið mun fram- kvæma nokkrar rannsóknir á and- rúmslofti Mars áður en rafhlöðurnar tæmast. Á meðan mun TGO njóta útsýnis- ins og koma sér fyrir á sporbraut um plánetuna. Næstu fimm ár mun geimfarið hringsóla um Mars í 400 kílómetra hæð yfir yfirborði reiki- stjörnunnar. Mælitæki TGO munu mæla metan og aðrar gastegundir á Mars, eins og vatnsgufu og nitur. „Þetta hefur verið langt og strangt ferli að koma fyrsta hluta ExoMars á skotpallinn,“ sagði Johann-Dietrich Wörner, stjórnandi ESA, stuttu eftir að geimfarinu var skotið á loft. „Þökk sé elju og metnaði alþjóðlegs hóps vísindamanna, þá getur nýtt skeið rannsókna á Mars hafist.“ Bruno borar eftir lífi Fyrstu niðurstöður úr mælingum TGO eru ekki væntanlegar fyrr en seint á næsta ári. Ástæðan er sú að geimfarið mun nálgast Mars á mörg þúsund kílómetra hraða og þarf að leiðrétta braut sína í heilt ár áður en mælingar geta hafist. Systkinin TGO og Schiaparelli eru þó aðeins fyrri hluti Exo Mars-leiðangursins. Árið 2019 mun týndi bróðirinn mæta til leiks, könnunarjeppi Exo- Mars. Líkt og Curiosity er ExoMars- geimjeppinn, sem kallaður er Bruno, hlaðinn nýstárlegum tækjabúnaði. Þar á meðal er bor sem mun skyggn- ast eftir lífi undir yfirborði Mars og búnaði til að leita að ummerkjum lífs í jarðsögu plánetunnar. Myndavél um borð í ExoMars verður notuð til að finna álitlega staði fyrir mælingar en prófanir fóru fram á myndavélinni á háhitasvæðinu við Námafjall á síð- asta ári. Aðstæðum á svæðinu þykir nefnilega svipa til þeirra sem finna má á Mars. Systkinahópur geimfara þefar uppi líf á Mars Geimfarinu ExoMars var skotið á loft í vikunni. Markmið leiðangursins er að svara spurningunni um líf á Mars en vísindamenn segja nýtt skeið Mars-rannsókna vera að hefjast. Þann 19. október næstkomandi dregur til tíðinda. ExoMars var skotið á loft í Proton-M eldflaug á mánudaginn frá Kasakstan. Geimskotið heppnaðist fullkomlega en langt ferðalag er fyrir höndum. Rannsóknir NASA gefa til kynna að gríðarmikið haf hafi verið á Mars fyrir 4,5 millj- örðum ára. Hafið var stærra en Norður-Íshaf. MYND/NASA Schiaparelli-lendingarfarið verður í góðum félagsskap á Mars en á myndinni má sjá önnur geimför á rauðu plánetunni. MYND/ESA Feigðarflan Schiaparelli hefst þegar lendingarfarið losnar frá TGO og heldur í átt að Mars á 20 þúsund kílómetra hraða. MYND/ESA Stjórn Námssjóðs Sigríðar Jónsdóttur og Öryrkja- bandalag Íslands auglýsa hér með eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum. Umsóknarfrestur er til 9. maí næstkomandi. Umsóknareyðublað er á heimasíðu ÖBÍ www.obi.is Eyðublöð fást einnig á skrifstofu Öryrkjabandalags Íslands, Sigtúni 42, Reykjavík. Styrkir eru veittir til: • Öryrkja til hagnýts náms, bóklegs eða verklegs, svo og til náms í hvers konar listgreinum. • Einstaklinga sem vilja sérhæfa sig til starfa í þágu fólks með þroskahömlun. Styrkjum verður úthlutað 10. júní 2016. Allar nánari upplýsingar gefa Kristín Margrét Bjarnadóttir kristin@obi.is eða starfsmenn móttöku hjá ÖBÍ mottaka@obi.is og í síma 530 6700. Stjórn Námssjóðs Sigríðar Jónsdóttur Námssjóður Sigríðar Jónsdóttur - styrkumsókn 2016 Kjartan Hreinn Njálsson kjartanh@365.is 1 9 . m a r s 2 0 1 6 L a U G a r D a G U r48 h e L G i n ∙ F r É T T a B L a ð i ð
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.