Fréttablaðið - 19.03.2016, Blaðsíða 98

Fréttablaðið - 19.03.2016, Blaðsíða 98
Öll fjölskyldan ætti að finna eitthvað við sitt hæfi á skíðasvæði Dalvík- ur. „Við verðum með ævin týraland og þrautabrautir fyrir börnin og bretta- og skíðagarð fyrir þá sem eru lengra komnir. Neðstu brekk- urnar eru góðar fyrir byrjendur og börn en ofar eru fínar brekkur fyrir lengra komna. Hér er því eitt- hvað fyrir alla,“ segir svæðisstjór- inn Kári Ellertsson. Meðal viðburða yfir páskana er kvöldopnun á skír- dag og troðaraferðir upp á Böggvis- staðafjall. Sömuleiðis heldri manna mót og páskaeggjamót fyrir krakk- ana á páskadag svo eitthvað sé nefnt. Aðspurður segir Kári veturinn hafa verið með besta móti. „Hér hefur verið mikill snjór og margar skíðaleiðir í boði. Troðnu brekkurn- ar hafa sennilega aldrei verið fleiri en nú og svo hafa gönguskíðahring- irnir okkar verið mjög vinsælir.“ Svæðið hefur verið opið í yfir 80 daga á tímabilinu. Aðspurður segir Kári það með betra móti en í meðal- ári er opið í um 100 daga frá byrjun desember og út apríl. Kári segir svæðið búa við mikla veðursæld. „Það stendur svo lágt og þar af leiðandi er oft miklu betra veður hjá okkur en á skíðasvæðun- um í kring. Á það sérstaklega við ef það blæs að sunnan eða suðvestan. Þá getum við stundum haft opið á meðan það er lokað í Hlíðarfjalli og á Siglufirði.“ Í skíðaskálanum, sem ber nafnið Brekkusel, er veitingasala auk þess sem skálinn er leigður út til skóla- hópa, félagsmiðstöðva og vinnu- staðahópa. „Það hefur verið nóg að gera í því í vetur en um páskana er það þó meira fjölskyldufólk sem á leið hérna um,“ segir Kári og tekur fram að verð á skíðaleigunni og lyftukortum sé með hagstæðara móti. Hægt er að nálgast allar nánari upp- lýsingar um páskadagskrána á ski- dalvik.is3 Skemmtileg páskadagskrá fyrir alla fjölskylduna Skíðafélag Dalvíkur verður með fjölbreytta dagskrá í Böggvisstaðafjalli um páskana. Færið hefur verið með besta móti og tilvalið að skella sér Norður á skíði. Bjartur er lukkudýr Skíðafélags Dalvíkur og lætur stundum sjá sig í brekkunum. Margar skíðaleiðir eru í boði og hafa troðnu leiðirnar aldrei verið fleiri en í ár. Hrísey í Eyjafirði nýtur sífellt meiri vinsælda meðal innlendra og erlendra ferðamanna, sérstak- lega yfir sumartímann. Eyjan er næststærsta eyja við Íslands- strendur, á eftir Heimaey, og liggur nokkrum kílómetrum fyrir utan Árskógssand, þaðan sem ferjan Sævar siglir til Hríseyjar nokkrum sinnum á dag. Sigling- in til eyjarinnar tekur bara um fimmtán mínútur og því er heim- sókn þangað skemmtileg viðbót við ferðalagið á Norðurlandi að sögn Lindu Maríu Ásgeirsdóttur hjá Ferðamálafélagi Hríseyjar. „Helsta aðdráttarafl Hríseyj- ar er umgjörðin og sérstaðan. Við erum á eyju og hefur siglingin hingað mikið að segja enda ekki margir staðir á Íslandi sem siglt er til. Svo er það kyrrðin, fugla- lífið og síðast en ekki síst náttúr- an og fegurðin.“ Mikil aukning ferðamanna Flestir ferðamenn sem heim- sækja eyjuna koma í dagsferð- um og hingað til hafa Íslending- ar verið í meirihluta. Það er þó að breytast að sögn Lindu Maríu. „Nú erum við að fá ferðamenn allt árið sem ekki þekktist fyrir 4-5 árum. Segja má að aukning- in sé meiri meðal erlendra ferða- manna og einnig hefur aukist að hópar komi til eyjarinnar og eru það þá bæði skipulagðar göngu- ferðir og einnig af skemmtiferða- skipum.“ Þótt eyjan sé ekki stór er margt að skoða að sögn Lindu Maríu. „Enginn ætti að sleppa því að skoða hús Hákarla-Jör- undar sem er safn hér í eyjunni. Það er í elsta húsi Hríseyjar sem var byggt af hákarlaveiðimann- inum Jörundi Jónssyni. Svo má nefna safnið Holt sem sýnir ís- lenskt alþýðuheimili en þar mæt- ast gamli og nýi tíminn á fallegu heimili Öldu heitinnar Halldórs- dóttur. Hér er einnig stórglæsi- leg sundlaug með útsýni yfir Eyjafjörðinn, fín matvöruversl- un og veitingahús. Víða um eyj- una má finna fínar gönguleiðir með upplýsingaskiltum um nátt- úru, gróður og margt fleira. Svo er hér fjölbreytt fuglalíf og ekki síður gott mannlíf.“ Hápunktur sumarsins Fjölskylduhátíðin í Hrísey hefur verið haldin óslitið frá árinu 1997 og er hápunktur sumarsins. „Hún er haldin aðra helgina í júlí og þá koma brottfluttir íbúar, sumar- húsaeigendur og fleiri gestir saman og skemmta sér yfir helg- ina. Fjölmargir fastir viðburð- ir eru á hátíðinni en einnig er reynt að brydda upp á einhverju nýju árlega. Fastir liðir eru t.d. óvissuferðir á föstudagskvöldinu, fjöruferð með Skralla trúð, trakt- orsferðir og kvöldvaka.“ Hríseyjarferjan Sævar fer á tveggja tíma fresti allt árið frá Árskógssandi, sem er um 35 km frá Akureyri. Ferðamálafélag Hríseyjar heldur úti heimasíð- unni hrisey.is þar sem finna má allar nauðsynlegar upplýsingar um Hrísey. Leynda perlan í Eyjafirðinum Heimsókn til Hríseyjar svíkur engan en þangað siglir ferjan Sævar nokkrum sinnum á dag. Í Hrísey má finna náttúrufegurð, fjölbreytt fuglalíf, skemmtileg söfn og ekki síst einstaka kyrrð. Fjölskylduhátíðin í Hrísey er haldin í júlí og er hápunktur sumarsins í eyjunni. Traktorinn er eitt helsta einkenni Hríseyjar enda lítið um hefðbundna bíla þar. Falleg náttúra, fjölbreytt fuglalíf og skemmtilegt mannlíf einkenna Hrísey.Fjöruferð með Skralla trúði svíkur engan en hún er fastur liður á Hríseyjarhátíðinni. MYNDir/FErÐAMÁLAFÉLAG HrÍSEYJAr SUNDLAUGIN Á AKUREYRI Va t n a v e r ö l d f j ö l s k y l d u n n a r Opið á skírdag, föstudaginn langa, laugardag og páskadag 9.00-19.30. Annar í páskum opið 9.00-18.30. www.visitakureyri.is Street map Þórunnarstræti Ka up va ng ss tr æ ti SUNDLAUGIN Á AKUREYRI KoMDu NorÐur Kynningarblað 19. mars 201610
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.