Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.1996, Page 12

Hugur og hönd - 01.06.1996, Page 12
Matthías Jochumsson. Frumlegar tréstyttur Söfnuðurinn við messu. Hér segir lítillega frá Guð- jóni R. Sigurðssyni, sér- stæðum persónuleika og listamanni, manni sem átti mjög ó- venjulega og viðburðaríka ævi. Guðjón R. Sigurðsson fæddist árið 1903 á Hömrum á Mýrum í Austur-Skaftafellssýslu. Foreldrar hans voru hjónin Runólfur Sig- urðsson frá Svínafelli í Oræfum og Steinunn Jónsdóttir frá Odda á Mýrum. Hálfum mánuði eftir fæð- ingu Guðjóns héldu foreldrar hans og þrjú systkini af stað til Kanada þar sem þau bjuggu síðan. Ekki þótti vit í að drengurinn nýfædd- ur færi í slíkt ferðalag og var hann því skilinn eftir hjá ömmu sinni og afa, þeim Guðnýju Benediktsdótt- ur og Jóni Bjarnasyni, sem bjuggu á Odda á Mýrum. Olst hann upp hjá þeim til fjögurra ára aldurs en þá fór hann í fóstur til Ingunnar móðursystur sinnar og manns hennar, Einars Þorvarðarsonar, hjá þeim ólst hann síðan upp. Þegar Guðjón hafði aldur til fór hann að vinna við ýmis störf bæði til sjós og lands. Einn vetur var hann í Hvítárbakkaskóla í Borgarfirði. Þegar Guðjón var 22 ára urðu tímamót í lífi hans. Faðir ltans, sem þá bjó við Mozart í Vatnabyggðum í Saskatchewan, skrifaði honum og bað hann að koma til sín og hjálpa til við búskapinn. Guðjón gaf já- kvætt svar með því fororði að fað- Guðjón R. Sigurðsson. ir hans sendi honum farareyri. Þegar Guðjón kom vestur fór hann að vinna á búi föður síns. Móðir hans hafði dáið ári eftir að fjöl- skyldan kom til Kanada og auð- vitað þekkti Guðjón föður sinn og systkini ekki neitt þegar hann kom þangað. Fjölskyldan hafði tekið upp eftirnafnið Sigurðsson. Guð- jón gerði það einnig. Jörðin var lé- leg, beitarhagi rýr. Faðir hans var með blandaðan búskap, kornrækt, svín og hænsn. Runólfur var smið- ur góður og bætti við tekjur sínar með því að vinna í bygginga- vinnu. Af ótilgreindum ástæðum varð vera Guðjóns hjá fjölskyld- unni ekki löng, aðeins nokkrir mánuðir. Guðjón fór að leita sér að vinnu annars staðar, hann vann í nokkur ár við þreskingu, fiskveið- ar og skógarhögg, svo komst hann í vinnu við að byggja stórar korn- hlöður á sléttunum. Trésmíði átti vel við hann. Þegar kreppan mikla skall á minnkaði öll vinna á þessu svæði. Guðjón undi því illa að vera atvinnulaus. Hann fór norður í skógana norðvestur af Manitoba og stundaði þar loðdýraveiðar í sjö ár. Hann var einsamall við þessar veiðar sem oft reyndust erfiðar og hættulegar. Var þetta stundum einmanalegt líf. I frásögnum hans greinir hann frá kynnum af indíán- um sem þarna bjuggu, Guðjón ber þeim vel söguna, segir þá hjálp- sama og gestrisna. Oft lenti Guðjón í miklum svað- ilförum og ævintýrum, hann segir vel frá þessu tímabili í tímaritinu „Heima er best" 1974-78, en þar birti hann drög að sjálfsævisögu sinni. Vorið 1939 hætti Guðjón veiði- skapnum og hélt lengra vestur á bóginn. Fékk hann fyrst vinnu við húsbyggingar við saltnámurnar við Waterways í Alberta. Þaðan lá leiðin til Vancouver, þar var mikill uppgangur vegna heimsstyrjald- arinnar. Fyrst stundaði Guðjón byggingavinnu um hríð, þá réði 12 Hugur og hönd 1996

x

Hugur og hönd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.