Fréttablaðið - 19.03.2016, Blaðsíða 65
SKAPANDI
SAMFÉLAG Á
FRÆÐASVIÐI LISTA
Staða háskólakennara í arkitektúr á bakkalárstigi sem
felur einnig í sér uppbyggingu og þróun nýrrar námsbrautar
í arkitektúr á meistarastigi. Starfshlutfall er 50% með
möguleika á auknu hlutfalli.
Staða háskólakennara í sviðslista fræðum sem nær þvert
á allar námsbrautir deildarinnar. Starfshlutfall er 50% með
möguleika á auknu hlutfalli.
Staða háskólakennara við sviðs höfundabraut sem felur
auk þess í sér kennslu við aðrar námsbrautir deildarinnar.
Starfshlutfall er 50%.
Staða háskólakennara við nýja meistaranáms braut
í sviðslistum með áherslu á sviðs lista rannsóknir auk
kennslu við aðrar náms brautir deildarinnar á bakkalárstigi.
Staðan felur einnig í sér uppbyggingu og þróun meistara
námsbrautarinnar. Starfshlutfall er 50% með möguleika
á auknu hlutfalli.
Stöður þriggja háskólakennara í myndlist á bakkalárstigi.
Tvær stöður í 50% starfs hlutfalli og ein staða í 100%
starfshlutfalli sem felur einnig í sér skipulagningu og þróun
námsbrautarinnar.
Staða háskólakennara í myndlist á meistara stigi sem felur
einnig í sér skipulagningu og mótun námsbrautarinnar.
Starfshlutfall er 100%.
Staða háskólakennara í flutningi og miðlun samtíma
tónlistar sem nær þvert á allar náms brautir tónlistardeildar.
Starfs hlutfall er 50% með möguleika á auknu hlutfalli.
Staða háskólakennara í tónsmíðum sem felur einnig
í sér aðkomu að skipu lagningu og mótun tónsmíða náms
á bakkalár og meistarastigi. Starfshlutfall er 50% með
möguleika á auknu hlutfalli.
HÖNNUNAR- OG
ARKITEKTÚRDEILD
LISTAHÁSKÓLINN AUGLÝSIR EFTIR HÁSKÓLAKENNURUM
Ítarlegri upplýsingar um störfin, hæfiskröfur og umsóknargögn er að finna á lhi.is/lausstorf
SVIÐLISTADEILD
MYND LISTAR DEILD
TÓNLISTARDEILD
Starf háskólakennara hjá Listaháskóla Íslands felur í sér
kennslu, rannsóknir og stefnumótun. Háskólakennarar taka
virkan þátt í uppbyggingu viðkomandi deildar undir stjórn
deildarforseta og eru þátttakendur í því fræða og fag sam
félagi sem skólinn byggir upp.
Hæfi umsækjanda verður metið í samræmi við reglur
Listaháskóla Íslands um veitingu akademískra starfa,
sjá nánar á lhi.is/logogreglur.
Ráðið er í störfin frá 1. ágúst 2016.
Umsóknum skal skilað á aðalskrifstofu skólans Þverholti 11,
105 Reykjavík, eigi síðar en mið vikudaginn 13. apríl 2016 kl. 15.
Upplýsingar um störf veitir deildarforseti viðkomandi deildar.
Farið verður með umsóknir og fyrirspurnir sem trúnaðarmál.
Skólinn áskilur sér rétt til að hafna öllum umsóknum.
Starfsumhverfið er gefandi og kraftmikið samfélag nemenda
á bakkalár og meistarastigi sem stunda nám undir handleiðslu
framúrskarandi listamanna og annarra sérfræðinga.
Listaháskóli Íslands er sjálfseignarstofnun með viðurkenningu á fræðisviðinu listir.
Skólinn starfar í fimm deildum, myndlistardeild, hönnunar og arkitektúrdeild, tónlistar
deild, sviðslistadeild og listkennsludeild. Starfsstöðvar skólans eru fjórar; við Þverholt,
Sölvhólsgötu, Austurstræti og Laugarnesveg í Reykjavík.
Aðalskrifstofan í Þverholti 11 er opin alla virka daga kl. 9–15.