Fréttablaðið - 19.03.2016, Blaðsíða 58
| AtvinnA | 19. mars 2016 LAUGARDAGUR4
Sérfræðingur á sviði heilbrigðisupplýsinga
Embætti landlæknis starfar í samræmi við lög
um landlækni og lýðheilsu nr. 41/2007.
Samkvæmt lögunum er embættinu ætlað að
stuðla að heilbrigði landsmanna, m.a. með
því að tryggja gæði heilbrigðisþjónustu og
efla lýðheilsustarf í landinu.
Nánari upplýsingar um embættið má finna á
vef þess www.landlaeknir.is
Nánari upplýsingar veita Ari Eyberg (ari@intellecta.is) og Þórður S. Óskarsson (thordur@intellecta.is) í síma 511 1225.
Umsóknarfrestur er til og með 4. apríl 2016. Farið verður með allar fyrirspurnir sem trúnaðarmál.
Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og henni þarf að fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf.
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Háskólapróf sem veitir sterkan grunn í
úrvinnslu og greiningu gagna
• Framhaldsmenntun sem nýtist í starfi er kostur
• Þekking og reynsla af tölfræðilegri úrvinnslu
og greiningu heilbrigðisupplýsinga, einkum
upplýsinga um starfsemi sjúkrahúsa er kostur
• Færni í mannlegum samskiptum, frumkvæði
og geta til að vinna í teymi og sjálfstætt
• Góð færni í íslensku og ensku og gott vald á
rituðu máli
Helstu viðfangsefni og ábyrgð:
• Tölfræðileg úrvinnsla og greining gagna
með sérstakri áherslu á gögn um starfsemi
heilbrigðisþjónustu
• Vinna við stór gagnasöfn
• Þátttaka í teymi sem vinnur að úrvinnslu
heilbrigðisupplýsinga
• Þátttaka í að þróa miðlun heilbrigðis- upplýsinga á vef
• Úrvinnsla fyrirspurna og erinda vegna tölfræði
Embætti landlæknis óskar eftir að ráða sérfræðing til starfa á heilbrigðisupplýsingasviði. Um er að ræða
fullt starf. Í boði er áhugavert og krefjandi starf þar sem reynir á öguð vinnubrögð, samskiptahæfni og
fagmennsku. Næsti yfirmaður er sviðsstjóri heilbrigðisupplýsinga.
Intellecta Síðumúli 5, 108 Reykjavík, sími 511 1225.
Á heilbrigðisupplýsingasviði er unnið að mörgum spennandi verkefnum. Sviðið ber ábyrgð á heilbrigðis-
skrám og öðrum gagnagrunnum Embættis landlæknis ásamt úrvinnslu og miðlun tölfræði um heilsufar
og notkun heilbrigðisþjónustu. Leitað er að áhugasömum einstaklingi sem hefur frumkvæði, metnað til
að ná árangri í starfi og er jákvæður og lipur í mannlegum samskiptum.
Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Sölufulltrúi sérvöru í stóreldhús
Ásbjörn Ólafsson ehf. var stofnað árið 1937.
Árið 2006 byggði fyrirtækið núverandi húsnæði
sitt að Köllunarklettsvegi 6 og þar starfa ríflega
50 harðduglegir og hæfir starfsmenn.
Kjarnastarfsemi fyrirtækisins er innflutningur,
markaðssetning, sala og dreifing á ýmsum
vörum fyrir neytenda- og stórnotendamarkað.
Söludeildin skiptist í þrjú svið: Neytendavörusvið,
stóreldhúsasvið og sérvörusvið.
Nánari upplýsingar um fyrirtækið er að
finna á heimasíðu þess www.asbjorn.is
Nánari upplýsingar um starfið veita Ari Eyberg (ari@intellecta.is) og Þórður S. Óskarsson (thordur@intellecta.is), í síma 511-1225.
Umsóknarfrestur er til og með 29. mars 2016. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og þarf henni að fylgja starfsferilskrá og
kynningarbréf. Farið verður með allar fyrirspurnir og umsóknir sem trúnaðarmál.
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Árangursrík starfsreynsla af sölu, helst af fyrirtækjamarkaði
• Góð þekking á stóreldhúsamarkaði
• Menntun sem nýtist í starfi s.s. úr framleiðslu, matreiðslu
eða þjónn er ákjósanlegur bakgrunnur
• Góð almenn tölvukunnátta
• Góð enskukunnátta
• Frumkvæði og skipulögð vinnubrögð
• Áhugi á frekari þróun og uppbyggingu fyrirtækisins
• Mjög góðir samskiptahæfileikar og lausnamiðað viðhorf
Helstu viðfangsefni og ábyrgð:
• Sala á vörum sérvörusviðs s.s. borðbúnaði,
eldhúsvörum og kokkaklæðnaði
• Sala og kynningar á stóreldhúsamarkaði
• Viðhald á viðskiptatengslum og öflun nýrra
• Þjónusta og þarfagreining
Heildverslunin Ásbjörn Ólafsson auglýsir laust til umsóknar starf sölufulltrúa í sérvöru fyrir stóreldhús.
Leitað er að reyklausum markmiðadrifnum einstaklingi sem vill vinna á skemmtilegum vinnustað í
rótgrónu fyrirtæki.
Intellecta Síðumúli 5, 108 Reykjavík, sími 511 1225.
www.intellecta.is
RÁÐGJÖF
• Að gera betur í dag
en í gær er drifkraftur
nýrra hugsana og
betri árangurs
RÁÐNINGAR RANNSÓKNIR
• Réttir starfsmenn í
réttum hlutverkum
ræður mestu um
árangur fyrirtækja
• Rannsóknir auka
þekkingu og
gera ákvarðanir
markvissari