Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.1996, Page 9

Hugur og hönd - 01.06.1996, Page 9
útfæra og gera uppskriftirnar. Þær eiga allan heiður af uppskriftabók- unum, sem hafa hvarvetna hlotið lof fyrir vandaðan frágang. Hönnunarsamkeppni Til að fá fjölbreytni í hönnun hefur verið efnt til hönnunarsamkeppni um handprjón, í fyrsta skipti árið 1992. I samkeppninni mátti ein- göngu vinna með lopa í sauðalit- unum. I þeirri samkeppni komu inn tvö hundruð og þrjátíu peysur og margar þeirra mjög góðar. Hönnunarsamkeppnin, sem efnt var til í vetur, var haldin í tilefni af hundrað ára afmæli ullariðnaðar á Alafossi og var hún auglýst í byrj- un nóvember, skilafrestur var til 15. febrúar. Núna mátti nota allar bandtegundir sem Istex framleiðir. Þátttaka í samkeppninni var mun meiri en búist var við því 377 handprjónaðar peysur frá 258 þátttakendum voru sendar inn. A sérstakri afmælissýningu Istex voru veitt verðlaun fyrir bestu hönnun, sem dómnefnd hafði val- ið. Dómnefndina skipuðu: Eggert Jónsson feldskeri, Gerður Hjör- leifsdóttir, Islenskum heimilisiðn- aði, Védís Jónsdóttir, hönnuður ístex, Ethel Wood, hönnuður hjá JCA-Reynolds í Bandaríkjunum, Heather Patterson, forstjóri S.R., Kertzer, umboðsmaður Istex í Kanada. Eftir að hafa skoðað peysurnar var dómnefndin sammála um að veita eftirtöldum þátttakendum verðlaun fyrir framúrskarandi hönnun. 1. verðlaun, kr. 120.000, hlaut Halldóra Kristín Hjaltadóttir, Tunguvegi 2, Selfossi. 2. verðlaun, kr. 100.000, hlaut Steinunn Bergsteinsdóttir, Voga- seli 7, Reykjavík. 3. verðlaun, kr. 80.000, hlaut Sigurlína Jóhanna Jóhannesdóttir, Snartarstöðum 2, Kópaskeri. Að þessu sinni mun Istex kaupa um tuttugu hugmyndir til viðbót- HONNUNARSAMKEPPNI 1 ■ i m ■* *** ■ A -ýaa| Verðlaunapeysur. Talið frá vinstri: 2., 1., 3. verðlaun. ar verðlaunapeysunum, hverja á kr. 25.000. Til greina kemur að kaupa fleiri hugmyndir síðar. Þó ullariðnaður í Mosfellsbæ hafi fengið nýtt nafn, er þó enn sami iðnaður starfandi. Þar vinna nú um 60 manns. ístex framleiðir um 450 tonn af bandi á ári og er stefnt að því að auka framleiðsl- una í 6600 tonn á næstu árum. Markmiðið er að auka söluna og framleiðsluna, þar til hægt er að nýta alla íslenska ull, sem til fellur, sagði Guðjón Kristinsson að lok- um. Guðrún Hafsteinsdóttir Hugur og hönd 1996 9

x

Hugur og hönd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.