Fréttablaðið - 19.03.2016, Side 47

Fréttablaðið - 19.03.2016, Side 47
Hótelið, sem er á tveimur hæðum, er búið 68 herbergjum sem öll hafa útsýni til sjávar. „Lögð var rík áhersla á hljóðeinangrun á hverju herbergi og geta gestir því notið útsýnisins yfir fjöll og sjó í ró og næði. Á hverju herbergi er svokall- að gluggasæti þar sem hægt er að sitja og fylgjast með sjómönnum landa aflanum og erli dagsins líða hjá,“ lýsir sölu- og markaðsstjór- inn Finnur Yngvi Kristinsson. Hann segir aðsóknina hafa verið ágæta hingað til og að vit- und um hótelið sé sífellt að aukast. „Nú í vetur hafa Íslendingarnir verið áberandi á meðal gesta en það er þó alveg ótrúlegt rennirí af útlendingum líka. Þeim fer svo væntanlega fjölgandi þegar líður að sumri.“ Finnur segist sjá mikið af vinahópum, árshátíðarhópum og fjölskyldum auk þess sem fólk komi í rómantískar ferðir og af- slöppun og notalegheit. Hann á sérstaklega von á skíða- fjölskyldum í kringum páskana. „Við búumst við miklu fjöri og yfir miðjan daginn verðum við með opið á veitingastaðnum Hann- es Boy, sem alla jafna er lokað- ur á þessum tíma árs. Þar verð- ur kökuhlaðborð frá föstudegin- um 25. mars til sunnudagsins 27. Staðirnir standa við hlið hótelsins og svo er Síldarminjasafnið stein- snar frá,“ upplýsir Finnur. „Við ætlum líka að bjóða upp á sérstakt barnahlaðborð og af- þreyingu fyrir börnin á hótelinu á kvöldin svo foreldrarnir geti notið matarins eða slakað á í setu- stofunni. Þetta er nýjung sem við vonumst til að verði framhald á,“ segir Finnur. Á hótelinu er líka heitur pottur og gufa sem hann segir kjörið að nota eftir góðan dag í fjallinu og er það sívinsælt. Á veitingastaðnum Sunnu er lögð höfuðáhersla á íslenskan mat. „Við Íslendingar viljum þó fá okkar nautasteik og hún er vitan- lega á boðstólum líka.“ Hótelið komst í fréttirnar skömmu eftir opnun þegar kvikn- aði í gölluðum djúpsteikingarpotti og þurfti að endurbyggja eldhús- ið að hluta. „Fall er fararheill og það var allt komið í stand á örfá- um vikum,“ segir Finnur. Sumarið leggst afskaplega vel í Finn. „Það má segja að það byrji hjá okkur í byrjun maí en þá verð- ur stórt fjallaskíðamót sem ber nafnið Ofurtröllið. Þetta er af- skaplega skemmtileg þriggja daga hátíð og verður sérlega fjölskyldu- vænn tími á Siglufirði. Þannig ljúkum við skíðavertíðinni með pompi og prakt og tökum svo fagn- andi á móti sumrinu.“ Notalegheit og óviðjafnanlegt útsýni Sigló Hótel var opnað 18. júlí í fyrra. Það er byggt út í smábátahöfnina á Siglufirði og fellur einstaklega vel inn í bæjarmyndina enda var tekið fullt mið af Síldarminjasafninu og húsunum í kring við hönnun þess. Framkvæmdir við bygginguna hófust um áramótin 2013/2014 en samt er eins og hún hafi staðið þar alla tíð. Hótelið setur mikinn svip á bæinn. Það er allt hið glæsilegasta enda ekkert til sparað. Von er á fjölda skíðafólks um páskana.Gestir geta haft það náðugt í setustofunni. Hótelið er allt hið glæsilegasta. Á herbergjunum eru gluggasæti sem öll snúa út að sjó. Þar er hægt að fylgjast með erli dagsins líða hjá. Það er tilvalið að bregða sér í heita pottinn eftir góðan dag í fjallinu. Hótelið er byggt út í smábátahöfnina og setur mikinn svip á bæinn. Við ætlum að bjóða upp á sérstakt barna- hlaðborð og afþreyingu fyrir börnin á kvöldin svo foreldrarnir geti notið matarins og slakað á í setustofunni. Þetta er nýjung sem við vonumst til að verði framhald á. Finnur Yngvi Kristinsson Kynningarblað Komdu Norður 19. mars 2016 7
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.