Hugur og hönd - 01.06.1996, Page 10
Maríuklæðið á Gljúfrasteini
Auður Laxness á Gljúfra-
steini í Mosfellsbæ er
landsmönnum kunn sem
eiginkona nóbelsskáldsins Hall-
dórs Laxness. En þeir eru senni-
lega færri sem vita að hún er mik-
il handverkskona og komin af
miklu handverksfólki í báðar ætt-
ir. Faðir hennar var Sveinn Guð-
mundsson járnsmiður, ættaður frá
Efri-Brúnavöllum á Skeiðum. Sem
dæmi um handlagni hans þá eru
öll ljósastæði á Gljúfrasteini smíð-
uð af honum. Móðir Auðar var
Halldóra Jónsdóttir, bónda í
Skálmarnesmúla í Austur-Barða-
strandarsýslu. Hún var mikil
handavinnukona, bæði fljót- og
vandvirk. Hún teiknaði upp flest
teppin á Þjóðminjasafninu og hef-
ur saumað um sextán stór vegg-
teppi. Margar teikningar af röggv-
arteppunum eru einnig eftir hana
og hún gerði ein tuttugu slík teppi.
Auður er alin upp á Eyrarbakka
til sjö ára aldurs, en þá fluttu for-
eldrar hennar til Reykjavíkur. Um
formæður sínar segir Auður: „Eg
er alin upp við, að ég held, óvenju-
mikla og margvíslega handa-
vinnu. Móðir mín og amma voru
afkastamiklar og listrænar hand-
verkskonur. Mamma hafði þá
aukavinnu að byrja á handavinnu
fyrir verslun Agústu Svendsen og
Þuríði Sigurjóns. Hún hafði afar
10 Hugur og hönd 1996