Fréttablaðið - 19.03.2016, Blaðsíða 47
Hótelið, sem er á tveimur hæðum,
er búið 68 herbergjum sem öll hafa
útsýni til sjávar. „Lögð var rík
áhersla á hljóðeinangrun á hverju
herbergi og geta gestir því notið
útsýnisins yfir fjöll og sjó í ró og
næði. Á hverju herbergi er svokall-
að gluggasæti þar sem hægt er að
sitja og fylgjast með sjómönnum
landa aflanum og erli dagsins líða
hjá,“ lýsir sölu- og markaðsstjór-
inn Finnur Yngvi Kristinsson.
Hann segir aðsóknina hafa
verið ágæta hingað til og að vit-
und um hótelið sé sífellt að aukast.
„Nú í vetur hafa Íslendingarnir
verið áberandi á meðal gesta en
það er þó alveg ótrúlegt rennirí
af útlendingum líka. Þeim fer svo
væntanlega fjölgandi þegar líður
að sumri.“ Finnur segist sjá mikið
af vinahópum, árshátíðarhópum
og fjölskyldum auk þess sem fólk
komi í rómantískar ferðir og af-
slöppun og notalegheit.
Hann á sérstaklega von á skíða-
fjölskyldum í kringum páskana.
„Við búumst við miklu fjöri og
yfir miðjan daginn verðum við
með opið á veitingastaðnum Hann-
es Boy, sem alla jafna er lokað-
ur á þessum tíma árs. Þar verð-
ur kökuhlaðborð frá föstudegin-
um 25. mars til sunnudagsins 27.
Staðirnir standa við hlið hótelsins
og svo er Síldarminjasafnið stein-
snar frá,“ upplýsir Finnur.
„Við ætlum líka að bjóða upp
á sérstakt barnahlaðborð og af-
þreyingu fyrir börnin á hótelinu
á kvöldin svo foreldrarnir geti
notið matarins eða slakað á í setu-
stofunni. Þetta er nýjung sem við
vonumst til að verði framhald á,“
segir Finnur. Á hótelinu er líka
heitur pottur og gufa sem hann
segir kjörið að nota eftir góðan
dag í fjallinu og er það sívinsælt.
Á veitingastaðnum Sunnu er
lögð höfuðáhersla á íslenskan
mat. „Við Íslendingar viljum þó fá
okkar nautasteik og hún er vitan-
lega á boðstólum líka.“
Hótelið komst í fréttirnar
skömmu eftir opnun þegar kvikn-
aði í gölluðum djúpsteikingarpotti
og þurfti að endurbyggja eldhús-
ið að hluta. „Fall er fararheill og
það var allt komið í stand á örfá-
um vikum,“ segir Finnur.
Sumarið leggst afskaplega vel í
Finn. „Það má segja að það byrji
hjá okkur í byrjun maí en þá verð-
ur stórt fjallaskíðamót sem ber
nafnið Ofurtröllið. Þetta er af-
skaplega skemmtileg þriggja daga
hátíð og verður sérlega fjölskyldu-
vænn tími á Siglufirði. Þannig
ljúkum við skíðavertíðinni með
pompi og prakt og tökum svo fagn-
andi á móti sumrinu.“
Notalegheit og óviðjafnanlegt útsýni
Sigló Hótel var opnað 18. júlí í fyrra. Það er byggt út í smábátahöfnina á Siglufirði og fellur einstaklega vel inn í bæjarmyndina enda var
tekið fullt mið af Síldarminjasafninu og húsunum í kring við hönnun þess. Framkvæmdir við bygginguna hófust um áramótin 2013/2014
en samt er eins og hún hafi staðið þar alla tíð. Hótelið setur mikinn svip á bæinn. Það er allt hið glæsilegasta enda ekkert til sparað.
Von er á fjölda skíðafólks um páskana.Gestir geta haft það náðugt í setustofunni.
Hótelið er allt hið glæsilegasta. Á herbergjunum eru gluggasæti sem öll snúa út að sjó. Þar er hægt að fylgjast með erli dagsins líða hjá.
Það er tilvalið að bregða sér í heita pottinn eftir góðan dag í fjallinu.
Hótelið er byggt út í smábátahöfnina og setur mikinn svip á bæinn.
Við ætlum að bjóða
upp á sérstakt barna-
hlaðborð og afþreyingu
fyrir börnin á kvöldin svo
foreldrarnir geti notið
matarins og slakað á í
setustofunni. Þetta er
nýjung sem við vonumst
til að verði framhald á.
Finnur Yngvi Kristinsson
Kynningarblað Komdu Norður
19. mars 2016 7